Fréttablaðið - 03.12.2014, Side 20
| 2 3. desember 2014 | miðvikudagur
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Dagatal viðskiptalífsins
dagatal viðskiptalífsins
Sk
jó
ða
n
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER
Þjóðskrá - Fasteignamarkaðurinn í
mánuðinum eftir landshlutum
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER
Seðlabanki Íslands - Helstu liðir í
efnahagsreikningi og gjaldeyrisforði
Hagstofan - Landsframleiðslan á 3.
ársfjórðungi 2014
Hagstofan - Gistinætur á hótelum í
október 2014
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER
Þjóðskrá - Fjöldi þinglýstra leigu-
samninga um íbúðarhúsnæði eftir
landshlutum
Hagstofan - Fjármál hins opinbera á
3. ársfjórðungi 2014
MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER
Seðlabanki Íslands - Vaxtaákvörðun-
ardagur
Hagstofan - Efnahagslegar skamm-
tímatölur í desember 2014
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER
Hagstofan - Vísitala launa á 3. árs-
fjórðungi 2014
SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI hefur allt
frá hruni haft her manna í fullu starfi
við rannsókn og saksókn hrunmála og
að auki hafa menn í fullu starfi annars
staðar verið í umfangsmikilli verk-
takavinnu fyrir sérstakan og þegið
milljónir og jafnvel milljónatugi ofan
á dagvinnulaunin sín.
SÉRSTAKA ATHYGLI VEKUR að verk-
takagreiðslur til Jóns H.B. Snorrason-
ar, aðstoðarlögreglustjórans á höfuð-
borgarsvæðinu, hafa numið rúmlega
18 milljónum frá árinu 2010. Sig-
urður Tómas Magnússon lagapró-
fessor við Háskólann í Reykjavík,
fær nokkru hærri greiðslur en
aðstoðarlögreglustjórinn, eða
rífl ega 51 milljón frá árinu
2009. Telst það kannski ekki
fullt starf að vera aðstoðar-
lögreglustjóri á höfuð-
borgarsvæðinu eða lagaprófessor við
Háskólann í Reykjavík? Er svo lítið
að gera í vinnunni að menn geti varið
tugum stunda í mánuði hverjum í
vinnu annars staðar?
RÖK ÓLAFS ÞÓRS HAUKSSONAR, sér-
staks saksóknara, fyrir þessum verk-
kaupum eru þau að viðkomandi lög-
fræðingar búi yfi r dýrmætri reynslu
af undirbúningi umfangsmikilla saka-
mála. Sérstakur saksóknari á væntan-
lega við að hann treysti því að þessir
tveir lögfræðingar hafi lært af mis-
tökum vegna þess að árangur af sak-
sóknarastörfum þeirra fram til þessa
hefur í besta falli verið hófl egur.
JÓN H.B. SNORRASON var yfi rmaður
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra. Á ferli hans þar ber hæst stóra
málverkamálið, sem eyðilagðist vegna
klúðurs af hálfu deildarinnar. Baugs-
málið klúðraðist nær fullkomlega í
höndum efnahagsbrotadeildar Jóns
H.B. og var fl estum ákæruatriðum
vísað frá dómi vegna þess hve óskýr
og illa framsett ákæran var.
SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON tók
við saksókn Baugsmálsins eftir klúðr-
ið og endurákærði. Lítil frægðarför
varð úr þeirri saksókn og niðurstaða
Baugsmálsins fyrir Hæstarétti varð
sú að nær ekkert stóð eftir af upphaf-
legum ákæruefnum og kærandi máls-
ins hlaut dóm til jafns á við upphaf-
legan höfuðsakborning og dómurinn
felldi nær allan málskostnað á ríkið.
ÞETTA ERU SÉRFRÆÐINGARNIR sem
Sérstakur saksóknari greiðir millj-
ónatugi fyrir sérfræðiaðstoð og kann
það að skýra ýmsan málatilbúnað
af hálfu embættisins. Sakamál eru
byggð á kærum sem embættinu berast
en lítt rannsökuð sjálfstætt. Sérstakur
saksóknari virðist hafa tekið að sér
að vera refsivöndur í þágu hins nýja
íslenska fjármálakerfi s gegn einstak-
lingum og lögaðilum, sem stunduðu
viðskipti á Íslandi fyrir hrun en eru
ekki í hópi vildarvina fjármálakerfi s-
ins eftir hrun.
ÞETTA HLÝTUR að teljast alveg sér-
stakt sukk og vandséð að til hags-
bóta sé fyrir endurreisn íslensks
atvinnu- og viðskiptalífs eftir hrun.
En sérstakur er náttúrulega með
reynslubolta í vinnu við þetta á verk-
takagreiðslum.
Sérstakt sukk
Velta kvikmyndaframleiðslufyrir-
tækisins Sagafilm jókst úr 1.077
milljónum króna árið 2012 í 2.485
milljónir króna árið 2013, sam-
kvæmt ársreikningi félagsins.
Þetta er aukning um næstum 150
prósent á milli ára.
Guðný Guðjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segir
að veltuaukningin stafi af því að
verkefni fyrir erlenda framleið-
endur hafi verið mörg á árinu
2013, en verkefnastaðan sé ólík á
milli ára. Þessi gríðarlega veltu-
aukning skilaði þó ekki auknum
hagnaði fyrirtækisins. Hagnað-
urinn var 66 milljónir króna árið
2013 en 96 milljónir árið á undan.
„Þetta er rosalega misjafnt eftir
ári, bara eftir því hvaða verkefni
eru í gangi. En við vorum með
stórt bandarískt verkefni sem
heitir Interstellar og er núna í bíó-
húsunum. Við vorum að þjónusta
það á Íslandi. Svo vorum við með
stórt verkefni sem heitir Dead-
snow sem var fyrir norskt fram-
leiðslufyrirtæki. Það er mynd sem
var sýnd hér á landi fyrr á árinu.
Síðan vorum við með kanadískt
verkefni sem hét Pawn Sacrifice
og fjallaði um Bobby Fischer. Við
vorum líka með rússneskt verk-
efni sem hét Calculator og er að
fara að koma í kvikmyndahús í
Rússlandi núna á næstu mánuð-
um,“ segir Guðný.
Tekjur fyrirtækisins vegna Int-
erstellar námu um 700 milljónum
og tekjur af Deadsnow voru 600
milljónir. „Þannig að veltan sam-
anstendur rosalega mikið af þess-
um erlendu verkefnum,“ segir
Guðný. Hún segir að minna hafi
verið um erlend verkefni í ár, en
íslensku verkefnin hafi verið þeim
mun fleiri.
Guðný bendir á að Ísland hafi
verið mjög vinsælt að undan-
förnu þegar kemur að þjónustu
við erlenda kvikmyndagerðar-
menn. Þetta megi sjá á veltutöl-
um við iðnaðinn í heild. „En það
sorglega í þessu er að á meðan
erlendu verkefnin eru að vaxa
svona mikið er niðurskurður í
Kvikmyndasjóði. Sem þýðir að
það er ekki jafn mikil framleiðsla
á íslensku efni,“ segir hún.
Velta Sagafilm jókst
um tæp 150 prósent
Velta kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Sagafilm fór úr tæpum 1.100
milljónum króna árið 2012 í tæpar 2.500 milljónir árið eftir. Veltu-
aukningin skýrist fyrst og fremst af stórum erlendum verkefnum.
MATTHEW MCCONAUGHEY Leikstjórinn Christopher Nolan ákvað að taka upp myndina Inter-
stellar hér á landi. Sagafilm aðstoðaði við tökurnar.
AFÞREYING
Jón Hákon Halldórsson | jonhakon@frettabladid.is
SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem
lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Keyrðu upp
af köstin
frábærum
vinnufélögum
með
Tölva: 104.990 kr.
Skjár: 32.990 kr.
OPTIPLEX 3020SF#05P2314H
advania.is/vinnufelagar
Hafðu samband í síma 440 9010 eða í tölvupósti á sala@advania.is
*Sérverð, gildir meðan birgðir endast.
Gengi félaga í Kauphöll Íslands
Á UPPLEIÐ
Félög sem hækkuðu
í verði
Á NIÐURLEIÐ
Félög sem lækkuðu
í verði
STÓÐU Í STAÐ
Félög sem stóðu
í stað
MESTA HÆKKUN
ÖSSUR
62,0% frá áramótum
N1
15,5% í síðustu viku
MESTA LÆKKUN
BANK NORDIC
-18,5% frá áramótum
NÝHERJI
-1,7% í síðustu viku
9
4
1
Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland
Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting
Bank Nordic (DKK) 106,0 -18,5% 0,0%
Eimskipafélag Íslands 231,50 -11,6% 2,4%
Fjarskipti (Vodafone) 36,90 35,4% -1,2%
Hagar 42,25 10,0% -1,3%
HB Grandi* 35,80 29,2% 15,3%
Icelandair Group 19,80 8,8% 4,5%
Marel 132,50 -0,4% 1,1%
N1 23,45 24,1% 15,5%
Nýherji 5,65 54,8% -1,7%
Reginn 14,10 -9,3% -1,5%
Sjóvá* 11,97 -11,3% 0,2%
Tryggingamiðstöðin 26,55 -17,2% 2,3%
Vátryggingafélag Íslands 8,89 -17,6% 0,7%
Össur 371,00 62,0% 1,6%
Úrvalsvísitalan OMXI8 1.282,02 1,8% 2,9%
First North Iceland
Century Aluminum 3.500,00 204,3% 0,0%
Hampiðjan 20,70 56,2% -1,4%
Sláturfélag Suðurlands 1,85 51,6% 0,0%
*upphafsverð m.v. útboð í apríl