Fréttablaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 44
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 24
BÆKUR ★★★★ ★
Skálmöld
Einar Kárason
MÁL OG MENNING
Árið 2001 vaknaði Þórður kakali
með einhverja rosalegustu timbur-
menn íslenskrar bókmenntasögu í
skáldsögu Einars Kárasonar Óvina-
fagnaði. Ekki batnaði líðan Kakala
þegar hann frétti af Örlygsstaða-
bardaga úti á Íslandi, faðir hans og
bræður höfðu verið brytjaðir niður
af Gissuri Þorvaldssyni, Kolbeini
unga og mönnum þeirra. Í kjölfar
Óvinafagnaðar fylgdu svo Ofsi og
Skáld sem einnig lýstu atburðum og
persónum úr Sturlungu og nú hefur
Einar lokað hringnum með síðustu
bókinni í flokknum, Skálmöld, sem
lýsir aðdraganda Örlygsstaðabar-
daga, uppgangi Sturlu Sighvats-
sonar sem höfðingja og valdabrölti
hans.
Frásagnaraðferð Skálmaldar er
að mestu leyti sú sama og í fyrstu
bókunum. Persónur
sögunnar, Sturla
Sighvatsson, Sol-
veig Sæmundsdótt-
ir eiginkona hans,
Guðmundur góði,
Gissur Þorvaldsson
og fleiri stórmenni
Sturlungaaldar, segja
búta úr sögunni frá
sínu sjónarhorni í
fyrstu persónu. Pers-
ónur Sturlungu eru
þó ekki einar á svið-
inu. Þrisvar í sögunni
tekur til máls persóna
sem nefnir sig „EK,
árið 2014“. Nafnið er
auð vitað hvort tveggja
í senn, upphafsstaf-
ir höfundarins og orðaleikur með
forna mynd persónufornafnsins
„ég“. EK útskýrir í þessum innskot-
um stöðu sögunnar innan flokksins
sem heildar og rabbar við lesand-
ann um söguefnið og aðra sem hafa
fengist við það, ekki síst Thor Vil-
hjálmsson og skáldsögu hans um
Sturlu Sighvatsson, Morgunþulu í
stráum.
Þessi innskot eru fróðleg en þau
rjúfa líka frásögnina, rífa lesand-
ann út úr sögunni og gera hlé á
þeirri innlifun í örlög og tilfinn-
ingar persónanna sem gerir Sturl-
ungubálk Einars annars að magn-
aðri lestrarreynslu. EK bendir
raunar á að bækur fullar af slíkum
innskotum séu „mjög í tísku þessi
misserin“ (20), sem má til sanns
vegar færa, en maður veltir því
samt fyrir sér hvort þessi innskot
hefðu átt betur heima sem eftirmáli
höfundar en sem hluti af sögunni.
Frásagnarkaflarnir í Skálm-
öld standast fyllilega samanburð
við fyrri bækur Einars. Myndin
sem smám saman er dregin upp af
Sturlu Sighvatssyni, bæði með þeim
orðum sem lögð eru honum sjálfum
í munn og því sem aðrir segja um
hann og hugsa er mögnuð úttekt á
ofdrambi og valdasýki sem leiðir
tortímingu yfir hann sjálfan og þá
sem standa honum næst.
Margir þeirra
sem verða Sturl-
ungu handgengnir
eignast þar sína
uppáhaldspers-
ónu, höfðingja
sem þeir standa
með, og maður
fær á tilfinn-
inguna við lest-
ur Skálmaldar að
Gissur Þorvalds-
son sé maður
Einars. And-
stæðingar hans,
Sturlungar eru
vandræðafólk í
bókinni, flestir
gæddir miklum
mannkostum, en
stórlega gallaðir, ýmist of djarfir
eða of tregir til að grípa í taumana
eins og Sighvatur faðir Sturlu sem
grunar hvert hofmóður sonarins
mun leiða, en finnst of gaman að
taka þátt í veislunni og uppgangin-
um til að stöðva hann. Sem fyrr eru
líka í sögunni eftirminnilegar pers-
ónur sem standa utan beinna átaka,
ekki síst konurnar í lífi Sturlunga.
Skálmöld lýkur þar sem Óvina-
fagnaður hefst þannig að sem heild
bítur bálkurinn rækilega í skottið
á sér. Fjórleikur Einars Kárasonar
um Sturlungu sem heild er frábær
skáldskapur sem varpar ljósi bæði
á sögutímann og ritunartíma sinn
eins og þær sögulegu skáldsögur
sem rísa hæst gera jafnan.
Jón Yngvi Jóhannsson
NIÐURSTAÐA: Lokahlutinn í
mögnuðum bálki sögulegra skáld-
sagna sem hófst með Óvinafagnaði
árið 2001. Frásagnarkaflarnir eru
margir magnaðir en innskot sögu-
manns orka tvímælis.
Hin skarpa skálmöld
DANS ★★★ ★★
Reykjavíkdansfestival
RADIO DANCE OG ON AIR
Nadja Hjorton
ATLANTIC
Juli Reinartz
Það er ekki á hverjum degi sem
maður sest í leikhús, kemur sér vel
fyrir í sætinu og lokar svo augun-
um til þess að njóta þess að hlusta
á dansverk. En þannig var það í
verki Nadja Hjorton Radio Dance
sem var á dagskrá Reykjavík-
dansfestival í Tjarnarbíói föstu-
dagskvöldið 28. nóvember. Þetta
var einlægt og hrífandi verk þar
sem blandað var saman upplif-
uninni af því að hlusta á útvarp
þar sem hver og einn skapar sinn
eigin ævintýraheim og þess að
horfa á dans. Því, jú, þegar líða
tók á verkið varð að opna augun
og sjá hvað var að gerast á svið-
inu. Á laugardagskvöldinu endur-
tók Nadja leikinn í verkinu On Air
nema þar hafði hún fengið í lið
með sér þrjá aðra dansara í þátt
í anda frjálsu útvarpsstöðvanna
þar sem þáttastjórnendur sátu
og spjölluðu um daginn og veg-
inn á milli þess sem þeir spiluðu
lög. Ólíkt hefðbundinni útvarpsút-
sendingu þá heyrðist ekki aðeins
í flytjendunum heldur sáust þeir
á sviðinu staðsettir inni í stórri
plastkúlu íklæddir skrautlegum
fötum, með litrík blóm og kaffi-
könnur og með skemmtilega lýs-
ingu í stúdíóinu hjá sér. Látbragð
stjórnendanna á meðan lögin voru
spiluð var ekki síður áhugavert en
umræðuefni þeirra og hreyfing-
arnar sem boðið var upp á þegar
dansararnir yfirgáfu plastkúluna
og dönsuðu um sviðið voru ólíkar
öllu því sem undirrituð hefur séð
í dansverkum. On Air var ekki
eins heilsteypt og vel útfært eins
og Radio Dance en engu að síður
mjög áhugavert. Það sem gerði það
ekki síst þess virði að horfa á og
hlusta var hinn sterki femíníski
tónn sem einkenndi allt sem fram
fór. Í fyrsta lagi voru allar raddir
þáttarins kvenraddir eitthvað sem
heyrir til undantekninga á íslensk-
um útvarpsstöðum. Í öðru lagi var
umræðuefnið mjög kvenlægt eins
og t.d. sjálfsfróun kvenna. Í þriðja
lagi voru hreyfingar dansaranna á
sviðinu tengdar líkamlegri virkni
frekar en fegurð eins og hefðin
hefur verið í dansheiminum og í
fjórða lagi var kvenlíkaminn sýnd-
ur á sviðinu á afslappaðan og eðli-
legan hátt, ekkert brasilískt þar.
Atlantic eftir Juli Reinartz vís-
aði í hlutverk aðalsöngvarans og
tengsla hans við áhorfendur. Verk-
ið var órætt og veikt en áhugavert
að því leyti að það hafði þessa
hversdagslegu framsetningu kven-
líkamans þó ekki væri hann nak-
inn eins og í On Air.
Þema Reykjavíkdansfestivals að
þessu sinni voru áhrif poppmenn-
ingar á dansinn. Þemað komst
ágætlega til skila og þá ekki síst
áhrif tónlistar á nútíma dans-
sköpun. Í DEAD Beauty and the
Beast, Fronting and Atlantic var
hreinlega sótt í smiðju söngvara
þungarokks og popphljómsveita
um hreyfingar og í A lecture on
Bord erline Musicals sem var aftur
á efniskrá hátíðarinnar er leik-
ið með hugmyndirnar um þunga-
rokksöngleiki. Solid Gold og Jolie
sóttu aftur á mót hreyfiforða sinn
í dansmenningu sem venjulega er
flokkuð sem afþreyingariðnaður
frekar en listdans og útvarpsdans-
verk Nadja Hjorton er bein eftir-
öpun á spjallþáttunum sem fylla
allar útvarpsstöðvar í dag.
Sesselja G. Magnúsdóttir
NIÐURSTAÐA: Reykjavíkdansfestival
var vel heppnuð hátíð íslenskra og
erlendra dansunnenda og ýtti enn og
aftur við hugmyndum áhorfenda um
eðli listdansins. Það verður spenn-
andi að sjá hvað boðið verður upp á
í febrúar.
Poppuð danshátíð
ON AIR „On
Air var ekki
eins heil-
steypt og vel
útfært eins
og Radio
Dance en
engu að
síður mjög
áhugavert.“
EINAR KÁRASON „Fjórleikur Einars
Kárasonar um Sturlungu sem heild er
frábær skáldskapur sem varpar ljósi
bæði á sögutímann og ritunartíma
sinn,“ segir Jón Yngvi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Kom þú, kom vor Immanúel er yfirskrift fyrri aðventutónleika Schola
cantorum í desember, þar sem kórinn býður upp á fagra kórtónlist tengda
aðventu og jólum. Tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju í dag og hefj-
ast klukkan 12 á hádegi.
Á efnisskránni er meðal annars Slá þú hjartans hörpustrengi eftir
J.S. Bach, aðventusálmar, jólasálmar eftir Hafliða Hallgrímsson og Ave
María eftir Sigvalda Kaldalóns. Stjórnandi og orgelleikari er Hörður
Áskelsson og einsöngvari er Hildigunnur Einarsdóttir.
Fögur kórtónlist tengd
aðventu og jólunum
Fyrri aðventutónleikar Schola cantorum
fara fram í hádeginu í dag í Hallgrímskirkju.
SCHOLA CANTORUM Fyrri aðventutónleikar Schola cantorum eru í hádeginu í dag.
MYND: GUNNAR FREYR STEINSSON
www.postur.is
PAKKINN ÞINN
Komdu jólapökkunum til okkar og við komum
þeim í réttar hendur hratt og örugglega.
er í traustum höndum
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
4
–
2
4
9
8