Fréttablaðið - 03.12.2014, Qupperneq 42
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 22
„Mér fannst sveitabúskapurinn
í borginni spennandi viðfangs-
efni,“ segir Eggert Þór Bern-
harðsson sagnfræðingur beðinn
að lýsa því hvernig bókin Sveitin
í sálinni varð til. „Áhuginn kvikn-
aði þegar ég var að vinna að Sögu
Reykjavíkur fyrir allmörgum
árum, þá skrifaði ég um tímabil-
ið, 1940-1990 og fylltist löngun til
að fylgja vissum efnum áfram ef
tækifæri gæfist. Braggalífið var
eitt af þeim og braggabókin kom út
nokkuð fljótlega. Nú er það sveit-
in í Reykjavík sem er til umfjöll-
unar. Þegar ég var að vinna í Sögu
Reykjavíkur fann ég hvað hún var
fyrirferðarmikil í bæjarlandinu
og hugsun fólksins. Það þótti sjálf-
sagt mál að vera með smábúskap,
nokkrar kindur og kartöflugarða,
jafnvel kýr. Kúm fór fækkandi upp
úr miðjum 6. áratugnum en marg-
ir muna eftir kúm í Laugardalnum
mun lengur.“
Bókin fjallar að mestu um tíma-
bilið 1930-1970. Eggert segir hana
búna að vera í huga hans býsna
lengi. „Þegar vinnan fór í gang við
hana af fullum krafti fyrir nokkr-
um árum sat ég mikið á Borgar-
skjalasafninu og svo er ég sagn-
fræðingur og legg mikið upp úr
myndum því ég lít á myndir sem
mjög mikilvægar heimildir. Oft
er líka mun aðgengilegra fyrir
lesandann að fá efni skýrt með
myndum en löngum texta. Mynd-
irnar í nýju bókinni kveikja marg-
ar minningar hjá fólki og yngra
fólkið er hissa að sjá að Reykjavík
skyldi vera með þessum hætti.“
Eggert Þór hefur sýnilega lagt
mikla vinnu í myndaleit. Hann
segir Ljósmyndasafn Reykjavíkur
og Ljósmyndasafn Íslands í Þjóð-
minjasafninu hafa gefið mikið af
sér. „Svo er líka ansi gott mynda-
safn frá stríðsárunum í Kvik-
myndasafni Íslands, ég nýtti mér
það. Ég leitaði líka til afkomenda
þeirra sem stunduðu búskap í
borginni. Fjölskyldualbúmin eru
ansi drjúg og miklu drýgri en
margir átta sig á. Margar myndir
sýna börn og í baksýn getur verið
allt að gerast sem sagnfræðing-
urinn hefur áhuga á. Svo lögðu
áhugaljósmyndarar líka mikið til
bókarinnar.“
Eggert Þór kveðst hafa alist
upp í miðbæ Reykjavíkur til tíu
ára aldurs svo sveitaumhverf-
ið hafi verið fjarri honum nema
hvað hann hafi verið í skólagörð-
unum, Aldamótagörðunum sunn-
an Hringbrautar sem voru þar
sem BSÍ og Læknagarður eru
nú. „Hugmyndafræðin bak við
skólagarðana var sú að krakkar
sem ekki kæmust í sveit þyrftu
að komast í tengsl við landið og
finna fyrir gróðurmætti moldar-
innar. Auk þess fylgdi görðunum
holl útivera,“ lýsir sagnfræðing-
urinn sem flutti í Árbæjarhverfið
þegar það var í byggingu, sá þar
oft kindur á beit og náði í skottið
á gamla tímanum í Selásnum, þar
sem fólk bjó á svokölluðum Selás-
blettum. „Skammt frá voru kart-
öflugarðarnir í Borgarmýrinni þar
sem Ölgerðin er nú. Ég fór stund-
um með ömmu þangað að taka upp.
Garðlöndin voru víða enda voru
Reykvíkingar með fjórðung allrar
uppskeru í landinu sum árin. „Það
er líka forvitnilegt að átta sig á
hvernig byggðin þróaðist. Það var
ekkert verið að ráðast voða mikið
á þetta ræktarland, heldur farið
með íbúðahverfi í hringi kringum
þau vítt og breitt. Fólki fannst líka
lengi vel óhugsandi að búa í fjöl-
býlishúsum. Þjóð sem hafði búið
þúsund ár í sveit gat ekki hugsað
sér að vera í fjölbýli.“
gun@frettabladid.is
Þótti sjálfsagt mál að
vera með smábúskap
Ótrúlega stutt er síðan Reykvíkingar bjástruðu við búfé og kartöfl uræktun. Það
rennur upp fyrir þeim sem skoða bókina Sveitin í sálinni– búskapur í sveit og
myndun borgar– eft ir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing.
SAGNFRÆÐINGURINN „Hugmyndafræðin bak við skólagarðana var sú að krakkar
sem ekki kæmust í sveit þyrftu að komast í tengsl við landið og finna fyrir gróður-
mætti moldarinnar,“ segir Eggert Þór. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÚR BÓKINNI
Býlin settu svip
á umhverfið í
Sogamýri. Þar
voru Brekka,
Réttarholt og
Melbær.
Í MIÐBORGINNI Á Grettisgötu 20a milli Klapparstígs og Frakkastígs var fjós fram á
sjötta áratuginn. Þaðan voru kýrnar reknar á beit í Vatnsmýrina.
MYND/ÚR BÓKINNI SVEITIN Í SÁLINNI. LJÓSMYNDARI/GUÐMUNDUR HJÖRLEIFSSON
M
YN
D
A
F
BL
S.
6
9/
LJ
Ó
SM
YN
D
AR
I Ó
ÞE
KK
TU
R
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
MENNING