Fréttablaðið - 03.12.2014, Síða 33
7 | 3. desember 2014 | miðvikudagur
aðila og rannsóknir og þróunarvinn-
una og verið er að færa samráðið
framar í ferlið en hefur verið.“
Tjónið eykst og eykst
Guðmundur segir að fyrrnefnd-
ur kostnaður þjóðarbúsins vegna
flutningskerfisins eigi eftir að
aukast ár frá ári.
„Kostnaður vegna rekstrartrufl -
ana mun halda áfram að vaxa og
einnig vegna yfi rlestunar, það er að
segja þegar við erum að takmarka
fl utninginn. Einnig hefur þetta í för
með sér að virkjanirnar koma ekki
orkunni til þeirra sem nota hana
og orkan sem tapast í kerfi nu mun
aukast,“ segir Guðmundur. Hann
bætir við að fyrirtæki og heimili
mæti oft raforkuskorti með því að
brenna olíu.
„Sem er stórt umhverfi smál í
sjálfu sér. Tjónið eykst og eykst
ef ekkert verður að gert og það
er ekki bara tjón Landsnets held-
ur einnig fyrirtækja, heimila og
orkuframleiðenda sem verða fyrir
trufl unum.“
Einnig er mikilvægt, að sögn
Guðmundar, að koma á stöðug-
leika í fjármálaumhverfi Lands-
nets. Fyrirtækið er í einokunar-
stöðu og Orkustofnun setur því
tekjuramma og Guðmundur segir
gjaldskrá Landsnets endurspegla
það.
„Það er sett þak á arðsemi okkar.
Þessi mörk hafa ekki enn verið
fest í sessi og við erum því ekki
enn farin að sjá neinn stöðugleika
í þessum ákvörðunum þrátt fyrir
að fyrirtækið sé að verða níu ára
gamalt. Það er mikilvægt fyrir
okkur sem erum að stjórna fyr-
irtækinu að hafa fast land undir
fótum svo að aðgerðir okkar verði
markvissar. Arðsemin þarf að vera
þess eðlis að við séum í stakk búin
til að takast á við þau miklu verk-
efni sem fram undan eru.“
Eins og komið hefur fram tekur
Guðmundur við starfi forstjóra
Landsnets um næstu áramót af
Þórði Guðmundssyni. Guðmund-
ur hefur starfað hjá fyrirtækinu
frá stofnun þess árið 2005 og vísar
aðspurður í það að nýjum stjórn-
endum fylgi alltaf einhverjar
breytingar.
„Ég er búinn að vera lengi í þess-
um bransa og gjörþekki hann. Ég
er að taka við góðu búi, reksturinn
hefur verið góður og hér er mikið
af hæfu starfsfólki. Ég vonast til
þess að með nýjum tækjum, tólum
og reglum og áherslum náum við
að halda áfram og byggja kerf-
ið upp til framtíðar og tryggja
þá þennan mikilvæga hlekk því
fl utningskerfi ð er miðjan í þessari
orkukeðju okkar. Hér á Íslandi er
algjörlega einstakt tækifæri í að
byggja upp raforkukerfi sem er
algjörlega endurnýjanlegt en þá
þarf að efl a fl utningskerfi ð svo að
keðjan gangi vel smurð.“
Það er ekki
búið að taka
neinar ákvarðanir
í raun og veru um
hvaða framkvæmdir
verður ráðist í. Áður
en það verður gert
þarf að vega og
meta valkostina og
ná víðtækri sátt.
Landsnet hefur samið við
þýska fyrirtækið Nexans um
kaup á níu kílómetra löngum
jarðstreng sem á að tengja fyrir-
hugað kísilver United Silicon í
Helguvík við raforkuflutnings-
kerfið. Strengurinn verður
lagður úr Fitjum við Njarðvík
út í Helguvík en samkomulag
Landsnets og Nexans hljóðar
upp á tæplega 1,3 milljónir
evra, jafnvirði um 200 milljóna
króna.
„Nú er unnið af kappi að
undirbúa nýtt tengivirki í Helgu-
vík sem rís við hlið kísilversins,“
segir Guðmundur en hann mun
undirrita samninginn í dag.
SAMIÐ UM JARÐSTRENG FYRIR KÍSILVER UNITED SILICON Í HELGUVÍK
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/PJETU
R
VIÐ STÖRF Guðmundur Ingi tekur við starfi forstjóra Landsnets um næstu áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Í HELGUVÍK Strengurinn getur
flutt um 160 megavött og
verður lagður næsta sumar.
SUBARU OUTBACK
FJÓRHJÓLADRIFINN – SJÁLFSKIPTUR
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
6
11
8
SUBARU ER EINN ÖRUGGASTI BÍLL SEM ÞÚ GETUR KEYPT
6,3 l / 100 km
í blönduðum akstri
Ný LINEARTRONIC stiglaus sjálfskipting með
þrepastillingum í stýri og leðurklædd rafdrifin sæti.
Subaru Outback 2.0l BOXER dísil, sjálfskiptur
Verð: 6.890.000 kr.
Rekstraröryggi og gott endursöluverð er það sem allir þekkja og kemur fyrst upp í
hugann. Lágur þyngdarpunktur, þverliggjandi BOXER vél og sítengt fjórhjóladrif með
tölvustýrðri stöðugleikastýringu er lykillinn að akstursöryggi. Allir Subaru eru með 5
stjörnur í árekstrarprófunum EuroNCAP.
GERÐU ÖRUGG BÍLAKAUP – KAUPTU SUBARU!NÝR LÁNAMÖGULEIKI
ÚTBORGUN / 689.000 KR.10%