Fréttablaðið - 03.12.2014, Side 16
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
Straumur í áburðarverksmiðjuna
Hin óvænta afstaða meirihluta
atvinnuveganefndar, um að færa marga
virkjunarkosti úr biðflokki í nýtingar-
flokk, kom flestum á óvart og ekki
síst umhverfisráðherranum, eins og
kunnugt er af fréttum. Hann vissi lítið
eða ekkert um áformin fyrr en hann las
fréttir um þau. Framsóknarmennirnir
þrír, sem skipa meirihluta nefndarinnar
með sjálfstæðismönnum, höfðu ekki
gert ráðherra eða þingflokki grein
fyrir breytingunum. Einn þeirra er Þor-
steinn Sæmundsson, sá sem leiðir hóp
þingmanna sem vilja reisa áburðar-
verksmiðju í Þorlákshöfn. Kannski
hefur Þorsteinn, með samþykki sínu í
atvinnuveganefnd, verið að tryggja
rafmagnsstraum í verksmiðj-
una, þá sem á að kveikja vonir
í hugum ungra Íslendinga.
Landamæri við Hvalfjarðargöng?
Bent er á að hugsanlega skorti ráðherra
lagaheimild til að flytja Fiskistofu frá
Hafnarfirði til Akureyrar. Vitnað er í dóm
Hæstaréttar um ólögmæti flutnings
Landmælinga til Akraness um árið. Nú
er spurt hvort heimilt hafi verið að flytja
Fiskistofu frá Reykjavík til Hafnarfjarðar,
eins og gert var fyrir ekki svo mörgum
árum. Má flytja stofnanir frá Reykjavík
en ekki frá öðrum byggðakjörnum?
Huginn Freyr Þorsteinsson veltir þessu
fyrir sér og segir: „Má flytja
stofnun úr Reykjavík án
lagabreytingar? Eða eru
landamærin við Hval-
fjarðargöng? Spyr sá sem
ekki veit,“ spyr Huginn
Freyr Þorsteinsson á
Facebook.
Bjarni Ben og útvarpsgjaldið
Ekki á að koma á óvart að útvarps-
gjaldið verði lækkað og það renni
síðan allt til RÚV. Fyrir því hefur
Bjarni Benediktsson talað. Sumu fólki
veitir ekki af minni álögum. „Útvarps-
gjald mun lækka í tveimur skrefum
með 250 milljóna króna tekjulækkun
hvort ár 2015 og 2016, þ.e. samtals
um 15%. Þetta er 15% lækkun á því
gjaldi sem einstaklingar og lögaðilar
greiða í útvarps-
gjald. Þetta er bein
skattalækkun,“ sagði
Bjarni Benediktsson
á Alþingi þegar hann
talaði fyrir fjárlaga-
frumvarpi sínu 11.
september
síðastliðinn.
sme@frettabladid.is
Heilbrigðiskerfið okkar er ein mikilvæg-
asta grunnstoð samfélagsins. Við erum öll
sammála um það að niðurskurður síðari
ára var alltof mikill og gekk nánast af heil-
brigðiskerfinu dauðu. Grunnþjónustan
skertist til muna og biðlistar lengdust. Laun
lækna hafa nánast staðið í stað frá árinu
2008.
Hér þurfti að snúa við blaðinu.
Fjárlög þessa árs bera vitni um áherslu-
breytingar til batnaðar. Ríkisstjórnin setur
heilbrigðiskerfið í forgang og hefur okkur
sannarlega tekist að snúa við blaðinu.
Fjárlög sýna það svart á hvítu. Kostnað-
arhlutdeild sjúklinga, sem þurfa á heil-
brigðisþjónustu að halda, lækkar og þátt-
taka einstaklinga í lyfjakostnaði minnkar
um 5%, með 150 milljóna króna aukinni
greiðsluþátttöku ríkisins. Lyfjakostnaður
sjúklinga lækkar jafnframt með lækkun
efra þreps VSK úr 25,5% í 24%. Framlög til
Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á
fjárlögum nú – frá stofnun spítalans – eða
49,4 milljarðar króna. Framlag vegna hönn-
unar nýs Landspítala hefur verið stóraukið
um sem nemur 875 milljónum króna.
Sérstök framlög til rekstrar og stofn-
kostnaðar heilbrigðisstofnana aukast um
rúman 2,1 milljarð króna. Rekstrarfram-
lög til heilbrigðismála almennt eru aukin,
tækjakaup á landsbyggðinni um 100 millj-
ónir króna, styrking á rekstrargrunni heil-
brigðisstofnana og heilsugæslustöðva um
100 milljónir króna og FSA um 50 milljónir
króna.
Læknar eru í verkfalli, já. Það er skiln-
ingur fyrir því eftir langt fjársvelti. Samn-
ingaviðræður eru í gangi milli lækna og
stjórnvalda. Vildum við að búið væri að
semja? Já, auðvitað. Gætu viðræður gengið
hraðar fyrir sig? Mögulega. En ferlið er
flókið og að mörgu þarf að huga. Samnings-
niðurstaða er vissulega aðkallandi en mikil-
vægt er að sem flestir geti unað við hana og
að almenn sátt ríki um niðurstöðuna.
Það er þreytandi að hlusta á endalausa
neikvæðni ákveðinna aðila innan stjórnar-
andstöðunnar þegar kemur að jákvæðum
hlutum, eins og stórauknum framlögum til
Landspítalans. Hér ættu allir að vera sam-
mála. Vissulega þarf að gera meira fyrir
Landspítalann til að vinna upp uppsafn-
aðan vanda eftir gríðarlegan niðurskurð
á síðasta kjörtímabili. Því neitar enginn.
Enda er það stefna þessarar ríkisstjórnar
að koma heilbrigðiskerfinu í það stand sem
við viljum að það sé í. Slíkur viðsnúningur
á sér ekki stað á einni nóttu. Það er lang-
hlaup.
Heilbrigðiskerfi ð í forgang
HEILBRIGÐISMÁL
Karl Garðarsson
þingmaður Fram-
sóknarfl okksins
Þ
að er ekki verið að banna fólki að fara í berjamó, eins
og kom fram í grein í Fréttablaðinu í gær. Það verður á
ákveðnum skilgreindum stöðum þar sem menn þurfa að
gera skil á því hvort þeir séu með þennan náttúrupassa.
Annars staðar er för frjáls. Á þeim stöðum þar sem
krafist verður náttúrupassa er uppbygging fyrir hendi. Þar er
fólk að ganga á göngustígum, njóta náttúrunnar í öryggi vegna
þess að þar hafa verið framkvæmdir, það er með þeim rökum. –
Þannig mælti Ragnheiður Elín
Árnadóttir ferðamálaráðherra á
Alþingi í gær, þegar hún og Árni
Páll Árnason tókust á um fyrir-
hugaðan náttúrupassa.
Ráðherrans bíður mikið verk.
Stór hluti þess fólks sem starfar
í ferðaþjónustunni er á móti
passanum og stjórnarandstaðan
er á móti og það sem meira er, ráðherrann upplýsti á þingi í gær
að náttúrupassafrumvarpið stendur í Framsóknarflokki, eða það
er þar enn til skoðunar. „Það er ánægjulegt að heyra hér að þetta
mál sé fast í þingflokki Framsóknarflokksins. Við skulum vona að
það verði fast þar áfram og að framsóknarmenn standi vörð um
rétt Íslendinga til frjálsrar umgengni um náttúruauðlindir sem
verið hefur í lögum frá því í Grágás. Nú treysti ég á þjóðmenn-
ingararf Framsóknarflokksins,“ sagði Árni Páll Árnason af þessu
tilefni.
Umræðan um náttúrupassann hefur staðið lengi og á þeim tíma
hefur stuðningur við þá leið farið minnkandi, fólk hefur stokkið af
vagninum. Meðal fólks er mikil andstaða og margir Íslendingar
geta ekki hugsað sér að þurfa að borga fyrir að skoða landið.
Engum dylst að ástæða gjaldtökunnar er aukin aðsókn erlendra
ferðamanna til landsins. Af þeim sökum er mikið álag á landið og
því þarf að grípa til kostnaðarsamra aðgerða.
Misjafnt er hvernig hver og einn sér framkvæmdina fyrir sér,
en augljóst er að það þarf að vera eftirlit með hvaða ferðafólk
hefur keypt náttúrupassa, keypt aðgang að náttúru Íslands
og hverjir ekki. „ … hvernig í ósköpunum getur þá ráðherrann
komist að þeirri niðurstöðu að búa til nýja umgjörð lögregluríkis
í kringum íslenskar náttúruperlur með tilheyrandi gaddavír og
opinberu eftirliti?“ spurði Árni Páll á Alþingi.
Ragnheiður Elín sagðist ekki eiga hugmyndina um náttúrupass-
ann. „Þetta er ekki hugmynd sem féll af himnum ofan heldur eru
þetta hugmyndir sem menn hafa verið að ræða hér um alllangt
skeið.“
Orðaskiptin á Alþingi í gær um náttúrupassann eru örugglega
forsmekkurinn að því sem koma skal. Í samfélaginu eru mjög
skiptar skoðanir um náttúrupassann og ekki síst á Alþingi. Fyrir
stjórnarandstöðuna hentar málið einstaklega vel. Það er umdeilt,
trúlega er þorri almennings á móti því og svo virðist sem sann-
færing ráðherra fyrir málinu sé ekki svo mikil. Þrátt fyrir frum-
varp um náttúrupassa er enn spurt hvort aðrar aðferðir hefðu
ekki hentað betur, verið heppilegri.
„Með þessu er verið að leggja upp með það að réttur Íslendinga
og annarra ferðamanna sem hingað koma verði sem ótakmarkað-
astur og verði bundinn þannig að ekki sé verið að setja upp hlið og
girðingar út um allar jarðir,“ sagði ráðherra.
Átökin um náttúrupassann eru rétt að hefjast:
Fólki verði frjálst
að fara í berjamó