Fréttablaðið - 03.12.2014, Qupperneq 54
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 34
„Grettir er ruglaður. Ég hef aldrei
farið með jafn dónalegan texta.
Þetta er bókmenntaarfurinn okkar,
svo er verið að væla yfir því að ég
segi hitt eða þetta,“ segir rapparinn
Erpur Eyvindarson sem aðstoðaði
Bjarka Karlsson, ljóðskáld og mál-
fræðing, við að semja „tilgátuverk“
í kringum Grettisfærslu, gamalt
svæsið handrit sem var líklega rit-
skoðað eftir siðaskiptin. Verkið má
finna í nýrri útgáfu Bjarka, Árleysi
ár og alda, sem inniheldur bók,
hljóðbók og hljómdisk með útsetn-
ingum Hilmars Arnar Hilmarsson-
ar á ljóðunum.
Eitt handrit Grettis sögu endar
á þriggja síðna kvæði sem ein-
hver hefur síðan skrapað yfir og
bætt við lútherskum sálma línum.
Bjarki fékk því Erp til að semja í
eyðurnar. „Nútímatækni hefur gert
okkur kleift að sjá með geislum
hvað stendur þrátt fyrir að búið sé
að skrapa mikið af. Ég fékk í hend-
urnar fullt af texta sem vantaði
hluta í þannig að ég fyllti upp í og
tók allt það bitastæðasta. Út úr því
kemur svæsnasti texti sem ég hef
lesið,“ segir Erpur en vísan fjallar á
ósæmilegan hátt um bólfarir Grett-
is. „Ég hef aldrei talað um að setja
í alla dönsku hirðina, ég hef aldrei
sagst ætla að setja í páfann og ég
hef aldrei verið að djöflast í dýrum.
En þetta er allt í Íslendingasögun-
um, þessum mikla bókmenntaarfi
sem við erum svo stolt af, þannig
að það er alveg ástæðulaust að vera
eitthvað að teprast.“
Erpur segir jafnframt tilgát-
ur fræðimanna um uppruna slíks
kvæðis vera ansi kunnuglegar.
„Nú skilst mér á Bjarka og Hilm-
ari Erni að þetta sé úr heiðnum sið
að láta keflið ganga og yrkja hver
á eftir öðrum. Í upphafi er ákveð-
ið hvað eigi að yrkja um, þá byrjar
sá fyrsti og talar um Gretti sterka,
svo fer keflið hring eftir og hring
og menn byrja kannski að segja
það svæsnasta sem möguleiki er á.
Þetta er svolítið eins og við köllum
„cipher“ í rappheiminum,“ segir
hann en það er hugtak yfir „free-
style“ hjá mörgum röppurum sem
standa kannski í hring og yrkja
af fingrum fram. „Þá reyna menn
stundum að vera grófari og grófari.
Þetta hefur náttúrulega ekkert að
gera með Gretti eins og hann birtist
í Íslendingasögunum. Það er verið
að gera að gamni sínu að gera hann
ógeðslegan.“
Bjarki segir brag og innihald
Grettisfærslu vera keimlíkt rappi
Erps. „Það eru svo rosaleg brag-
fræðileg líkindi með þessari endur-
heimtu miðaldaþulu og því sem
Erpur er að gera. Þá fannst mér trú-
verðugasta endurgerðin á þulunni
vera að fá Erp til að gera þetta.“
thorduringi@frettabladid.is
Nýverið tóku kokkarnir Jónas
Oddur Björnsson og Ómar Stef-
ánsson tímabundið við veitinga-
rekstri Hannesarholts. Jónas og
Ómar leggja sig alla fram við
að nota hráefni sem finnast í
íslenskri náttúru og að nýta allar
afurðir sem best.
„Það er alveg hundrað pró-
sent nýting hjá okkur strákun-
um, við erum alveg á móti mat-
arsóun,“ segir Jónas og nefnir
sem dæmi að hann hafi nýverið
náð sér í greni sem hann notar til
þess að búa til greniolíu. Greni-
olíuna stefni hann meðal annars
á að nota til þess að bragðbæta
ís. Einnig hafa þeir notað greni-
köngla í matreiðsluna. „Ég nota
könglana sem krydd. Þeir gefa
rosalega góðan svona jólakeim.“
Jónas segir að ekki þurfi að
leita langt yfir skammt og mikið
sé af náttúruafurðum sem hægt
sé að nýta. „Það er til dæmis
haugarfi sem fólk lítur ekki við.
En þegar þú ert búin að þrífa arf-
ann og borðar hann er þetta bara
eins og salat. Orðið haugarfi er
bara mjög fráhrindandi og veldur
því að fólk er hrætt við að borða
hann,“ segir hann. „Fólk á að vera
óhrætt og nota hugmyndaflugið,
það er hægt að nýta allt.“ - gló
DRYKKURINN
Það er alveg hundr-
að prósent nýting hjá
okkur strákunum, við
erum alveg á móti
matarsóun.
Nota greniköngla til matargerðar
Kokkarnir Jónas Oddur og Ómar vilja njóta og nýta náttúruna til matargerðar.
NÁTTÚRUUNNENDUR Jónasi og Ómari
er mikið í mun að nýta matarafurðir
sem best. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
„Ég verð að nota klisjuna og segja
að íslenska vatnið sé minn uppá-
haldsdrykkur. Ég passa mig alltaf að
drekka nóg af vatni á hverjum degi,
þá líður mér mun betur, það er líka
bara svo svalandi og gott.“
Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska lands-
liðsins í handbolta.
Ís lensk a ba r n a fat a merk ið
Ígló&Indý ætlar í fyrsta sinn að
senda frá sér lífræna barnafata-
línu, en undirbúningur línunnar
hefur staðið yfir í nokkurn tíma.
„Þessi lína er ókynbundin og kemur
í stærðum frá þriggja mánaða upp
í átta ára,“ segir Guðrún Tinna
Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri
Igló&Indý.
Merkið hefur vakið mjög mikla
athygli erlendis undanfarið og feng-
ið heilmikla umfjöllun á stórum
erlendum bloggum og á samfélags-
miðlum. Tinna segir því að áhuginn
frá Skandinavíu kalli á framleiðslu
á lífrænum fatnaði.
„Skandinavía er mjög upptekin af
lífrænni framleiðslu og hún opnar
margar dyr fyrir okkur þar sem
verslanir vilja geta boðið upp á líf-
rænan fatnað, þá sérstaklega fyrir
nýfæddu börnin,“ bætir Tinna við.
„Þetta snýst líka um stefnu fyrir-
tækisins þar sem við viljum sýna
samfélagslega ábyrgð.“ Línan, sem
kemur í verslanir í janúar, inni-
heldur tíu flíkur og er öll unnin úr
mjúkri lífrænni bómull.
„Bómullin er ekki lituð heldur er
hún bara í grunnlitnum. Allt sem
prentað er á fötin er framleitt undir
lífrænum staðli,“ segir Helga Ólafs-
dóttir, yfirhönnuður Igló&Indý. „Við
völdum svo pandabjörn á línuna
vegna þess að pandan er í útrým-
ingarhættu og þess vegna völdum
við hana,“ bætir Helga við. - asi
Hanna lífræna barnafatalínu
Igló & Indý með nýja lífræna barnafatalínu sem kemur í verslanir í janúar.
SPENNTAR FYRIR NÝJU LÍNUNNI
Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður
Ígló&Indý og Guðrún Tinna Ólafsdóttir
framkvæmdastjóri.
Skáletraðar línur eru viðbót Erps.
... til þess er hann sendur; at hann streði prófasta,
at serða búendur þá gjörir hann þunga
hvers manns konu bæði gamla ok unga,
ok alla bónda sonu, hann er vanur at moga,
núir hann snjóta barúna ok hertoga
hirðmenn stóra, streður greifa alla,
en serður ábóta, bæði riddara ok jalla,
gjörvalla hirðstjóra er sól er í austri
lastar og fastar serður abbadís at klaustri
lóknum hann kastar stórt er hans reður
í allt og alla ok systurnar meður …
Brot úr 15. aldar klámkvæðinu Grettisfærslu
„Svæsnasti texti
sem ég hef lesið“
Bjarki Karlsson skáld og Erpur Eyvindarson rappari hafa leitt saman hesta sína.
BJARKI KARLSSON Segir brag og innihald Grettisfærslu
keimlíkt rappi erps. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ERPUR EYVINDARSON Hefur aldrei sagst ætla að ríða
páfanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
JÓLATILBOÐ
69.900
120X200 CM
JÓLATILBOÐ
111.120
140X200 CM
JÓLATILBOÐ
135.920
160X200 CM