Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2014, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 03.12.2014, Qupperneq 38
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla FTSE 100 6,742.10 +85.73 (1.29%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti STJÓRNAR - MAÐURINN @stjornarmadur Stjórnar manninum þykir sem málaferli breska kaupsýslumanns- ins Vincent Tchenguiz gegn Kaup- þingi og öðrum hafi ekki farið jafn hátt í fjölmiðlum hér á landi og efni standa til. FRÉTTIR af málinu hafa einblínt á þær upphæðir sem deilt er um, en krafa Tchenguiz nemur ríflega 400 milljörðum íslenskra króna, eða sem samsvarar rúmlega helmingi uppgefinna heildareigna Kaup- þings. Minna hefur hins vegar farið fyrir því að skoða þær forsendur sem að baki liggja. Forsaga máls- ins er sú að snemma árs 2011 réðst breska efnahagsbrotadeildin SFO í húsleit hjá Tchenguiz bræðrum í London, og handtók þá í kjölfar- ið. Síðar kom á daginn að húsleit- irnar og handtökurnar höfðu verið ólögmætar, og gekk þetta mál svo nærri SFO að rætt var um það af fullri alvöru í Bretlandi að leggja þyrfti stofnunina niður. Fór þó svo að lokum að SFO greiddi Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda í skaðabætur og birti opinberlega afsökunarbeiðni. Í SKAÐABÓTAKRÖFU Tchenguiz gegn Kaupþingi kemur fram að aðgerðir SFO voru byggðar á gögn- um frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og slitastjórn Kaup- þings. SFO taldi sig ekki hafa næg gögn til að rannsaka Tchenguiz, og fékk því Grant Thornton til að útbúa skýrslu þar sem fram komu ásakanir á hendur Tchenguiz um saknæmt athæfi. Þar með fékk SFO átyllu til að ráðast gegn Tchenguiz, en í þessu ferli öllu virðist sem slit- astjórn Kaupþings og sérstakur saksóknari á Íslandi hafi verið með í ráðum. Örlög SFO eru dæmi um hverjar afleiðingar misbeitingar valds eru í siðuðum réttarríkjum. Það er nefnilega ekki þannig að til- gangurinn helgi alltaf meðalið. GLÖGGT er gests augað og þessi áfellisdómur yfir vinnubrögðum SFO, Kaupþings og sérstaks sak- sóknara vekur okkur vonandi til umhugsunar um hvort rétt hafi verið haldið á spilunum við rann- sóknir síðustu ára hér á landi. Þrætuepli til sölu? ÁKVÖRÐUN atvinnuveganefndar að setja átta virkjanakosti í nýtingar- flokk fór misvel í menn og talaði stjórnarandstaðan um fruntaskap ríkisstjórnarinnar. Það stóð ekki á svörunum frá fulltrúum ríkisstjórn- arinnar: „Þið byrjuðuð!“ ATKVÆÐAVEIÐAR og kjördæmapóli- tík hafa lengi ráðið ferðinni þegar kemur að ákvörðunartöku sem snýr að þessum málaflokki. Ljóst er að ef arðsemissjónarmið væru höfð að leiðarljósi væri öðruvísi haldið á spilunum. Tímabært er að skoða alvarlega þann möguleika að selja Landsvirkjun, í hluta eða heild, sam- hliða eflingu regluverksins. Lang- tímahagsmunum þjóðarinnar er all- tént ekki þjónað í núverandi kerfi. 444 ÞÚSUNDA TAP SÍS í mínus Rekstur Sambands íslenskra sam- vinnufélaga (SÍS) skilaði 444 þúsunda króna tapi á síðasta ári. Samkvæmt efnahagsreikningi fyrirtækisins nema eignir þessa fyrrum risa í íslensku atvinnulífi um 14 milljónum króna en skuldirnar 306 þúsundum króna. SÍS var rekið með um 1,3 milljóna tapi árið 2012. 1.12.2014 „Núna eru upplýsingar að leka út úr þessum skattaskjólum með ýmsum hætti og það er líka verið að gera samninga, alþjóðlega samninga um upplýsingaskipti við þessi skattaskjól, og þá myndast þessi hæfilegi ótti. Svona kerfi vantar hérna á Íslandi. Það vantar þessa hvata sem eru í öðrum ríkjum svo menn komi fram.“ Frosti Sigurjónsson þingmaður. 300 milljóna króna lækkun hefur orðið á hlutafé N1. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær segir að lækkunin sé með vísan til til- kynningar sem félagið birti opinberlega þann 25. nóvember síðastliðinn. Frá og með 27. nóvember 2014 var skráð hlutafé N1 hf. í viðskiptakerfi NASDAQ OMX Iceland 700 milljónir íslenskra króna að nafnvirði. Miðað við það er markaðsvirði félagsins 16,3 milljarðar. 300 MILLJÓNA LÆKKUN Markaðsverðmæti Olíufélagsins N1 nemur 16 milljörðum Glöggt er gestsaugað Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _5 0. 11 .1 4 Veit á vandaða lausn Hörðu pakkarnir • frá Dualit • Við undirbúning í eldhúsi og við matreiðslu er fátt betra en að vinna með vönduð og góð tæki. Dualit tækin eru ekki einungis vönduð og traust heldur eru þau líka fallega hönnuð sem eykur enn á ánægjuna við að vinna með þau. Kynntu þér breiða vörulínu Dualit í verslun Fastus í Síðumúla 16. Dualit vörurnar eru margverðlaunaðar og hafa fengið m.a. stimpilinn frá Good Housekeeping Institute. Handþeytari • kraftmikill 400W • margir aukahlutir • auðvelt að þrífa Kr. 16.900,- Brauðrist • 2 brauðsneiðar • auðvelt að þrífa • tímastillir Kr. 32.944,- Töfrasproti • kraftmikill 700W • 6-blaða hnífur • margir aukahlutir Kr. 19.453,- Hraðsuðuketill • 1,7l • snúrulaus ketill • ryðfrítt stál Kr. 20.331,- Mjólkurfreyðir • köld og heit froða • ryðfrítt stál • auðvelt að þrífa Kr. 18.198,- USD 123,67 GBP 194,28 DKK 20,677 EUR 153,83 NOK 17,68 SEK 16,61 CHF 127,74 JPY 1,04

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.