Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2014, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 03.12.2014, Qupperneq 46
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 26 Á dögunum birti Fréttablaðið lista yfir helstu jólakvikmynd- irnar, enda eru flestir farnir að telja niður dagana til jóla. Þó er til heill hellingur af lítt þekktari jólamyndum sem aðeins harðir kvikmyndanördar kannast við. Blaðið tók saman nokkrar af skrítnustu, brjáluðustu og hrylli- legustu jólamyndunum, sumar við hæfi barna en aðrar ekki. - þij Dökka hliðin á jólamyndunum Fréttablaðið tekur saman sex af skrítnustu, steiktustu og skemmtilegustu költjólamyndunum sem hafa komið út. Orðrómur er uppi um að Andy Serkis fari með tvö hlutverk í Star Wars: The Force Awakens. Samkvæmt vefsíðunni Jedi News leikur Serkis hefðbundna persónu og líka persónu sem hann talar fyrir. Hann er einmitt frægur fyrir að tala fyrir hinar ýmsu pers- ónur, þar á meðal Gollum í Lord of the Rings og Hobb itanum, King Kong, apann Caesar í Planet of the Apes og Kolbein kaptein í Tinna. Í hlutverkinu sem hann er sagð- ur tala fyrir í Star Wars verður Serkis leiðtogi „hóps ótrúlegra persóna með íþróttamannslega hæfileika“. Í þeim hópi eru einnig leikkonan Crystal Clarke og Pip Anderson, sem er sérfræðingur í íþróttinni parkour. Hitt hlutverk Serkis verður smærra í sniðum en ku vera mikilvægt fyrir sögu- þráðinn. Serkis staðfesti nýlega að hann hefði talað inn á fyrstu stikluna úr Star Wars: The Force Awakens sem kom út í síðustu viku. Netverj- ar töldu margir hverjir að leikar- inn Benedict Cumberbatch hefði verið á bak við hljóðnemann en það reyndist ekki rétt. „Já, þetta er ég. Ég er viss um að Benedict þarf ekki á meiri athygli að halda í augnablikinu,“ sagði Serkis við Absolute Radio. Star Wars-myndin er væntanleg í kvikmyndahús 18. desember á næsta ári í leikstjórn J.J. Abrams. Andy Serkis með tvö hlutverk í Star Wars Mátturinn virðist vera í liði með breska leikaranum. Á FRUMSÝNINGU Andy Serkis (í miðjunni) á frum- sýningu nýjustu Hobbita-myndar- innar ásamt Ian McKellen og Orlando Bloom. NORDICPHOTOS/GETTY Black Christmas (1974) Black Christmas er kanadísk hryll- ingsmynd sem gerist í systrafélagi í háskóla. Raðmorðingi er í felum í húsinu og stútar dömunum hverri á fætur annarri. Black Christmas er oft talin vera fyrsta „slasher“ hryllings- myndin en það eru myndir eins og Friday the 13th og Halloween þar sem geðsjúkir morðingar hrella fórnarlömb, oftar en ekki með ein- hvers konar eggvopnum. Christmas Evil (1980) Christmas Evil var kölluð „besta jólamynd allra tíma“ af leikstjóranum geðþekka John Waters, en um er að ræða koldökka hryllingsmynd. Myndin fjallar um geðsjúkan mann sem klæðist jólasveinabúningi og fer (bókstaflega) að skera úr um hverjir hafa verið góðir og hverjir óþekkir. The Junky‘s Christmas (1993) Stuttmynd sem gerð var með clay- mation-tækninni upp úr samnefndri smásögu skáldsins William S. Burroughs, sem les inn á myndina og kemur einnig sjálfur fram. Myndin fjallar um ungan dópista sem eyðir jólunum sínum í að reyna að redda sér næsta skammti. Ásamt morfínskammtinum tekst honum að finna jólaandann. Francis Ford Coppola, leikstjóri the Godfather, framleiddi myndina. Santa Clause Conquers the Martians (1964) Gjörsamlega snargeðveik fjölskyldumynd sem lendir oft á listum yfir verstu myndir allra tíma en hún er ein af þeim myndum sem eru svo ofboðslega lélegar að þær fara allan hringinn og verða frábær skemmtun. Leiðtogar plánet- unnar Mars ræna jólasvein- inum af jörðinni og fara með hann til Mars til að bjarga börnum plánetunnar, sem þarfnast meira frelsis og skemmtunar. Jólasveinninn byggir dótaverksmiðju á Mars og lendir í alls kyns ævintýrum. Silent Night, Deadly Night (1984) Silent Night, Deadly Night er mun þekktari „jóla-slasher“ heldur en Christmas Evil af einhverjum ástæðum, nema hvað að þessi er hlægilegri og ekki jafn alvarleg, þótt hún eigi kannski að vera það. Myndin byrjar á því að ungur drengur verður vitni að því að maður í jólasveinabúningi myrðir foreldra hans á hrottafenginn hátt. Drengurinn vex úr grasi á hræðilegu kaþólsku munaðar- leysingjahæli og verður brátt sjálfur raðmorðingi í jólasveinabúningi. Myndin vakti mikla hneykslun þegar hún kom út í Bandaríkjunum á sínum tíma. Nokkrar framhaldsmyndir voru gerðar en í mynd númer tvö er hið fræga „Garbage Day“-atriði sem menn ættu að fletta upp á netinu vilji þeir fá gott hláturskast. Rare Exports: A Christmas Tale (2010) Þetta er stórskemmtileg finnsk ævintýra- og spennumynd, sem er ásamt Santa Clause Conquers the Martians líklega eina fjölskylduvæna myndin á þessum lista. Rare Exports fjallar um Lappa í Finnlandi sem komast að hinu rétta um jólasveininn, sem reynist ekki vera neinn ljúfur Coca-Cola jólasveinn. Frábær mynd sem Íslendingar ættu að tengja við enda eru gömlu ís- lensku jólasveinarnir algjörir hrottar og djöflar, rétt eins og þeir á meginlandinu. Notice The Embassy of India will move its premises on Friday, the 5th December 2014. Kindly note that there will be no issuance of Visa or any other Consular Services on that day. Normal services will be resumed at our new address at Túngata 7, 101 Reykjavik w.e.f Thursday the 9th of December 2014. On Monday the 8th of December Visas for emergency purposes only will be issued. ÍS LE N SK A/ SI A. IS /N AT 61 88 5 11 /1 2 ...kemur með góða bragðið! Settu hátíðarkraft í sósuna með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir! Hátíðarkrafturinn kemur úr Knorr

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.