Fréttablaðið - 03.12.2014, Síða 24

Fréttablaðið - 03.12.2014, Síða 24
 | 6 3. desember 2014 | miðvikudagur Við höfum ekki getað farið í nauð- synlegar framkvæmdir vegna þess að það eru deilur um öll stærri verk- efni okkar sem eiga að efl a fl utn- ingskerfi ð hér á landi. Þessi verk- efni hafa því tafi st og það má áætla að kostnaður þjóðarbúsins vegna þess muni nema að meðaltali um sex milljörðum króna á ári næstu árin ef ekkert verður að gert,“ segir Guð- mundur Ingi Ásmundsson, aðstoðar- forstjóri Landsnets. Fyrirtækið undirbýr nú fi mm stór verkefni sem eiga að bæta fl utnings- kerfi raforku og tryggja að íbúar og fyrirtæki á landsbyggðinni geti búið við sömu kjör og suðvesturhornið þar sem kerfi ð er sterkara. Eitt verkefnanna snýr að áform- um Landsnets og Vegagerðarinn- ar um að hefja umhverfismat á háspennulínu um Sprengisand og framkvæmdum við nýjan Sprengi- sandsveg. Verkefnið hefur verið harðlega gagnrýnt að undanförnu en fyrirtækinu bárust samtals 33 athugasemdir, þar sem áform- in eru ýmist gagnrýnd eða studd, um drög að tillögu að matsáætlun vegna lagningar háspennulínunnar og vegarins. Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd hafa, ásamt öðrum, krafi st þess að fyrirtækin falli frá áformunum og sagt þau fela í sér óafturkræf áhrif sem eigi eftir að kljúfa hálendið í tvennt. Þyrfti að tvöfalda byggðalínuna „Sprengisandslínan hefur þann kost að hún er stysta leiðin milli Norður- og Suðurlands og langhagkvæmasti kosturinn því þetta er einungis 220 kílómetra leið. Það er ýmislegt sem bendir til þess, ef maður horfi r til varanlegra umhverfi sáhrifa, að hún sé álitlegur kostur út frá umhverf- ismælikvörðum. Umræðan um hálendið er þó svolítið sérstök og meira tilfi nningaleg og ímyndarlegs eðlis og að einhverju leyti byggð á hagsmunum þeirra sem vilja vera þarna og njóta náttúrunnar og öll þessi sjónarmið eru skiljanleg,“ segir Guðmundur. Landsnet vill fara í framkvæmd- ir við Sprengisandslínuna vegna þess að byggðalínan, sem var tekin í notkun árið 1984, ber ekki leng- ur alla þá raforku sem fl ytja þarf á milli landshluta. Fari svo að línan um Sprengisand, sem á að kosta um 12 milljarða króna, verði ekki að veruleika, og þær tengingar við þá línu sem þyrfti að fara í á Norður- og Austurlandi, þá þyrfti að sögn Guðmundar að tvöfalda byggðalín- una. „Þetta eru valkostir sem við erum að undirbúa og gera umhverfi smat á ákveðnum þáttum til þess að menn geti rætt þetta á yfi rvegaðri hátt en nú er. Það er ekki búið að taka nein- ar ákvarðanir í raun og veru um hvaða framkvæmdir verður ráðist í. Áður en það verður gert þarf að vega og meta valkostina og ná víð- tækri sátt.“ Hin fjögur verkefnin sem einn- ig er deilt um tengjast áformum Landsnets um nýja háspennulínu frá Hafnarfirði og út á Reykja- nes, svokallaða Suðurnesjalínu 2, og einnig Blöndulínu 3, Kröfl u línu 3 og háspennulínu sem á að ná frá Kröfl u til Akureyrar. Framkvæmd- ir við Suðurnesjalínuna hafa tafi st og þá meðal annars vegna þess að ekki hefur fengist leyfi fyrir fram- kvæmdinni hjá öllum þeim sveitar- félögum sem línan á að liggja um. „Við vonumst eftir því að geta farið fl jótlega að vinna á Suðurnesjunum en hin málin eru komin styttra og ég á ekki von á að það komi veru- legur skriður á þau fyrr en raforku- lögin og þingsályktunartillagan um stefnu stjórnvalda um lagningu raf- lína fara í gegn.“ Helmingur raflína í jörðu 2020 Frumvarp um breytingar á raforku- lögum, sem Guðmundur nefnir, var ásamt þingsályktunartillögunni lagt fram á Alþingi í haust af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Í frumvarpinu er kveðið á um hvernig standa eigi að gerð kerfisáætlunar um uppbygg- ingu flutningskerfisins. Samkvæmt tillögunni verður stefnt að því að samanlagt heildarhlutfall jarð- strengja í landshluta- og meginflutn- ingskerfinu verði orðið að minnsta kosti helmingur af lengd allra raf- lína árið 2020. Hlutfallið á að vera komið upp í 80 prósent árið 2035. Guðmundur fór í gær á fund atvinnuveganefndar Alþingis til að gera grein fyrir athugasemdum Landsnets varðandi frumvarpið og þingsályktunartillöguna. „Frumvarpið er niðurstaða úr málamiðlun á milli okkar og sjón- armiða sveitarfélaga og við styðjum það óbreytt. Grunnurinn á bak við þessi lög er að menn ætla í upphafi að vanda mjög vel til verka, þetta er þung og mikil áætlanagerð, og felur í sér mun vandaðri vinnubrögð en áður og samráð við alla hagsmuna- aðila á fyrstu stigum málsins. Að okkar mati er mjög mikilvægt að öll þessi vinna fái einhverja niður- stöðu áður en lengra er haldið og við munum leggja áherslu á það,“ segir Guðmundur. Hann segist einnig vera ánægð- ur með þingsályktunartillöguna og að hún innihaldi margar jákvæðar breytingar. Hann bendir á hversu stórt skref það sé að setja 80 pró- sent af öllum raflínum í jörðu en telur markmiðið raunhæft. „Það byggist á því að það er verið að horfa á raforkukerfi ð í heild og það er gríðarleg þróun í rafl ínum, bæði í dreifi - og fl utningskerfi nu, og það er jafnvel orðið hagkvæm- ara að setja línurnar í jörðu. Að öðru leyti höfum við ekki skoðun á því hversu langt menn eigi að ganga í því að veita aukið fjármagn í jarð- strengi því á hæstu spennu er það mun dýrara en á lægstu. Við höfum ekki skoðun á því hversu langt skal ganga, það er Alþingis að ákveða,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „En nái þessi mál í gegn verður það að okkar mati farsæll endir þar sem sátt ríkir um að gefi ð verði eftir í sambandi við umhverfi ð og að menn sætti sig þá við hærra fl utn- ingsverð.“ Lögin og þingsályktunartillagan hafa verið gagnrýnd fyrir að ganga ekki nógu langt í að tryggja innleið- ingu jarðstrengja og að skerða þau skipulagsvöld sem sveitarfélög hafa þegar kemur að lagningu rafl ína. „Að okkar mati er það ekki rétt. Þarna er verið að auka mjög samráð við sveitarfélögin og alla hagsmuna- Landsnet áætlar að tafirnar geti kostað um sex milljarða á ári Aðstoðarforstjóri Landsnets segir deilt um öll stærri verkefni fyrirtækisins. Af þeim sökum gangi illa að efla flutn- ingskerfi raforku hér á landi. Undirritar í dag 200 milljóna samning um kaup á raflínum fyrir kísilver United Silicon. STJÓRNSTÖÐ LANDSNETS Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segist vona að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 geti hafist á næstu mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ORKUMÁL Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is RAFLÍNUR Það tæki um þrjú ár að reisa háspennulínuna um Sprengisand. Reisa þyrfti vinnubúðir á hálendinu og verkið í heild myndi kostað um 12 milljarða króna. FRÉTTBLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.