Fréttablaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 48
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 28
BAKÞANKAR
Ragnheiðar
Tryggvadóttur
Tilkynnt verður í beinni útsend-
ingu á morgun hver titill nýju
James Bond-myndarinnar verður
og hvaða leikarar fara með helstu
hlutverkin. Athöfnin fer fram í
Pinewood-kvikmyndaverinu og
verður hægt að fylgjast með henni
á 007.com þar sem allar stjörnurn-
ar verða á staðnum.
Tökur á myndinni hefjast næst-
komandi mánudag og verða þær
líkast til í Obertilliach í Austur-
ríki, Róm og Marokkó. Talið er að
Lea Seydoux verði nýjasta Bond-
stúlkan og að hinn
tvöfaldi Óskars-
verðlaunahafi
Christoph Waltz
leiki aðal illmenn-
ið.
Tilkynnt um
Bond í dag
DANIEL
CRAIG Craig
mun áfram
leika njósn-
ara hennar
hátignar,
007.
Breska tískuelítan skemmti sér
British Fashion Awards voru haldin í London Coliseum á mánudag. Gestalistinn var þétt skipaður helstu
tískumógúlum Breta ásamt fl eiri góðum gestum. Stærstu sigurvegarar kvöldsins voru Victoria Beckham
fyrir merki ársins, Emma Watson fékk Style Award og Cara Delevingne var valin fyrirsæta ársins. Yfi rhönn-
uðurinn Nicholas Ghesquière tók við verðlaunum sem Louis Vuitton fékk sem besta alþjóðlega merkið.
Hönnuðurinn John Galliano kom fram í fyrsta sinn síðan tilkynnt var að hann tæki við Margiela-tískuhús-
inu, þegar hann afh enti Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, heiðursverðlaun fyrir starf hennar í þágu tískunnar.
BESTA BRESKA MERKIÐ Victoria
Beckham ásamt eiginmanni sínum,
David Beckham, en hún tók við verðlau-
num fyrir besta breska tískumerkið.
NORDICPHOTOS/GETTY
FYRIRSÆTA ÁRSINS Poppy Delev-
ingne, Cara Delevingne sem var valin
fyrirsæta ársins, Joan Smalls og Karlie
Kloss stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.
HE FOR SHE Emma Watson hlaut
the British Style Award ásamt Harry
Styles, sem fékk verðlaunin í fyrra. Hún
klæddist hvítum samfestingi frá Misha
Nonoo og hann var í fötum frá Lanvin.
TÖFFARI Söngkonan Ellie
Goulding í kjól frá Roland
Mouret.
SÝNDI LEGGINA Rihanna
sýndi leggina í stórum jakka
frá Stellu McCartney.
BESTA ALÞJÓÐLEGA MERKIÐ
Nicholas Ghesquiére, yfirhönnuður
Louis Vuitton.
FLOTT Í BLEIKU Leikkonan Anna
Kendrick í kjól frá Victoria Beckham
og skóm frá Christian Louboutin.
STÍGUR EKKI FEILSPOR Anna Wintour,
með dótturinni Bee Shaffer, en Anna fékk
heiðursverðlaun fyrir starf sitt hjá Vogue.
Stefnan var sett á fyrsta sunnudag í aðventu. Þá skyldu seríurnar upp í
alla glugga og svalahandriðið vafið blikk-
andi jólaljósum, aðventukransinn stæði
tilbúinn á borði, svo myndum við tendra
spádómskertið í andakt, niðurtalningar-
kertið yrði líka klárt í stjaka, súkkulaði-
dagatölin á náttborðum barnanna, pipar-
kökudeigið í kælinum og heimagerður
skrautglassúr í fjórum litum í hand-
hægum sprautubrúsum þar við hliðina,
ekki keyptur í búð. Búið yrði að kaupa
mandarínukassa og malt og appelsín til
að grípa til meðan væri verið að klippa
út snjókorn úr pappír, við ætluðum að
föndra jólaskrautið í ár, súkkulaði og
marsípan, ef einhvern skyldi langa til að
búa til konfekt. Smjör, egg og lyftiduft
í kassavís svo hægt yrði að henda
í sort hvenær sem er og greni-
krans með rauðri slaufu héngi á
útidyrahurðinni. Aðventan er svo
notaleg, ekkert nema kósíheit og
kruðerí, dund og dútl.
ÞEGAR vefja átti blikkljósunum
um svalahandriðið skall reynd-
ar á óveður, svo hressilegt að við
ferjuðum grillið og garðhúsgögnin inn í
stofu. Hef ekki farið enn út í slagveðrið
með seríuna. Konfektgerðarsúkkulaðið
virðist klárast jafnóðum, enda er ég ekki
búin að kaupa marsípanið. Ég gleymdi
líka að kaupa grenið í hurðarkransinn og
aðventukransinn var ekki tilbúinn í tæka
tíð, spurning hvort við náum honum fyrir
Betlehemskertið. Piparkökubakstrinum
var bjargað með tilbúnu deigi og for-
blönduðum glassúr, úr búð. Ég á oft egg
og smjör og stundum lyftiduft og kakó en
aldrei allt fernt á sama tíma. Enn hefur
ekki gefist tími til að klippa út snjókornin
og þegar ég hugsa um það er líklega ekki
til pappír. Ég finn ekki kertastjaka sem
niðurtalningarkertið passar í. Við erum
þegar komin þrjá daga í skuld.
SAMT er ekki öll nótt úti enn, bara þriðji
desember í dag. Enn er tuttugu og einn
dagur til stefnu, tuttugu og einn dagur
í kósíheit, dund og dútl. Ég þarf bara að
muna eftir greninu og aðventukransinum,
var ég annars búin að kaupa kertin? Muna
eftir pappír, smjöri og eggjum og ekki
seinna en í kvöld verð ég að finna kerta-
stjaka sem passar.
Dund og dútl á aðventu
5:30, 7, 10(P)
5
5:30, 8, 10:20
8, 10:30
MOCKINGJAY KL. 6 - 9 - 10.30
DUMB AND DUMBER KL 5.30 - 8 - 10.30
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 5.15
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 5.30
ST. VINCENT KL. 8
NIGHTCRAWLER KL. 8
GRAFIR OG BEIN KL. 10.30
MOCKINGJAY KL. 5 - 8 - 10.45
MOCKINGJAY LÚXUX KL. 5 - 8 - 10.45
EXCODUS 3D FORSÝNING KL. 8.30
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.15 - 5.30
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 3D KL. 3.15 - 5.30
MÖRGÆSIR ENSKT TAL 3D KL. 8
DUMB AND DUMBER KL.3.30 - 6 - 8 - 10.30
GONE GIRL KL.10.15
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
EMPIRENEW YORK POST
TIME OUT LONDON VARIETY
LOS ANGELES TIMES
siSAM
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is