Fréttablaðið - 03.12.2014, Qupperneq 45
MIÐVIKUDAGUR 3. desember 2014 | MENNING | 25
Gunnar Gunnarsson, píanóleik-
ari og organisti, er með tónleika
í Fríkirkjunni annað kvöld, 4.
desember, klukkan 20 í tilefni af
útkomu geislaplötunnar 525.
Þarna kemur Gunnar fram með
djasstríóið sitt sem auk hans er
skipað þeim Ásgeiri Ásgeirssyni
á gítar og Þorgrími Jónssyni á
kontrabassa.
Þeir félagar leika útsetningar
Gunnars á íslenskri sálmatónlist
og ekki er ólíklegt að eldra efni
fái að hljóma líka, því tvær fyrstu
plötur Gunnars, Skálm og Stef,
komu nýlega út í nýrri og breyttri
útgáfu.
Djasstríó fl ytur
íslenska sálma
ORGANISTINN Gunnar flytur eigin
útsetningar með félögum sínum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég virkja tilfinningarnar efnis-
lega með einföldum hætti í Kjarna.
Hendur draga mislita taubúta úr
höfði manneskju og á andliti henn-
ar birtast litir og mismunandi sam-
setningar.“ Þannig lýsir Sigrún
Hrólfsdóttir myndlistarkona því
sem fyrir augu ber á sýningu sem
hún opnar á morgun í Listasafni
Íslands við Fríkirkjuveg.
Sigrún er ein af stofnendum
Gjörningaklúbbsins sem hefur
unnið listaverk í marga miðla en
eiga öll rætur í gjörningalist. „Verk-
ið Kjarni er barnsleg og einlæg til-
beiðsla og upphafning á ríki tilfinn-
inganna. Ég fékk innblástur meðal
annars frá hundrað ára gömlum
málverkum Gabriele Munther og
annarra þýskra expressjónista og
líka myndefni úr heilaskanna,“ lýsir
hún. - gun
Tilbeiðsla og upphafning á ríki tilfi nninganna
Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarkona opnar sýningu á verkinu Kjarna í Listasafni Íslands á morgun.
Í anddyri Hönnunarsafns
Íslands á Garðatorgi er glugga
í anddyrinu breytt í jóladaga-
tal. Þar er sýndur einn hlutur úr
safninu á hverjum degi fram að
jólum.
Leyndin ein ríkir jafnan
fram að klukkan 12 á hádegi,
þá kemur í ljós hvað verður
fyrir valinu, fatnaður, grafísk
hönnun, keramik eða húsgagn.
Áhersla er lögð á að draga fram
fjölbreytni safneignarinnar.
Þeir sem missa af því að
skoða hlutinn í glugganum geta
séð hann og upplýsingar um
hann á heimasíðu safnsins eða á
Face book. Þar birtast þeir líka
einn og einn fram að jólum.
- gun
Eitthvað fyrir
Gluggagægi
HALLGRÍMSKIRKJA Hugmynd Einars
Þorsteins arkitekts frá 1974 um að
byggja íbúðir fyrir prestskandídata utan
á kirkjunni.
KJARNI
Sigrún Hrólfs-
dóttir sýnir
í Listasafni
Íslands.
Síðustu tónleikar ársins með
lögum af plötunni Mannabörn
verða haldnir í Björtuloftum í
Hörpu í kvöld klukkan 21. Það
er Jazzklúbburinn Múlinn sem
stendur að tónleikunum. Þar
kemur fram kvartett skipaður
bassaleikaranum og tónskáldinu
Tómasi R. Einarssyni, söngkon-
unni Sigríði Thorlacius, píanist-
anum Gunnari Gunnarssyni og
kongaleikaranum Sigtryggi Bald-
urssyni.
Mannabörn á
Björtuloft um
Ég fékk innblástur
meðal annars frá hundrað
ára gömlum málverkum
Gabriele Munther.