Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 03.12.2014, Qupperneq 4
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 UMHVERFISMÁL „Þetta verður aldrei þannig að það verði bara sogið upp úr rotþrónum og því svo frussað yfir landið,“ segir Sveinn Steinars- son, forseti bæjarstjórnar Ölfuss, þar sem til stendur að kanna notk- un seyru til landgræðslu. Bæjarstjórnin samþykkti í síð- ustu viku að hefja samningavið- ræður við Landgræðslu ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um meðhöndlun og móttöku á seyru. Skoða á aðkomu fleiri sveitarfélaga í Árnessýslu að verkefninu. „Blessuð seyran hverfur ekki af sjálfu sér,“ segir Sveinn Steinars- son. „Það þarf að finna henni far- veg og nú eru menn að horfa til þess að nota hana við landbætur.“ Sveinn undirstrikar að verkefnið sé á frumstigum hvað varði Ölfus. Rætt er um svæði Landgræðsl- unnar norðan og vestan við Þor- lákshöfn. „Við höfum svo sem næg landsvæði sem þarf að græða upp, það er ekki málið. Það þarf að finna stað sem er heppilegur og sátt getur orðið um.“ Seyra fellur til í sívaxandi mæli, meðal annars vegna aukins fjölda sumarhúsa sem rotþrær standa við. Sveitarfélagið losar 250 til 270 rotþrær og það mun skila um níu tonnum af þurrefni. Að sögn Sveins snýst verkefnið í raun um að koma seyrunni fyrir í sátt við umhverfið. „Það eru allir að tæma rotþrær einhvers staðar og það standa meira og minna öll sveitarfélög nú orðið frammi fyrir þeirri spurningu hvað gera eigi við seyruna. Sorpa er, að því er mér skilst, hætt að taka við þessu og þá verða menn að finna út úr því, sjálfir eða í samvinnu við aðra,“ segir Sveinn sem, eins og fram kemur hér í upphafi, und- irstrikar að ekki eigi að sprauta Það væri ógeðslegt ef það væri gert og það stendur ekki til. Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss. 10.000 ferkílómetrar lands á Íslandi teljast fjalllendi. Ísland er 103.000 ferkílómetrar. Vilja að seyra úr rotþróm verði notuð til uppgræðslu Landgræðslan og sveitarfélagið Ölfus ætla í viðræður um að nota seyru úr rotþróm sumarbústaða og annarra mannabústaða til uppgræðslu lands. Erum að finna leiðir til að láta hringrásina virka, segir forseti bæjarstjórnar. Á MÝRDALSSANDI Næg verkefni eru í uppgræðslu víða um land. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það er sóun á dýrmætri auðlind að nýta ekki lífrænan úrgang, hverju nafni sem hann nefnist, sem áburð til landgræðslu,“ segir á vef Landgræðslu Íslands. Nota mætti „vandamálaúrgang“ eins og seyru, svínaskít og moltu í miklu meiri mæli til áburðar eða íblöndunar í jarðveg á uppgræðslusvæðum. „Væri það hvort tveggja í senn, uppgræðsla og vistvæn förgun á úrganginum.“ Þá kemur fram að Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafi nýlega veitt Land- græðslunni styrk svo stofnunin geti fundið hagkvæmar leiðir til að koma úrgangsefnunum í nýtanlegt form. Haft er eftir Magnúsi H. Jóhanns- syni, sviðsstjóra Þróunarsviðs Landgræðslunnar, að lífrænn úrgangur sé „auðlind á villigötum“. Tilraunaverkefni Landgræðslunnar seyru nánast beint úr rotþróm sal- erna yfir landið. „Það væri ógeðslegt ef það væri gert og það stendur ekki til,“ ítrekar Sveinn. Seyran sem ekki er blönd- uð kalki verður sett ofan í plægða jörð. „Menn eru bara að þróa leið- ir til að nýta þetta, láta hringrásina virka og græða landið með frábær- um áburði.“ gar@frettabladid.is VÍSINDI Alnæmisveiran HIV hefur sums staðar tekið stökkbreytingum til að lifa af í líkömum fólks með sterk ónæmisvið- brögð. Þessi stökkbreyttu afbrigði hennar eiga síðan erfiðara með að taka sér bólfestu í öðru fólki og þurfa lengri tíma til að gera fólk alvarlega veikt. Þetta fullyrða vísindamenn við Oxford- háskóla í Bretlandi. Þeir hafa gert rann- sóknir á HIV-smituðum í Botsvana og í Suður-Afríku, og tóku eftir því að í Botsv- ana á veiran tíu prósentum erfiðara með að fjölga sér en í Suður-Afríku. Skýringuna telja þeir liggja í því að veiran kom til Suður-Afríku tíu árum eftir að hún kom til Botsvana. Og þetta vekur vonir um að því lengri tími sem líði frá því veiran gerir sig heimakomna, því veikari verði hún. Á endanum jafnvel tiltölulega meinlaus. Frá þessu er skýrt á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, og vitnað í grein vís- indamannanna í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. „Við erum að fylgjast með þróuninni ger- ast fyrir augum okkar og það vekur furðu hve hraðfara þetta ferli hefur verið,“ hefur BBC eftir Philip Goulder, einum vísinda- mannanna. - gb Vísindamenn fylgjast spenntir með þróun alnæmisveirunnar sem sums staðar hefur tekið breytingum: Alnæmisveiran sögð tekin að missa kraftinn BLÓÐ RANNSAKAÐ Kannað hvort HIV-veiran leynist í blóði manns í Úganda. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins í lok þriðja ársfjórðungs 2014 er metin neikvæð um 885 milljarða króna eða 46 prósent af vergri lands- framleiðslu. Þetta kemur fram í frétt frá Seðlabanka Íslands. Undirliggj- andi staðan hefur batnað um 31 milljarð frá því í lok síðasta árs- fjórðungs, en þá var hún talin neikvæð um 916 milljarða. Þessi bati nemur um 1,5 pró- sentum af vergri landsfram- leiðslu á þriðja ársfjórðungi. - bá Undirliggjandi erlend staða: Neikvæð um 885 milljarða SEÐLABANKINN Undirliggjandi erlend staða hefur batnað milli ársfjórðunga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FERÐAÞJÓNUSTA Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að veita markaðsverkefninu „Ísland – allt árið“ allt að 200 milljónir á næstu tveimur árum sé samanlögð fjár- hæð annarra þátttakenda ekki lægri upphæð. Verkefnið er kynningarverk- efni sem ætlað er að jafna árs- tíðasveiflur í ferðaþjónustu og bæta viðhorf ferðamanna gagn- vart Íslandi. Lágmarksframlag þátttakenda til samningsins er tuttugu millj- ónir króna. Aðilum er heimilt að mynda hóp sem yrði aðili að samningnum. - joe 200 milljónir næstu tvö ár: Aukið fjármagn í landkynningu AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá KÓLNANDI VEÐUR á landinu næstu daga með éljagangi um sunnan- og vestanvert landið en yfirleitt úrkomulítið norðaustanlands. Heldur rólegri suðvestanátt á morgun en gengur seint í skammvinna norðanátt með éljum fyrir norðan. 0° 11 m/s 3° 13 m/s 3° 10 m/s 6° 12 m/s 5-10 m/s. Vaxandi SA-átt. Gildistími korta er um hádegi 10° 26° -1° 3° 17° 2° 5° 3° 3° 23° 9° 16° 16° 20° 12° 0° 3° 3° 2° 7 m/s 3° 9 m/s 1° 7 m/s 2° 10 m/s 0° 9 m/s 1° 10 m/s -4° 8 m/s 0° -1° -2° -3° -2° -4° -1° -6° -2° -7° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.