Fréttablaðið - 03.12.2014, Síða 36

Fréttablaðið - 03.12.2014, Síða 36
 | 10 3. desember 2014 | miðvikudagur T ólf dagar eru liðnir frá því að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér embætti innan- ríkisráðherra. Nokkur eftirvænting ríkir um það hver tekur við stólnum, enda er stað- reyndin sú að enginn einn augljós kostur er í stöðunni. Einar K. Guðfi nnsson hefur helst verið nefndur. Hann hefur mikla reynslu úr stjórnsýslu, er sá þingmaður sem einna lengst hefur setið á Alþingi. Að auki hefur hann reynslu af setu í sjávarútvegsráðu- neytinu, þótt nærri megi geta að það embætti sé í eðli sínu gerólíkt emb- ætti innanríkisráðherra. Þeir málafl okkar sem Hanna Birna bar ábyrgð á í upphafi ráðherrafer- ils síns eru gríðarlega fjölbreyttir og margir þeirra krefjast mikillar sér- þekkingar viðkomandi ráðherra. Til að nefna einungis örfáa málafl okka ráðuneytisins má telja upp réttarfar, dómstóla, fangelsismál og fullnustu refsinga, fjarskipta- og póstmál, fl ug- mál, kirkjumál, neytendamál, sveit- arstjórnarmál, umferðarmál og svo útlendingamál. Þessir málafl okkar eru raunar svo ólíkir í eðli sínu að forystumenn Sjálfstæðisfl okksins hafa gagnrýnt að þeir hafi allir verið felldir undir sama hatt. Enda heyrðu verkefnin undir dómsmálaráðuneytið annars vegar og samgönguráðuneytið hins vegar allt þar til í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Verkefnum ráðuneytisins var síðan skipt á milli Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar og Hönnu Birnu eftir að þáverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu var ákærður fyrir trúnaðarbrot síðla sumars. Nú eftir að lausn hefur fengist í það mál fyrir héraðsdómi og Hanna Birna hefur axlað ábyrgð með því að víkja úr embættinu verður ekki síður spennandi að vita hvort til standi að fela einum ráðherra öll verkefnin að nýju. Eða hvort ráðuneytinu verður skipt upp á nýjan leik. Hvort sem málafl okkarnir verða í einu ráðuneyti eða tveimur, þá hlýtur að skipta máli hvernig tekst til með mannval í ráðuneytinu. Raddir ýmissa hópa innan Sjálf- stæðisfl okksins eru sterkar. Sjálfstæðismenn í Vest- mannaeyjum vilja að þingmaður Suðurlands gegni emb- ættinu, að venju er rödd kvennahreyfi ngar fl okksins um að kona gegni embættinu sterk. Sjálfum fi nnst mér réttast að taka undir með Heimdellingum, sem leggja áherslu á að velja hæfasta einstaklinginn í embætti innanríkisráð- herra, óháð kyni eða búsetu. Þeir mála- flokkar sem Hanna Birna bar ábyrgð á eru gríðarlega fjölbreyttir. Markaðshornið Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Hin hliðin Rekstrar- skilyrði fyrir- tækja á 21. öld fela í sér minni notkun jarðefnaelds- neytis og takmarkað framboð auðlinda. Hugtakið sjálfbær þróun felur í sér að núverandi kynslóð geti mætt þörfum sínum án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að uppfylla sínar þarfir. Til þess að svo megi verða þarf að gæta jafnvægis á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Hugtakið sjálfbærni er þrengra en hug- takið sjálfbær þróun, en þá eru áherslurnar þær sömu en fyrir smærri einingar svo sem iðngreinar eða fyrir- tæki. Vegvísir að sjálfbærni Árið 2010 gaf CERES út vegvísi að sjálfbærni fyrir fyrirtæki 21. aldarinnar. Í skýrslunni er fjallað um væntingar sem gerðar verða til fyrirtækja á öldinni. Vænting- arnar eru settar fram í 20 liðum sem skiptast á fjóra flokka. Fyrsti flokkurinn fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, en þeir eiga að taka mið af sjálfbærri þróun. Hvatt er til þess að fjölbreytni sé höfð að leiðar- ljósi þegar skipað er í stjórnir fyrir- tækja, stjórnir búi yfir þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og að umbun stjórnenda taki mið af mark- miðum og frammistöðu fyrirtækja varðandi sjálfbærni. Annar flokkur- inn fjallar um þá hagsmunaaðila sem tengjast viðkomandi fyrirtækjum. Þar er gert ráð fyrir því að fyrir- tækin opni dyr sínar fyrir þeim og virki þá til þátttöku eftir því sem við á. Meðal hagsmunaaðila sem fyrir- tæki eru hvött til að virkja eru fjár- festar, frjáls félagasamtök og aðrir hópar sem hafa eitthvað til málanna að leggja varðandi sjálfbærnistefn- ur fyrirtækjanna. Þriðji flokkurinn fjallar um upplýsingagjöf fyrirtækja en þar er gert ráð fyrir að fyrirtæki miðli upplýsingum um frammistöðu sína varðandi umhverfis- og sam- félagslega þætti rekstrarins. Áþreifanlegur árangur Fjórði flokkurinn – og sá mikilvæg- asti – fjallar um frammistöðu fyrir- tækja á sviði sjálfbærni. Gert er ráð fyrir því að árangur fyrirtækja sé áþreifanlegur, þ.e. að fyrir tæki geti sýnt fram á að aðgerðir þeirra stuðli að sjálfbærri þróun. Lofts- lagsbreytingar eru teknar sem dæmi, en þar þurfa fyrirtæki að sýna fram á bætta orkunýtingu í eigin rekstri. Bætt mannrétt- indi eru einnig nefnd sem dæmi, auk þess sem hringrásarhugsun í rekstri stuðlar að minni tilurð á hættulegum úrgangi. Rekstrarskilyrði fyrirtækja á 21. öld fela í sér minni notkun jarðefna- eldsneytis og takmarkað framboð auðlinda. Þau fyrirtæki sem best geta aðlagað sig þeim skilyrðum verða þau sem best munu þrífast á 21. öldinni að mati CERES. Eru íslensk fyrirtæki í stakk búin til að starfa við slík rekstrarskilyrði? Fyrirtæki og vegvísar að sjálfbærni á 21. öldinni Lára Jóhannsdóttir, Lektor í umhverfi s- og auð- lindafræðum við viðskipta- fræðideild HÍ Verkefni innanríkisráðherra eru bæði mjög fjölbreytt og vandasöm: Óþarfi að fást um kyn eða búsetu INNANRÍKIS- RÁÐUNEYTIÐ Það verður spennandi að sjá hver tekur við lyklunum að Sölvhóls- götu 7. Einar K. Guð- finnsson hefur þótt líklegur. Það er óhætt að segja að ferðaþjón- usta á Íslandi standi nú á krossgöt- um og greinin horfi til móts við nýja tíma. Á síðasta ári varð ferðaþjón- ustan í fyrsta skiptið stærsta útflutn- ingsatvinnugrein þjóðarinnar og var hlutfall hennar 26,8% af heildarút- flutningstekjum. Sé horft til ársins í ár og tímabilið janúar-september skoðað var hlutfallið 28% og fer því enn vaxandi. Að mati Hagstofunnar hefði ekki mælst hagvöxtur í landinu á síðasta ári nema vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Undanfarin ár hefur fjölgun erlendra ferðamanna sem sækja landið heim verið um 20% á ári og gera spár ráð fyrir um 15% aukningu á næsta ári. Þannig hefur ferðaþjónustan orðið að nýrri undir- stöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Þrátt fyrir að vel gangi er að mörgu að huga hvað þessa vaxandi atvinnugrein varðar. Það eru tækifæri við hvert fótmál til að gera betur, en áskoranirnar eru einnig fjölmargar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld ásamt landsmönnum öllum þurfa að taka höndum saman og taka á þeim úrlausnarefnum sem við blasa. Það er hins vegar ánægjulegt að ferðaþjónustan hefur fengið meiri athygli stjórnvalda um leið og lands- menn gera sér í auknum mæli grein fyrir mikilvægi greinarinnar fyrir samfélagið og þjóðarbúið allt. Stefnumótun ýtt úr vör Í október sl. ákvað Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, að setja í gang vinnu við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í samstarfi stjórnvalda og Samtaka ferðaþjónustunnar. Er lagt upp með að byggja öflugan grunn fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og stuðla að samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Fjölmargar skýrslur hafa verið teknar saman á undanförnum árum um ferðaþjónustu á Íslandi, en nú er unnið að heildstæðri lang- tímastefnumótun fyrir greinina og framkvæmdaáætlunum á grunni þessarar stefnumótunar. Á ráðherra ferðamála hrós skilið fyrir að stuðla að þessu brýna verkefni. Skipaður hefur verið stýrihópur um verkefnið undir forystu ráðherra ásamt undirrituðum, Helgu Árnadótt- ur, framkvæmdastjóra SAF, og Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra. Þá sér verkefnahópur undir stjórn Guðfinnu Bjarnadóttur ráðgjafa um framkvæmd verkefnisins sem komið er í fullan gang. Segja má að starfinu hafi verið formlega ýtt úr vör í byrjun nóvember sl. á fjölmennum fundi ýmissa hags- munaaðila, ekki bara úr greininni sjálfri heldur einnig úr öðrum áttum en eins og flestir vita er greinin afar víðfeðm og snertir marga þætti þjóð- lífsins. Vinna við stefnumótunina mun standa yfir fram á vorið 2015 þegar niðurstöður munu liggja fyrir. Ferðaþjónusta í fremstu röð Miklar vonir eru bundnar við að niðurstöður stefnumótunarvinn- unnar verði leiðarljós fyrir íslenska ferðaþjónustu – þannig að Ísland skipi sér á bekk meðal þeirra þjóða sem eru í fremstu röð í heiminum í atvinnugreininni. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt áherslu á að ferðaþjónustan búi við heilbrigða samkeppni og samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Við teljum brýnt að nýsköpun og fag- mennska treysti stoðir ferðaþjónust- unnar sem atvinnugreinar og byggi á virðingu fyrir landi og þjóð. Þá þarf ferðaþjónustan að búa við innviði sem styðja framþróun hennar. Byggjum upp til framtíðar Skoðun Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferða- þjónustunnar (SAF) Miklar vonir eru bundnar við að niðurstöður stefnumótunarvinn- unnar verði leiðar- ljós fyrir íslenska ferðaþjónustu – þannig að Ísland skipi sér á bekk meðal þeirra þjóða sem eru í fremstu röð í heiminum í atvinnugreininni. SPÁNVERJAR MÓTMÆLA OLÍUBORUN Á KANARÍEYJUM ÓSÁTTIR VIÐ OLÍUBORUN Spánverjar mótmæla harðlega olíuborun á Kanaríeyjum þessa dagana. Á meðal þess sem mótmælendur gerðu til þess að vekja athygli á sér var að birta ákall á hjálp í sérstakri SOS-keðju. Strendur Kanaríeyja eru vinsæll ferðamanna- staður. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.