Fréttablaðið - 03.12.2014, Síða 22

Fréttablaðið - 03.12.2014, Síða 22
 | 4 3. desember 2014 | miðvikudagur Toyota á Íslandi innkallar 613 bíla af gerðunum Auris, Corolla, Urban Cruiser og Yaris. Þeir bílar sem eru innkallaðir eru af árgerðinni 2008-2014. Innköllun- in hefur verið tilkynnt til Neyt- endastofu. Ástæða innköllunarinnar er að olíusori úr túrbínu sem á að fara inn á vélina gegnum sogkerf- ið og brenna þar með eldsneyt- inu getur safnast saman í eftir- kæli. Ef þessi uppsafnaði olíusori losnar skyndilega getur það leitt til þess að brunahólf fyllist. Ef brunahólf fyllist stoppar vélin og brotnar sem getur leitt til hættu í akstri. Til að koma í veg fyrir þetta þarf að breyta eftir- kæli í sumum af þessum bílum og uppfæra tölvuforrit í öðrum. Eigendur Toyota-bíla sem framleiddir eru á þessum árum munu á næstunni fá sent bréf vegna þessarar innköllunar. - jhh Galli í Toyota-bílum hér á landi: Hundruð bíla innkölluð Útbúnaður og mælitæki Stjörnu- Odda eru notuð til að hafa eftir- lit með drykkjarvatni í Teheran í Íran. Framleiðsla þessa nýsköpun- arfyrirtækis er mikilvægur liður í að tryggja íbúum Teheran, sem eru um 15 milljónir talsins, hreint drykkjarvatn. Forsvarsmenn fyrir- tækisins eru mjög stoltir af þessari samvinnu og hún gefur fyrirtæk- inu mikla möguleika hvað varðar áframhaldandi vöruþróun. „Þetta er mjög skemmtilegt verk- efni sem felst í því að okkar mæli- tæki eru fengin til að vakta vatns- forða fyrir svona margt fólk. Það búa um 15 milljónir manna á svæð- inu sem er um fi mmtugfaldur fjöldi Íslendinga. Þarna erum við liður í því að sinna ákveðinni grunn- þörf fólks, sem er að hafa aðgang að hreinu vatni, allt frá börnum og unglingum til vinnandi fólks og gam- almenna, af þessu erum við mjög stoltir,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Fyrirtækið hefur verið að þróa mælitæki í rannsóknum á lífríki í sjó, vötnum og á landi og er þetta því kærkomin nýjung í fl óru fyrirtækis- ins. Snorri Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Stjörnu-Odda, segir að megináhersla fyrirtækisins sé í þróun búnaðar fyrir rannsóknar- störf ýmiskonar. „Í raun og veru erum við að hanna og þróa mælitæki fyrir rannsóknariðnað, sem aðallega eru notuð af alþjóðlegum rannsókn- arstofnunum, háskólum og vísinda- mönnum vítt og breitt um heiminn. Tækin okkar eru notuð til að safna gögnum í ferskvatni og sjó og einn- ig höfum við verið að þróa búnað í rannsóknum á lyfjum og hvaða áhrif ný lyf hafa á dýr,“ segir Snorri. „Til að mynda kemur útbúnaður okkar mikið við sögu þegar nýtt bóluefni kemur á markað og var mikið not- aður í tengslum við þróun lyfja við fuglafl ensu þegar hún geisaði.“ Snorri segir það hafa tekið nokk- urn tíma að koma á þessum samn- ingi við Íran. Meðganga samnings- ins hafi tekið um níu mánuði. Ferlið hafi tekið langan tíma vegna mikill- ar pappírsvinnu. „Eins og menn vita þá eru takmarkanir á sölu á afurð- um til Írans. Við förum allar rétt- ar boðleiðir í sölunni, sendum upp- lýsingar í gegnum hið opinbera. Þau höft sem eru á innfl utningi til Írans eru að einhverju leyti með mann- eskjulegt andlit. Þarna erum við að hjálpa til þess að hinn almenni borg- ari fái hreint vatn og við erum afar stoltir af þessu. Vegna þessa þá hafa höftin ekki áhrif á okkur en búa til nokkra pappírsvinnu.“ Að mati Snorra er þessi samn- ingur ákveðin viðurkenning á starfi fyrirtækisins og eykur tiltrú á önnur verkefni. „Þessi samningur snýst um annað en miklar upphæð- ir, upphæð samningsins er hófl eg að því leyti til. Hins vegar mun hann vera til hagsbóta fyrir okkur á þá vegu að hann eykur tiltrú á okkur og viðurkenningu, að hægt sé að nýta okkar búnað með mismunandi hætti. Við vonum að með þessu og kynningu á mælitækjum okkar geti fl eiri bitið á agnið og viljað samstarf við okkur.“ Snorri telur að það umhverfi sem fyrirtæki búi við á Íslandi sé alls ekki til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Fyrirtæki séu seld erlendis og fl utt eða þá að eignar- haldið færist til útlanda með til- heyrandi tekjutapi ef arður verð- ur greiddur af fyrirtækjum. Sú umgjörð sem sé nú við lýði sé mikið áhyggjuefni. „Við erum nýsköpunarfyrirtæki og stór hluti af okkar veltu fer í rannsóknir og þróunarstarf. Það er ekkert launungarmál að við hefð- um það örugglega mun betra ef við værum annars staðar en á Íslandi. Hins vegar erum við allir Íslend- ingar og viljum vera hér. En vissu- lega eru ákveðin áhyggjuefni í loft- inu almennt í íslensku atvinnulífi . Við erum að þróa búnað til að rann- saka lífríki sjávar og því miður eru rannsóknir þar skornar niður í ekki neitt hér á landi. Það gerir okkur erfi tt fyrir í þróun þar sem enginn er í návígi við okkur að nota búnað okkar til að þróa með okkur tækin.“ Vatnsforði íbúa í Teheran vaktaður með hugviti frá íslensku fyrirtæki Fyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur gert samning við Írana um að mælitæki fyrirtækisins sé notað til að vakta vatns- forða íbúa Teheran. Um 15 milljónir búa á svæðinu. Mikil viðurkenning að mati forsvarsmanna fyrirtækisins. VIÐ RANNSÓKNIR Megináherslan í störfum Stjörnu- Odda er í fram- leiðslu búnaðar fyrir rannsóknir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við erum nýsköpunar- fyrirtæki og stór hluti af okkar veltu fer í rannsóknir og þróunarstarf. Það er ekkert launungarmál að við hefðum það örugglega mun betra ef við værum annars staðar. NÝSKÖPUN Sveinn Arnarsson | sveinn@frettabladid.is FRÓÐLEIKSFUNDUR Ferðaþjónustan ER að fara í vaskinn 4. des. | kl. 8:30 | Borgartúni 27 KPMG í samstarfi við SAF stendur fyrir morgunverðar fundi um nýfram- komnar breytinga tillögur á lögum um virðisaukaskatt sem fela í sér grundvallar breyt ingar á virðis auka- skatts umhverfi ferðaþjónustunnar. Skráning á kpmg.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.