Fréttablaðið - 03.12.2014, Side 6

Fréttablaðið - 03.12.2014, Side 6
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað hafa margir kílómetrar af framræsluskurðum verið grafnir á Íslandi frá því um miðja síðustu öld? 2. Hvar er Karen Knútsdóttir atvinnu- maður í handbolta? 3. Hvað heitir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands? SVÖR: 1. 32 þúsund km. 2. Í Nice í Frakklandi. 3. Margrét Steinarsdóttir. Jeppadekk Jeppinn stendur ekki undir nafni nema hann sé vel dekkjaður. Ef þú vilt nýta til fullnustu orku, aksturseiginleika og öryggi jeppans, skiptir sköpum að velja dekk við hæfi. Þjónustusími: 561 4200Bílabúð Benna dekkjaþjónusta FERÐAÞJÓNUSTA Ferðaklúbbur- inn 4x4 og Landvernd mótmæla harðlega fyrirhuguðum áformum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að gefa út náttúrupassa í þeim tilgangi að auka tekjur af ferða- þjónustu á Íslandi. Telja bæði Landvernd og Ferðaklúbburinn passann vera aðför að ferðafrelsi á Íslandi. Frumvarpið hefur verið kynnt í ríkisstjórn og mun koma til umfjöllunar Alþingis á vorþingi. Um er að ræða heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndunar og viðhalds og til öryggis ferða- manna. Stjórn Samtaka ferðaþjónust- unnar hefur einnig gagnrýnt þá leið sem er farin í þessum efnum og telur aðrar leiðir heppilegri til að ná sama markmiði. „Frá því lög voru sett í þessu landi hafa einstaklingar getað farið um íslenskt land og mönn- um frjálst að ferðast um landið. Nú er því frelsi, og almannarétti landsmanna, stefnt í voða. Að okkar mati kemur þetta ekki til greina,“ segir Sveinbjörn Hall- dórsson, formaður ferðaklúbbs- ins 4x4. Sveinbjörn telur einnig að þessi hugmynd um náttúrupassa sé illa ígrunduð og muni á end- anum skaða íslenska ferðaþjón- ustu. „Við teljum að þetta muni skaða ferðaþjónustuna á endan- um. Því er enn ósvarað hvernig þessu verður háttað og hvern- ig þetta verður útfært. Til að mynda byggði félagið skála uppi í Setbergi og við munum þurfa að borga náttúrupassa til að fá að fara í skálann okkar.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, telur einnig að hugmyndin um náttúrupassa sé neikvæð fyrir ferðaþjónustu í landinu og minnir á almannarétt landsmanna. „Það eru aðrar færari leiðir í þessum málum. Við erum sammála um að það þurfi að byggja upp fjölsótta ferðamannastaði og til þess þurfi fjármagn. Hins vegar höfum við bent á að gjald á gistinætur sé heppilegri kostur fyrir ferða- þjónustuna í landinu. Það er kerfi sem er nú þegar til og auðvelt að hrinda í framkvæmd. Þessi leið sem er boðuð núna gæti reynst kostnaðarsöm. Við teljum þetta skaða ímynd ferðaþjónustunnar. Ef hugsunin er sú að vera með gæslu og kanna hvort ferðamenn hafi keypt passann getur það haft áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Einnig verður að virða almannarétt íbúa landsins.“ sveinn@frettabladid.is FRÁ REYKJAHLÍÐ Enn verður hægt að rukka inn á lönd í einkaeigu, samhliða lögum um náttúrupassa. FRÉTTABLAÐIÐ/ VÖLUNDUR Frjáls félagasamtök eru á móti náttúrupassaleiðinni Landvernd og 4x4 gagnrýna hugmyndir um náttúrupassa. Telja félögin að lög um frjálsa för ferðamanna um landið eigi að virða. „Að okkar mati kemur þetta ekki til greina,“ segir Sveinbjörn Halldórsson, formaður 4x4. FÉLAGSMÁL Ellen Calmon, formað- ur Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), gagnrýnir tillögu fjárlaganefndar Alþingis um að hækka almannatrygg- ingabætur um þrjú prósent en ekki 3,5 líkt og til stóð. Þriðja umræða um málið fer fram á Alþingi í dag, á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. „Okkur finnst að þessi tillaga hljóti að lýsa viðhorfi ríkisstjórnarinnar til fólks með skerta starfsgetu,“ segir Ellen. „Mér finnst þetta vera svona „prinsippmál,“ að láta sér detta í hug að hækka minna en til stóð.“ Grunnbætur almannatrygginga eru í dag 188 þúsund krónur á mán- uði fyrir skatt. Ellen segir ÖBÍ vilja hækkun sem nemur um 25 þúsund krónum á mánuði hið minnsta en fyr- irhuguð hækkun stjórnvalda á grunn- bótum næmi tæplega sex þúsund krónum á mánuði. „Þetta eru svo fáar krónur á mán- uði,“ segir Ellen. „Þetta breytir ekki lífi fólks. En 3,5 er auðvitað skárra en þrjú prósent en það verður erfitt að hrópa bravó fyrir hækkun sem er bara dropi í hafið.“ - bá Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir tillögu fjárlaganefndar um hækkun almannatryggingabóta: Áætluð hækkun sögð vera „dropi í hafið“ ELLEN CALMON Formaður ÖBÍ segir „kaldhæðnislegt“ að umræður fari fram um málið á degi fatlaðs fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SANDGERÐI Póst- og fjarskipta- stofnun hefur samþykkt beiðni Íslandspósts um heimild til að loka póstþjónustu í Sandgerði frá og með næstu áramótum. Þess í stað mun póstbíll sjá um að þjónusta íbúa bæjarfélagsins. Allar sendingar munu fara frá pósthúsinu í Keflavík og er áætlað að fá fyrirtæki í bænum til að selja frímerki. Svipað fyrirkomulag sé á póstdreifingu á Flúðum, Stokks- eyri, Hellissandi og Flateyri. Íbúar Sandgerðis eru tæplega 1.600 og 14 fyrirtæki eru á staðnum. - joe Póstbíll ekur eftir áramót: Póstþjónustu í Sandgerði hætt PÓSTURINN Póstbíll tekur við af póst- húsinu í Sandgerði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR WASHINGTON Ashton Carter er lík- legur til að taka við af Chuck Hagel sem varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna en Hagel sagði af sér fyrir rúmri viku. Skipunin hefur þó enn ekki verið staðfest. Carter, sem er menntaður í eðlisfræði og miðaldasögu, var næstráð- andi í Pentagon frá október 2011 til síðustu ára- móta. Hann er ötull fræðimaður. Eftir hann liggja 11 bækur og yfir 100 greinar um eðlisfræði, tækni, þjóðar öryggi og stjórnun. - joe Arftaki ráðherra fundinn: Carter tekur við af Hagel ASHTON CARTER Það eru aðrar færari leiðir í þessum málum. Við erum sammála um að það þurfi að byggja upp fjölsótta ferðamannastaði og til þess þurfi fjármagn. Hins vegar höfum við bent á að gjald á gistinætur er heppilegri kostur fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.