Fréttablaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 34
 | 8 3. desember 2014 | miðvikudagur „Þessa dagana erum við að vinna í að koma vörunni á erlenda markaði en það tekur ansi mik- inn tíma að ná utan um þau mál,“ segir Benedikt Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Lauf Forks. Fyrirtækið hefur þróað og framleitt nýja gerð af hjólagöffl - um sem eru smíðaðir úr koltrefj- um. Eins og kom fram í Markað- inum í október síðastliðnum þá hefur Lauf samið við bandaríska fyrirtækið QBP um dreifi ngu á göffl unum í Kanada, Mexíkó og Mið-Ameríku. „QBP er stærsti dreifingar- aðili hjólavarnings í heiminum. Þessi samningur er eins og að fá útgáfusamning hjá plötufyrir- tæki því varan er nú orðin aðgengileg en svo þarf að gera eitthvað svo hún hreyfi st í hill- um verslananna. Við erum nú að vinna í því og svo einnig að búa okkur undir vörusýningar í Kali- forníu og Þýskalandi, og úti um allar trissur, sem verða eftir ára- mót,“ segir Benedikt. Hann stofnaði fyrirtækið árið 2011, ásamt Guðbergi Björns- syni, en fyrirtækið er nú með fi mm starfsmenn í fullu starfi . „Við erum núna í fyrsta skipti að fara inn í fulla framleiðslu en gaffl arnir eru framleiddir í Kína. Við stefnum að því að framleiða fi mm þúsund gaffl a á næsta ári.“ Benedikt lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 2004 og námi í vélaverk- fræði frá Háskóla Íslands 2007. „Á þeim tíma var lítið mál að fá vinnu og ég réð mig til Ísal í Straumsvík þar sem ég vann á þróunarsviði fyrirtækisins í eitt ár. Síðan fór ég í mastersnám til Bandaríkjanna við Columbia- háskólann.“ Benedikt hóf störf hjá Mar- orku þegar hann kom aftur heim og var síðar ráðinn til stoðtækja- framleiðandans Össurar. „Ég fór til Össurar af því að ég hafði brennandi áhuga á að hanna áþreifanlegar vörur úr koltrefjum og ég vann á koltrefja- deild fyrirtækisins í um það bil ár. Síðar stofnaði ég Lauf og var þá með mjög grófa frumgerð af göffl unum í höndunum.“ Benedikt er í sambúð með Ragnheiði Jónsdóttur, ritara í forsætisráðuneytinu. Spurður um áhugamál nefnir hann meðal annars hjólreiðar og skvass. „Eins og gefur augaleið þá hef ég mikinn áhuga á hjólreiðum en ég er kannski ekki sá harðasti í nagladekkjunum og hjóla því ekki allt árið um kring. Á vet- urna er ég ýmist í skvassi eða að æfa hjá Bootcamp. Ég er mest í einhverju sporti þegar ég er ekki hér í vinnunni að reyna að koma þessum málum sem tengjast fyrir tækinu á koppinn.“ Vill framleiða 5.000 gaffla á næsta ári Benedikt Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Lauf Forks, hefur í nógu að snúast við að koma hjólagöfflum fyrirtækisins á erlenda markaði. Lærði vélaverkfræði við Columbia-háskólann og frítíminn fer í hjólreiðar og skvass. SVIPMYND Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is HJÓLANÖRD Benedikt hefur mikinn áhuga á hjólreiðum og hefur síðustu ár unnið að því að smíða léttustu hágæðahjólagaffla í heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GEKK UM SKÓG Í TAÍLANDI Í ÞRJÁ DAGA ÁN ÞESS AÐ SKIPTA UM FÖT „Ég hef þekkt Benna í allmörg ár en ég og fjölskylda mín kynntust honum í Veggsporti, sem er samkomustaður þeirra sem iðka skvass á Íslandi. Benni er á líkum aldri og börnin mín og þau spila iðulega. Ég sá fljótt hversu mikill eðaldrengur hann Benni er og ekki hef ég enn séð hann missa sig í hita leiksins sem er þó býsna algengt meðal félaganna. Benni er fylginn sér í salnum og mér sýnist að það einkenni hann í því sem hann tekur sér fyrir hendur í lífinu. Þessi eiginleiki hans að hafa stjórn á sér í hita leiksins er svo sannarlega eitthvað sem nýtist honum á þeim vettvangi þar sem hann starfar. Framtíð Íslands er björt með slíka menn innanborðs.“ Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvikur „Benni er alltaf léttur í lundu og stutt í húmor og gleði hjá honum. Hann hefur skemmtilega nærveru og tekur sig ekki of hátíðlega. Hann er heldur ekki mikið að stressa sig á einhverjum smáhlutum. Mér er minnisstæð þriggja daga gönguferð sem við fórum saman í skógi í Taílandi og hann tók ekkert með sér nema fötin sem hann var í, stuttbuxur, bol og strigaskó. Í þrjá daga! Það sem er lýsandi fyrir Benna er þessi ástríða sem hann hefur í þeim verkefnum sem honum finnst áhugaverð. Hann hefur mjög skýra rökhugsun og mikla þrautseigju svo það virðist sem ekkert verkefni sé of stórt eða flókið fyrir hann. Árni Pétur Gunnsteinsson, verkfræðingur hjá Össuri ehf. Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@365.is Viðtalið við Sigurð Erlingsson er hægt að sjá í þættinum Klinkinu á www.visir.is. Sigurður Erlingsson tók við starfi for- stjóra Íbúðalánasjóðs í nóvember 2010 en hafði áður starfað hjá Landsbanka Íslands frá 2000-2008, fyrst sem sér- fræðingur í greiningardeild og síðar sem forstöðumaður á alþjóðasviði bankans. Rætt er við Sigurð í nýjasta þætti Klinksins þar sem hann fer m.a. yfir svokallaðan uppgreiðsluvanda sem er helsta rót erfiðleika Íbúðalána- sjóðs. Ríkissjóður hefur á síðustu árum þurft að leggja sjóðnum til rúmlega 50 milljarða króna til að halda eigin fé hans yfir lögbundnu lágmarki (4%) en það hefur samt ekki dugað til. Uppgreiðsluvandi Íbúðalánasjóðs birtist í því að viðskiptavinir sjóðsins, almennir lántakendur, geta greitt upp lán sín ef þeir vilja endurfjármagna þau. Sjóðurinn getur hins vegar ekki greitt upp eigin skuldabréf og því eiga fjárfestar alltaf von á öruggri ávöxtun á bréf sín. Þetta þýðir að sjóðurinn situr uppi með tugi milljarða króna vegna uppgreiðslu viðskiptavina sem hann getur ekki notað til að gera upp eigin skuldir. SIGURÐUR ERLINGSSON Uppgreiðslu- vandinn enn þá myllusteinn um háls ÍLS Á síðustu árum hefur ríkissjóður tvívegis lagt fram nýtt eigið fé til að rétta stöðu Íbúða- lánasjóðs, samtals um 50 ma.kr. Þarf sjóðurinn á frekara framlagi að halda frá ríkinu? „Það er enn þá uppi sú staða að við erum að færa töluverða virðisrýrnun til hliðar og það eru enn þá uppi óvissuþættir í rekstrinum. Meðan það er taprekstur til staðar þarf að leggja sjóðnum til fé ef menn ætla að viðhalda eigin fé sjóðsins. Ef markmiðið er að viðhalda eiginfjárhlutfallinu jákvæðu, eða nálægt lögmæltu marki sem er fjögur prósent, sem við erum reyndar undir í dag, þá þarf eiginfjárframlag til að dekka það.“ Þessi uppgreiðsluvandi, er hann ekki rótin að erfiðleikum sjóðsins? „Eitt af allra stærstu vandamálum sjóðsins sem búið að vera lengi viðvarandi. Þetta er stórt mál og þetta er þannig vandamál að það getur leyst vel en það getur líka farið mjög illa. Þetta er stórt vandamál á íslenskan mælikvarða og þetta er stórt mál í öllu samhengi. Þarna sitjum við uppi með rúmlega 50 milljarða króna í lausu fé en erum að horfa upp á að sitja uppi með 70-100 milljarða í lausu fé og getum í raun ekki greitt upp skuldir með samsvarandi hætti. Vandinn birtist í því að í stað þess að vera að lána út á fjögur prósent vöxtum erum að ávaxta þetta fé á þrjú prósent vöxtum.“ Vitum við hvernig á að leysa þetta vandamál? „Það þarf að vera einhvers konar samkomulag um breytingu á þessu fyrirkomulagi. Annar valkostur er að takast á við tjónið ef allt fer á versta veg. Nauðasamningar við eigendur skuldabréfanna hafa aldrei verið ræddir.“ Hvað finnst þér um þær hugmyndir að Íbúðalánasjóður verði hlutaður í sundur þannig að annar hlutinn muni taka við félagslegu hlutverki sjóðsins á meðan hinn annast umsjón með núverandi útlánasafni og skuldum sjóðsins þar til lánasafnið er runnið út eða það selt? „Ég held að þessi tvö félög geti átt náið samstarf. Menn geti jafnvel notað það sem til er í sjóðnum til þess að reka kerfi og ferla fyrir nýja lánveitandann en það þarf að vera til staðar fjárhagslegur aðskilnaður. Það er ákveðin hagkvæmni í því að samnýta kerfi sem eru á báðum stöðum.” Þú hefur sagt að ÍLS hafi ekki birt greiðsluáætlanir þar sem miðað var við 0% verð- bólgu og því hafi ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um að slíkt brjóti gegn tilskipun um neytendalán takmörkuð áhrif á sjóðinn, en hvað með lánasöfn annarra fjármála- fyrirtækja sem ÍLS hefur keypt? „Það er ákveðin óvissa þar. Stutta svarið er að það er mismunandi og jafn ólíkt og aðilarnir eru margir. Það er mjög erfitt að segja hvaða áhrif þetta hefur á þessi lánasöfn. Hvað ÍLS varðar þá gáfum við ekki út greiðsluáætlanir og hvergi í okkar skjölum er gefið til kynna að það verði 0% verðbólga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.