Fréttablaðið - 03.12.2014, Side 18
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
JÓRUNN ÁSTA HANNESDÓTTIR
frá Eyrarbakka,
lést miðvikudaginn 26. nóvember. Hún
verður jarðsungin frá Hjallakirkju í Kópavogi
föstudaginn 5. desember kl. 13.00.
Hanna Stefánsdóttir Vilhjálmur Helgason
Einar Andri Vilhjálmsson
Ingunn H. Albertsdóttir Þorsteinn Sigurðsson
Albert Ó. Þorleifsson
Sigríður H. Þorsteinsdóttir
Okkar ástkæra,
ÞÓRUNN ANNA SIGURÐARDÓTTIR
Hjarðarhaga 42,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi 20. nóvember sl. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeir
sem vildu minnast hennar eru vinsamlegast
beðnir að láta krabbameinsdeild Landspítalans njóta þess.
Stefán Þór Ragnarsson
Sigríður Sigurðardóttir Guðmundur Kristjánsson
Ingibjörg Sigurðardóttir Benedikt Þórðarson
Elísabet Karlsdóttir
Anna Andrésdóttir
Elskulegur eiginmaður minn,
bróðir okkar og mágur,
DANÍEL GUNNAR SIGURÐSSON
leigubifreiðastjóri,
Nýbýlavegi 104, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
þriðjudaginn 25. nóvember. Útför hans
fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn
8. desember kl. 15.00.
Elsa Gísladóttir
Sigurrós Sigurðardóttir
Lilja Sigurðardóttir Sigurður Jónsson
aðrir aðstandendur.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR HALLMARSSON
frá Húsavík,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga, sunnudaginn 23. nóvember,
verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju,
laugardaginn 6. desember klukkan 13.00.
Fyrir hönd afkomenda,
Hallmar Sigurðsson Sigríður Sigþórsdóttir
Katrín Sigurðardóttir Stefán Guðmundsson
Aðalbjörg Sigurðardóttir Ragnar Emilsson
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR ÓLI GUÐMUNDSSON
lögfræðingur,
lést á heimili sínu í Herlev, Danmörku,
föstudaginn 14. nóvember sl. Útför fer fram
frá Bústaðakirkju föstudaginn 5. desember
kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hans er bent á styrktarreikning Hjartaverndar.
Guðbjörg Antonsdóttir
Erna Guðmundsdóttir Ingólfur Már Grímsson
Tómas Búi Kemp
Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Óskar H. Bjarnasen
Matthildur Sunna Þorláksdóttir
Gunnhildur Geira Þorláksdóttir
Þórey Rut Jóhannesdóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KJARTAN ÓLAFSSON
fv. deildarstjóri í búvörudeild
Sambandsins,
Ársölum 3, Kópavogi,
áður Hlíðarhvammi 10, Kópavogi,
lést mánudaginn 1. desember
á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin verður auglýst síðar.
Jóhanna Bjarnadóttir
Margrét I. Kjartansdóttir Sigmundur Einarsson
Ólafur Kjartansson Nanna Bergþórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐBJÖRG SIGURPÁLSDÓTTIR
Gvendargeisla 20,
áður Heiðargerði 11,
lést mánudaginn 1. desember á Land-
spítalanum. Jarðsungið verður frá Guðríðar-
kirkju föstudaginn 5. desember kl. 13.00.
Jón G. Sigtryggsson
Rósa Sigtryggsdóttir Karl M. Karlsson
Sigrún Sigtryggsdóttir Emil Karlsson
Vilberg Sigtryggsson
Hreinn Ómar Sigtryggsson Kolbrún Þórisdóttir
Svana Sigtryggsdóttir
Runólfur Sigtryggsson Halldóra Bachmann
Svala Sigtryggsdóttir
börn, barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, elskulegur afi og langafi,
EINAR ÓLAFSSON
fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður,
Smáragötu 9, Vestmannaeyjum,
andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi þann 30. nóvember. Jarðarförin
verður auglýst síðar.
Viktoría Ágústa Ágústsdóttir
Ólafur Ágúst Einarsson Halla Svavarsdóttir
Agnes Einarsdóttir Kári Þorleifsson
Viðar Einarsson Dóra Björk Gunnarsdóttir
Hjalti Einarsson Dagmar Skúladóttir
afa- og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín, systir og mágkona,
EYGLÓ EBBA HREINSDÓTTIR
Hátúni 10, Reykjavík,
andaðist á Vífilsstöðum 26. nóvember.
Útför hennar verður gerð frá Laugarneskirkju
miðvikudaginn 10. desember kl. 13.00.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem önnuðust
hana af virðingu og hlýju í veikindum hennar.
Sigurjón Grétarsson
Hrafnhildur Hreinsdóttir
Ingvar Hreinsson Laufey Jóhannsdóttir
Þorvaldur Hreinsson Oddný Vala Kjartansdóttir
Jóhanna Hrund Hreinsdóttir
Sigríður G. Kærnested
Erna Grétarsdóttir Gunnar Árni Þorkelsson
Ég tek fyrir tvær frásagnir, önnur er í
Landnámu og hin í Gíslasögu Súrsson-
ar,“ segir Ólína Þorvarðardóttir þjóðf-
ræðingur, sem á morgun ræðir um
staðháttalýsingar í fornsögum í fyrir-
lestri í Odda. „Fyrst mun ég ræða sög-
una af því þegar Hrafna-Flóki gekk á
fjall eitt hátt og sá norður yfir fjörðinn
fullan af ísum og gaf landinu nafn eftir
því. Þessi frásögn hefur verið dregin
í efa. Bæði hafa menn nú efast um að
Hrafna-Flóki hafi verið til og eins að
það sé hægt að sjá nokkurn fjörð fullan
af ísum af neinu fjalli á sunnanverðum
Vestfjörðum nema þá Ísafjarðardjúp.
Þessar vangaveltur ákvað ég að leiða
til lykta með vettvangskönnun síðast-
liðið sumar. Hin frásögnin er sagan
af því í Gíslasögu Súrssonar þegar
Vésteinn fer á mis við menn Gísla í
Bjarnardal í Önundarfirði og ríður í
framhaldi af því upp á Gemlufallsheiði
og mælir svo þegar þeir finna hann:
„Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar“ og
finnst of seint að snúa við. Þetta voru
örlagaríkar misfarir en Önfirðingar
hafa löngum sagt að í Önundarfirði
væri hvergi hægt að farast á mis.“
Ólína vopnaðist GPS-tæki, stöng og
bónda sínum sem tók þátt í rannsókn-
inni með henni, eins og hún tekur til
orða. „Við fórum þær leiðir sem sagan
segir að mennirnir hafi riðið til þess
að komast að því hvort hægt sé að far-
ast á mis í Önundarfirði,“ útskýrir hún
en gerist véfréttarleg þegar spurt er
um niðurstöður rannsóknanna. „Þær
verða kynntar í fyrirlestrinum á morg-
un,“ segir hún. „Þá mun ég greina frá
hinum vísindalegu niðurstöðum.“
En hvað með fjöllin og Flóka? „Þar
kemur fleira en eitt til, eins og reyndar
í tilfelli Vésteins,“ segir hún en neit-
ar að segja fleira nema að augljóst sé
að sagnaritararnir þekki býsna vel
til staðhátta á Vestfjörðum. „Ég get
þó staðfest að það er hvorki búið að
afsanna frásögn Landnámu né Gísla-
sögu en hvort mér tekst að sanna þær
kemur í ljós á morgun.“
Fyrirlestur Ólínu hefst á morgun
klukkan 16.30 í stofu 101 í Odda og er
þáttur í fyrirlestraröð Miðaldastofu
Háskóla Íslands um Landnám Íslands.
Vopnaðist GPS-tæki,
stöng og bóndanum
Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur ræðir um staðháttalýsingar í fornsögum í fyrir-
lestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Landnám Íslands á morgun.
ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR „Ég get þó staðfest að það er hvorki búið að afsanna frásögn
Landnámu né Gíslasögu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Að honum loknum mun Gísli Sigurðs-
son, rannsóknarprófessor við Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræð-
um, ræða um munnlegar og skrifaðar
frásagnir og hin flóknu tengsl þeirra
við veruleikann.
fridrikab@frettabladid.is
Þessar vangaveltur
ákvað ég að leiða til lykta
með vettvangskönnun
síðastliðið sumar.