Fréttablaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 2
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
FÓLK Þyrla flutti hjónin og stór-
stjörnurnar, Beyoncé og Jay Z, úr
Úthlíð í Bláa lónið í gær. Heimild-
armaður Fréttablaðsins sá þyrluna
lenda með hjónin spölkorn frá lón-
inu fimmtán mínútur fyrir fjögur
í gærdag. Þar biðu tvær Range
Rover-bifreiðar, önnur svört og hin
hvít, sem fluttu gestina spottann
sem eftir var í Bláa lónið.
Talið er að tónlistarfólkið hafi
komið hingað til lands á mánu-
dagskvöld með einkaþotu frá
Teterboro-flugvellinum í New
York.
Þaðan héldu þau í lúxus sumar-
hús í Úthlíð í Biskupstungum.
Sumarhúsið er feiknastórt og
sögur herma að ekki ómerkari
menn en Vladimír Pútín, forseti
Rússlands, og Roman Abramovich,
rússneskur auðjöfur og eigandi
enska knattspyrnuliðsins Chelsea,
hafi dvalið þar. Ljósmyndari
Fréttablaðsins náði myndum af
þyrlu sem lent hafði verið við húsið
en komst ekki nær sökum öryggis-
gæslu.
Fram kom á Vísi í gær að til-
efni heimsóknarinnar sé afmæli
rapparans Jay Z en hann verður
hálffimmtugur á morgun. Sam-
kvæmt óstaðfestum heimildum eru
erlendar stórstjörnur úr ýmsum
geirum teknar að streyma til
landsins til að fagna tímamótunum
með hjónunum. Talið er að um sex-
tíu fyrir menni muni mæta í veislu
sem haldin verður; allt frá leikkon-
unni Kate Hudson til söngvarans
Robins Thicke.
Ljósmyndarar landsins hafa
flestir vopnast flössum og aðdrátt-
arlinsum en erlendar fréttasíð-
ur eru tilbúnar að borga milljón-
ir fyrir myndir af parinu hér á
landi. Upphæð fyrir mynd úr fjar-
lægð getur numið rétt rúmri millj-
ón en nái einhver góðum myndum
úr stjörnum prýddri veislunni er
líklegt að þær geti skilað sér í tug-
milljóna tékka.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Beyoncé og Jay Z eru hér á landi
en þau dvöldu hér næturlangt í
janúarmánuði 2008. Þau gistu þá
á Hótel Keflavík.
Ekki er vitað hvenær þau hyggj-
ast hverfa af landi brott.
johannoli@frettabladid.is
Frosti, þetta eru engin smá
lán?
„Nei þetta eru ó-lán“
Hundrað þúsund króna skuld ungs manns
fjórfaldaðist á þremur og hálfum mánuði
vegna vanskila. Frosti Sigurjónsson er
formaður efnahags- og viðskiptanefndar
Alþingis.
SKIPULAGSMÁL Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra
hefur friðlýst samkomusalinn á
skemmtistaðnum Nasa við Austur-
völl. Það þýðir að ekki má hrófla
við upprunalegum innréttingum,
innviðum eða skipulagi á rými sal-
arins eins og hann er í dag.
Í samtali við Stöð 2 segir Sig-
mundur Davíð að friðlýsing Nasa
þurfi ekki að koma í veg
fyrir hótelbyggingu
á svæðinu. Í pistli
sem Sigmundur
birti á heimasíðu
sinni árið 2012
leggur hann til
að horfið verði frá
niðurrifi Nasa og
Hótel Ísland reist
í upprunalegri
mynd við Austur-
stræti 2.
Greint var frá því í vor að for-
sætisráðuneytið hefði á tæpu ári
veitt rúmar 200 milljónir króna
til húsfriðunar og varðveislu
menningarminja án auglýsing-
ar. Hjálmar Sveinsson, formað-
ur umhverfis- og skipulagsráðs
Reykjavíkurborgar, segir að ekki
hafi verið haft samráð við borg-
ina um friðlýsinguna.
Það sé þó ekkert
um það að segja
nema að forsætis-
ráðherra sé mikill
áhugamaður um
verndun gamalla
húsa og það sé af
hinu góða. - þká, bá
Sigmundur Davíð hefur friðlýst samkomusalinn á skemmtistaðnum Nasa:
Útilokar ekki hótelbyggingu
NASA Það olli miklum deilum þegar
skemmtistaðnum Nasa var lokað vegna
hótelbyggingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SVÍÞJÓÐ Stefan Löfven forsætisráðherra ákvað í gær að vísa fjárlaga-
frumvarpi stjórnar sinnar aftur til nefndar, í von um að geta náð mála-
miðlun við einhvern hægri flokkanna um ný fjárlög.
Til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið á þingi í gær, en Svíþjóðar-
demókratar settu stjórnina í uppnám með því að tilkynna að þeir myndu
greiða atkvæði með fjárlagafrumvarpi stjórnarandstöðunnar.
Þar með hefðu Svíþjóðardemókratar, flokkur hægri þjóðernissinna,
fellt stjórnina þar sem Löfven hafði fyrirfram ekki tryggt að meirihluti
væri bak við fjárlagafrumvarpið á þinginu. Svíþjóðardemókratar sögð-
ust ekki geta treyst því að ríkissjóður gæti fjármagnað þá innflytjenda-
stefnu sem fram kemur í frumvarpinu. - gb
Svíþjóðardemókratar í lykilstöðu vegna ágreinings um fjárlög:
Sænska stjórnin nærri fallin
STEFAN LÖFVEN Boða þarf til kosninga í Svíþjóð náist ekki sátt um fjárlagafrum-
varp. Þær yrðu haldnar ekki síðar en 29. mars á næsta ári. NORDICPHOTOS/AFP
SVEITARSTJÓRNARMÁL Nýjasta jóla-
vætturin verður afhjúpuð í Safna-
húsinu á Hverfisgötu klukkan 8.15
á morgun. Tvíburar á öllum aldri
eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Óstaðfestar fregnir herma að þeir
gætu mögulega fengið snemm búna
jólagjöf.
Fjögur ár eru síðan fyrstu jóla-
vættirnar fóru að birtast á hús-
veggjum í miðborginni. Þær verða
þrettán með nýjustu viðbótinni.
Fyrir eru meðal annars Grýla og
Jólakötturinn. Jakob Frímann
Magnússon miðborgarstjóri kynn-
ir nýju vættina til sögunnar. - bá
Tvíburar boðnir velkomnir:
Ný jólavættur
kynnt á morgun ÍSRAEL, BBC Benjamín Netanjahú,
forsætisráðherra Ísraels, hefur
rekið fjármála- og
varnarmálaráð-
herra sína úr emb-
ætti. Einnig ætlar
hann sér að leysa
upp þingið og boða
til kosninga.
Netanjahú segir
að ráðherrarnir hafi ráðist gegn
sér og ríkisstjórninni allri. Deil-
urnar snerust að mestu um efna-
hag landsins. Hann hyggst boða
til kosninga svo umboð hans til að
stjórna landinu verði ótvírætt.
Ríkisstjórnin náði aðeins að
sitja í rétt rúma átján mánuði. - joe
Netanjahú vill klárt umboð:
Þingrof í Ísrael
BENJAMÍN
NETANJAHÚ
Spölkorn á Range
Rover í Bláa lónið
Beyoncé og Jay Z eru stödd hér á landi. Fara um á þyrlu og lúxusjeppar taka við
þar sem þyrlan kemst ekki. Parið slakaði á í Bláa lóninu í gær og á morgun verður
haldið upp á afmæli hans. Ekki er vitað hversu lengi stórstjörnurnar dvelja hér.
DVALARSTAÐUR Hér láta hjónin fara
vel um sig meðan á heimsókn þeirra
stendur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SVEITARSTJÓRNARMÁL Fjárhagsáætl-
un Reykjavíkurborgar fyrir næsta
ár var samþykkt á fundi borgar-
stjórnar seint í gærkvöldi. Þó nokkr-
ar þeirra breytinga sem gerðar voru
á milli umræðna snúa að skóla- og
frístundamálum. Námsgjöld leik-
skóla lækka um rúmlega sex pró-
sent og frístundastyrkur hækkar.
„Framlögð fjárhagsáætlun ein-
kennist af varfærni og ábyrgum
rekstri,“ sagði Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri í ræðu sinni á
fundinum. „Í henni er að finna þær
áherslur sem meirihlutinn kynnti í
byrjun sumars. Gjöld á barnafjöl-
skyldur lækka, rík áhersla verður
lögð á læsi, verk- og listgreinar í
skólum auk uppbyggingaráforma.“
Framlag borgarinnar til hráefnis-
kaupa í leik- og grunnskólum hækk-
ar um 56 milljónir króna frá fyrri
áætlun og framlög til sérkennslu í
leik- og grunnskólum eru aukin um
tæpar 48 milljónir króna. Þá eru
tuttugu milljónir króna lagðar í sér-
stakt átak til að auka þátttöku í frí-
stundastarfi fyrir börn af erlendum
uppruna, ungmenni eldri en sextán
ára sem ekki eru í námi, fatlaða
framhaldsskólanema og börn tekju-
lágra foreldra sem uppfylla ekki
skilyrði um fjárhagsaðstoð.
Að auki var fimm ára áætlun
borgarinnar fyrir árin 2015 til 2019
samþykkt en samkvæmt henni
er fyrirhugað að Félagsbústaðir
Reykjavíkur fjárfesti í fimm hundr-
uð nýjum íbúðum á næstu fimm
árum. Gert er ráð fyrir að fjárfest-
ingin nemi allt að 13,5 milljörðum á
næstu fimm árum. - bá
Gert ráð fyrir lægri leikskólagjöldum og fimm hundruð nýjum félagsíbúðum á næstu fimm árum:
Ný fjárhagsáætlun samþykkt í gærkvöldi
DAGUR B. EGGERTSSON Fyrsta fjár-
hagsáætlun nýs meirihluta borgar-
stjórnar var samþykkt í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPURNING DAGSINS
AAAAAA
RRRRRRR
\\\\\\
W
A
W
A
TB
W
A
TB
W
A
TBTB
•
A
A
S
ÍAASÍ
A
••
14
43
3
43
3
Sími: 4115555 og 5303002
Desembertilboð
á vetrarkortum
Fullkomin jólagjöf fyrir fjölskylduna,
vini og vandamenn!
Vetrarkort í Bláfjöll og Skálafell
eru komin í sölu og fást í Hinu húsinu,
Pósthússtræti 3–5 og Mohawks, Kringlunni.
Pantaðu og fáðu sent í síma 5303002
eða á midar@skidasvaedi.is.
Opið alla virka daga kl. 9–13 og 13:30–17.
A
R
W
A
1
4
PI
PA
PI
PAIP
A
IP
APAPPPPIPIPPPPPIIIPIPIPPPPPPPPPPPP
Vetrarkort í Bláfjöll og Skálafell