Fréttablaðið - 03.12.2014, Qupperneq 8
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8
SVEITARSTJÓRNARMÁL Skorradals-
hreppur leggur á lægsta útsvarið
á landinu og sækja einstaklingar í
að færa lögheimili sitt í hreppinn
þó þeir búi ekki þar að staðaldri.
Skráðir íbúar eru 58 talsins og að
mati oddvita hreppsins yrði það
akkur fyrir hreppinn ef hægt væri
að flytja lögheimili í frístundahús í
hreppnum.
Útsvarshlutfallið sem Skorradals-
hreppur leggur á íbúa sína er 12,44
prósent. Flest sveitarfélög leggja á
hámarksútsvar sem er 14,52 pró-
sent. Þetta misræmi getur þar af
leiðandi búið til hvata fyrir ein-
staklinga til að færa lögheimili sitt
í sveitarfélagið og fá þar af leiðandi
hærri laun á mánuði. Undir þetta
tekur oddviti Skorradalshrepps,
Árni Hjörleifsson.
Fréttablaðið hefur fyrir því heim-
ildir að hluti þeirra, sem eru með
lögheimili í Skorradalshreppi, sé
ekki með búsetu á svæðinu held-
ur nýti sér lágt útsvar hreppsins.
Fréttablaðið sagði í gær frá gagn-
rýni á frumvarp um að afnema lág-
marksútsvar sveitarfélaga og bent
væri á að það gæti ýtt undir þá
þróun að skattaparadísir verði til á
landinu.
„Hér í Skorradalshreppi eru um
60 skráðir íbúar, það er svo sem
teygjanlegt hvar fólk nákvæmlega
sefur,“ segir Árni Hjörleifsson
„Fólk hefur verið að fá að breyta
sumarbústöðum í heilsársbústað
til að fá að vera með lögheimili í
hreppnum, síðan á það lítið afdrep
í bænum. Þetta er að verða svolít-
ið ríkjandi. Við þurfum hins vegar
að breyta deiliskipulagi til þess
að þetta geti orðið að veruleika.
Útsvarið hjá okkur er það lægsta á
landinu,“ segir Árni.
Þegar Árni er spurður að því hvort
það sé þá akkur fyrir einstaklinga að
færa lögheimili til að njóta þessara
skatta segir hann svo vera. „Ég held
að það hljóti að vigta eitthvað. Maður
heyrir það á höfuðborgarsvæðinu
að það sé betra að búa hér en ann-
ars staðar. Fyrir suma skiptir þetta
litlu máli en fyrir aðra sem eru með
einhverjar tekjur að ráði þá vigtar
þetta, annars er þetta ekki stórt mál
fyrir aðra.“
Um 700 frístundahús eru í hreppn-
um en lögbýlin eru mun færri.
„Sumir bústaðirnir í hreppnum
eru hátt í 200 fermetra hús sem eru
eins og burðugustu hús í borginni.
Einnig er svo lítið mál að skjótast
hingað eftir að Hvalfjarðargöng
voru opnuð. Fólk vill náttúrulega
vera með sína búsetu hér og smá
aðstöðu í bænum. Ég reikna með
að hreppsnefndin muni taka þetta
alvarlega til skoðunar, að breyta
skipulagi hreppsins til að gera fólki
kleift að vera með heilsársbúsetu hér
í hreppnum.“ sveinn@frettabladid.is
Flytja lögheimili og
greiða lægri skatta
Skorradalshreppur leggur á lægsta útsvar á landinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir
því að einstaklingar séu með lögheimili í hreppnum en búi á höfuðborgarsvæðinu og
njóti þannig lægri skatta. Oddviti hreppsins segir muna um þetta ef launin eru há.
FRÁ SKORRADAL Skorradalshreppur leggur á það lágt útsvar að einstaklingar vilja nýta
sér það til að njóta lægri skatta en gengur og gerist annars staðar. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE
Fyrir suma skiptir
þetta litlu máli en fyrir aðra
sem eru með einhverjar
tekjur að ráði þá vigtar
þetta, annars er þetta ekki
stórt mál fyrir aðra.
Árni Hjörleifsson,
oddviti Skorradalshrepps.
SKIPULAGSMÁL Nothæfisstuðull
Reykjavíkurflugvallar án flug-
brautar 06/24, sem oft er kölluð
„neyðarbrautin“, væri 97,0 pró-
sent samkvæmt annarri tveggja
skýrslna sem Verkfræðistofan
EFLA vann fyrir Isavia. Þetta er
hærra hlutfall en áður var talið.
Mikið hefur verið deilt um gildi
neyðarbrautarinnar að undan-
förnu vegna byggingaráforma
Reykjavíkurborgar á Hlíðarenda-
svæðinu, sem gætu haft í för með
sér að loka þyrfti brautinni. Ótt-
ast sumir að öryggi sjúkraflugs til
vallarins yrði skert, væri braut-
inni lokað.
Í nýju skýrslunum, sem Isavia
óskaði eftir í kjölfar athuga-
semda Samgöngustofu við
áhættumat Isavia, kemur hins
vegar fram að nothæfisstuðull
Reykjavíkurflugvallar stenst
áfram alþjóðlegar kröfur án
neyðarbrautarinnar. Nothæfis-
stuðull vallarins er nú 99,4
prósent en Alþjóðaflugmála-
stofnunin (ICAO) miðar við að
nothæfisstuðull flugvalla fari
ekki undir 95 prósent.
Fréttablaðið greindi frá því í síð-
asta mánuði að lendingar á neyðar-
brautinni síðastliðin sjö ár næmu
aðeins 0,62 prósentum allra lend-
inga á Reykjavíkurflugvelli.
Í tilkynningu frá Isavia eru nýju
skýrslurnar sagðar þær umfangs-
mestu sem gerðar hafa verið um
notkun Reykjavíkurflugvallar.
Notuð hafi verið umfangsmeiri
og nákvæmari gögn en í fyrri
skýrslum. - bá
Ný skýrsla sýnir að nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar væri 97% þótt flugbraut 06/24 væri lokað:
Stæðist áfram kröfur án neyðarbrautar
REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Mikið
hefur verið deilt um gildi neyðar-
brautarinnar svokölluðu að undanförnu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNMÁL „Bæjarráð telur engin
rök liggja til þess að íslenska
ríkið kaupi upp jarðir í óljósum
tilgangi,“ segir bæjarráð Fljóts-
dalshéraðs í umsögn þingsálykt-
unartillögu Vinstri grænna um
kaup ríkisins á Grímsstöðum á
Fjöllum.
Eins og kunnugt er hefur kín-
verski auðmaðurinn Huang Nubo
áformað að kaupa eða leigja
Grímsstaði og byggja þar ferða-
mannastað.
- gar
Kaup á Grímsstöðum:
Óljós tilgangur
og engin rök