Fréttablaðið - 03.12.2014, Side 17

Fréttablaðið - 03.12.2014, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 3. desember 2014 | SKOÐUN | 17 Það fer væntanlega fram hjá fáum að nú ríkir kreppa í heilbrigðis- málum þjóðarinnar. Læknaskortur er orð- inn alvarlegur á bæði sjúkrahúsum og heilsu- gæslu. Þá er húsakost- ur, ýmis tækjakostur og aðstaða miðstöðv- ar lækninga á landinu, Landspítalans, löngu úr sér gengin. Læknar hafa dregist aftur úr launaþróun háskólamenntaðra á Íslandi undanfarinn áratug. Sértaklega ber að nefna þar kjör almennra lækna sem eru um 100 þúsund krónum lægri en þeirra háskólastétta sem best fá launin eftir útskrift. Samt eru læknakandídatar með lengsta háskólanámið og mestu ábyrgð- ina í starfi. Þetta hefur verið svartur blettur á íslensku launakerfi um langan aldur og er ein stærsta ástæða þess að unglæknar flytj- ast af landi brott eins fljótt og þeir geta eftir útskrift. Ástandið er ekki boðlegt. Þeir fá hærri laun t.d. í Danmörku en sér- fræðingar eftir 13 ára starf fá hérlendis. Í Noregi er þeim boðið að auki að fá námslán- in sín niðurgreidd. Fjölskylda og vinatengsl toga unglækna heim en stór skuldastaða eftir 6-8 ára nám, engar eignir og annars flokks vinnuaðstaða eru ófrýnilegir valkostir miðað við það sem býðst í nágrannaríkj- unum. Kjaramismunurinn er einfaldlega allt of mikill á öllum stigum læknis- fræðinnar til að fara heim. Eftir þau 10-14 ár sem það svo tekur að greiða niður námslánin og eignast eitthvað sem bjóðandi er fjölskyldunni eru ræturnar orðnar það sterkar erlendis að Ísland telst ekki lengur „heima“. Þannig höfum við nú þegar misst af 1-2 kynslóðum lækna sem við sjáum ekki aftur. Alþjóða- væðingin hefur gjörbreytt sam- keppnisstöðu heilbrigðiskerf- isins. Vinnuafl flæðir þangað sem kjörin eru best og vinnu er að fá. Ísland þarf að vera sam- keppnisfært. Fjársveltistefna víki Nú er að duga eða drepast. Sú fjársveltistefna sem ein- kennt hefur heilbrigðispólitík íslenskra stjórnmálamanna undanfarna tvo áratugi þarf að víkja. Góðærið kom aldrei í heilbrigðiskerfið og því varð engin uppbygging þar líkt og í svo mörgu öðru í þjóðfélaginu sem á enn stoðir í húsnæði og framþróun þrátt fyrir hrunið. Í miðju góðærinu var Landspítal- inn skuldum vafinn vegna van- skila við birgja. Fjárhagsleg óráðsía og pólitísk vanræksla einkenndi málaflokkinn og við súpum áfram seyðið af því. Læknafélagið hefur beðið ríkisstjórnina um kauphækk- un til handa læknum sem eitt- hvað munar um. Eitthvað sem sýnir hið minnsta að Ísland hafi áhuga á því að reyna að snúa við þróun landflótta íslensku læknastéttarinnar. Þegar ríkis- stjórnin svarar því ítrekað með 3% tilboðum er hún einfaldlega að sýna læknum og heilbrigðis- kerfi þjóðarinnar fingurinn. Það er í takt við gamalkunnuga vanrækslu. Það eru skilaboð um að hér verði áfram B-gæði og raunverulegur áhugi fyrir fram- förum sé ekki til staðar. Verði læknar þess ekki áskynja með viðbrögðum og samningstil- boðum ríkistjórnarinnar að það eigi að taka fyrstu skrefin í átt til uppbyggingar verður stéttin fyrir ákveðnu áfalli. Læknar munu í auknum mæli hverfa á braut utan eða hverfa frá erfiðri og álagsmikilli spítalavinnu í áhættuminni störf. Þjónustan á landsbyggðinni gæti hrunið. Fyrr en varir verðum við í C-flokki. Launadeila lækna – samnings- tilboðin tala sínu máli Einelti eða samskipta- mynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokun- ar á gjarnan rætur sínar að rekja allt niður í leik- skóla og birtist í setning- um eins og „ég vil ekki leiða þig“ eða „þú mátt ekki vera með í leikn- um“. Fái einelti að þrífast hefur það ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir þá sem fyrir verða. Einelti þrífst gjarnan í umhverfi þar sem skortur er á samkennd, umhyggju, umburðarlyndi og vel- líðan. Því er mikilvægt að fyrirbyggja einelti og skapa umhverfi, þar sem ekki er jarðvegur fyrir einelti. Á þessu byggir Vináttu-verkefni Barna- heilla – Save the Children á Íslandi, sem er forvarn- arverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og byggir á nýjustu rannsóknum á einelti. Verkefnið er danskt að uppruna og heitir Fri for mobberi á dönsku. Í Vináttu er unnið að því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð við- horf til allra í hópnum og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileik- ans, á umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki til að setja mörk og bregðast við órétti. Leikskólarnir fá verkefna- tösku þar sem finna má efni handa börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans, auk leið- beininga þar sem jafnframt eru hugmyndir að frekari verkefn- um. Hverri tösku fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vinátt- unnar í verkefninu. Blær minnir börnin á að gæta hvert annars vel og að vera góður félagi. Blær hjálpar til við ýmis verkefni og faðmar, gleður og huggar börnin. Með Blæ eru hjálparbangsar fyrir hvert barn leikskól- ans. Árangur mjög góður Samkvæmt niðurstöðum rannsókna í Danmörku er mikil ánægja með efnið hjá starfsfólki og foreldrum og árangur af notkun verkefnisins mjög góður. Efnið hafi góð áhrif á börnin, þau öðlist meiri hæfni til að mynda tengsl og til að eiga samskipti við önnur börn og fullorðna, þau verði hjálpsamari og umhyggjusamari. Börn úr leikskólum sem unnið hafa með verkefnið fá umsögn um hlýju, samkennd og góða framkomu. Foreldrar barnanna úr leik- skólunum þrýsta gjarnan á grunnskólann sem börnin fara í til að taka upp verkefnið þar. Barnaheill – Save the Childr en á Íslandi hafa nú gefið út efnið og hófst tilraunavinna með verk- efnið í samstarfi við sex leik- skóla í nú í haust. Vonandi mun öllum leikskólum á Íslandi verða boðin Vináttutaska innan tíðar með hjálp fjáröflunarverkefnis Barnaheilla, Jólapeysunnar. Söfnunarfé Jólapeysunnar 2014 rennur til Vináttu-verkefn- isins og stuðlar þannig að því að sem flest leikskólabörn á Íslandi fái tækifæri til að kynnast Blæ og hjálparböngsunum og þar með vinna með Vináttu og koma í veg fyrir einelti. Vinátta er forvörn gegn einelti Á valdastóli í Kópavogi sitja tveir flokkar, Sjálf- stæðisflokkurinn sem hefur langa reynslu af því að vera í meirihluta og Björt framtíð sem er ný á þessum vettvangi. Búast mætti við að í meirihluta með nýjum aðila myndu birtast nýjungar og mál á dagskrá bæjarstjórn- ar sem hið nýja afl vildi halda á lofti. Sömuleiðis mætti gera ráð fyrir að nýliðarn- ir í röðum Sjálfstæðisflokksins myndu vilja koma málum á dag- skrá bæjarstjórnar. Í heild mætti því búast við að meirihlutinn myndi leggja línurnar með virk- um málflutningi á vettvangi bæj- arstjórnar, þar geta íbúar fylgst með og þar er opin umræða sem mikið er kallað eftir í stjórnmál- um í dag. Á fundi bæjarstjórnar Kópa- vogs nú nýlega vakti ég athygli á verkleysi meirihlutans, en það voru eingöngu fundargerðir sem lágu fyrir fundinum, sem þýðir að það voru engar tillögur eða mál önnur en þau sem voru til umfjöllunar í nefndum. Það eru liðnir 154 dagar frá því að fyrsti bæjarstjórnarfundurinn var haldinn, 154 dagar frá því Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur tóku við. Oft er talað um að meta árang- ur nýrra valdhafa, stefnu, kjark og dug eftir 100 daga á valdastóli. En Björt framtíð og Sjálf- stæðisflokkur hafa setið í 154 daga. Á þessum tíma hefur meirihlutinn ekki komið fram með eitt einasta mál á dagskrá bæjarstjórnar fyrir utan mál- efnasamning og breytta bæjar- málasamþykkt á fyrstu tveim fundunum og svo lögbundna fjár- hagsáætlun. Ekkert mál frá flokkunum sem stjórna Kópavogi, ekkert frum- kvæði, engar nýjar hugmyndir. Dagskrármálin sem komið hafa inn eru skipulag höfuðborgar- svæðisins frá SSH, Vatnsvernd frá stýrihópi og tillaga frá Sam- fylkingunni um skólamál. Er meirihlutinn ekki með eitt einasta mál sem er þess virði að leggja fram í bæjarstjórn sem dagskrármál og ræða þar á opnum vettvangi þar sem bæj- arbúar geta fylgst með? Mér, sem nýjum bæjarfulltrúa, finnst þetta einkennilegt verklag hjá fulltrúum Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Verklaus bæjarstjórn STJÓRNMÁL Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi ➜ Á þessum tíma hefur meirihlutinn ekki komið fram með eitt einasta mál á dagskrá bæjar- stjórnar fyrir utan málefnasamning og breytta bæjarmála- samþykkt … ➜ Í Vináttu er unnið að því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skóla- brag, eiga góð sam- skipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum … ➜ Þegar ríkisstjórnin svarar því ítrekað með 3% tilboðum er hún einfaldlega að sýna læknum og heilbrigðiskerfi þjóðarinnar fi ngurinn. Það er í takt við gamalkunnuga vanrækslu. Það eru skila- boð um að hér verði áfram B-gæði og raunverulegur áhugi fyrir framförum sé ekki til staðar. HEILBRIGÐIS- MÁL Svanur Sigurbjörnsson læknir SAMFÉLAG Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla– Save the Children á Íslandi Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri Vináttu-verkefnisins hjá Barnaheillum– Save the Children á Íslandi Dagskrá: Árangur og framtíð framhaldsfræðslu Ársfundur FA Fimmtudaginn 4. desember 2014, Icelandair Reykjavík Hótel Natura 13:15 Skráning og kaffi 13:30 Ávarp Halldór Grönvold, formaður stjórnar FA 13:40 „Learning in school and/or learning at work – what are the impacts on skills?“ Erik Mellander, aðstoðarframkvæmdastjóri IFAU (The Institute for Evaluation of Labour Market and Education Policy) 14:30 Breytt staða á vinnumarkaði Reynslusögur námsmanna 14:45 Fyrirmyndir í námi fullorðinna Verðlaunahafar tilkynntir og afhending verðlauna 15:00 Hlé – Kaffi 15:20 Kynningar á vefjum: NÆSTA SKREF, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, HÍ, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, FA, EPALE, Margrét Sverrisdóttir, Rannís og FRÆ, Friðrik Hjörleifsson, FA 15:50 Pallborðsumræður: Hvað höfum við lært til að efla framhaldsfræðsluna? Hver eru næstu skref? Geirlaug Jóhannsdóttir Háskólinn á Bifröst, Guðrún Sighvatsdóttir, FISK Seafood, Halldór Grönvold, ASÍ, Karl Sigurðsson, Vinnumálastofnun, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Reykjavíkurborg, Erla Björg Guðmundsdóttir, SÍMEY stýrir umræðum 16:30 Slit Fundarstjóri Sólveig B. Gunnarsdóttir, varaformaður stjórnar FA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.