Fréttablaðið - 03.12.2014, Side 50
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 30
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
FÓTBOLTI Sex ára ferli Birkis Más
Sævarssonar hjá Brann lauk formlega
í gær er hann skrifaði undir þriggja
ára samning við sænska úrvals-
deildarfélagið Hammarby. Félaga-
skiptin hafa legið lengi í loftinu en
ekki var hægt að ganga endanlega frá
samningamálum fyrr en tímabilinu
hjá Brann var lokið.
Ferill Birkis hjá norska félaginu
endaði reyndar ekki nógu vel en
hann féll með liðinu úr úrvalsdeild á
dögunum. Mikið högg fyrir stórliðið.
Birkir Már er orðinn þrítugur og nú
taka við ný ævintýri hjá Hammarby
sem er nýbúið að tryggja sér sæti
í deild þeirra bestu í Svíþjóð. Liðið
ætlar sér síðan stóra hluti á komandi
árum.
„Mér fannst vera kominn tími á að
prófa eitthvað nýtt. Þegar ég frétti af
áhuga Hammarby lagði ég allt annað
til hliðar,“ sagði Birkir við heimasíðu
síns nýja félags.
„Það hefur verið mikið fjallað um
Hammarby í norskum fjölmiðlum.
Þetta er spennandi félag á uppleið.
Ég held líka að leikstíll félagsins
henti mér fullkomlega.“
Birkir Már spilaði 168 leiki fyrir
Brann á sex árum og skoraði í þeim
leikjum 15 mörk. - hbg
Var kominn tími á að prófa eitthvað nýtt
BIRKIR MÁR SÆVARSSON.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SPORT
HANDBOLTI Eftir tvo sannfærandi
sigra á Ítalíu er íslenska landsliðið
í góðri stöðu á toppi síns riðils í for-
keppni HM 2015. Liðið þarf aðeins
eitt stig úr leikjunum tveimur gegn
Makedóníu sem fram undan eru en
liðin mætast í Laugardalshöllinni í
kvöld.
Ítalía vann Makedóníu tvíveg-
is í síðasta mánuði en þrátt fyrir
það reikna þjálfarar og leikmenn
íslenska liðsins með erfiðum leik
enda hafi sigur Ítalanna á mak-
edónska liðinu komið mjög á óvart.
Breytingar voru gerðar á liði
Makedóníu eftir ósigrana. Skipt
var um þjálfara og kallað á leik-
menn sem ekki voru með í leikjun-
um gegn Ítalíu.
„Það getur því vel verið að þær
séu að mæta mun sterkari til leiks
nú,“ sagði hornamaðurinn Þórey
Rósa Stefánsdóttir í samtali við
Fréttablaðið. „Þær voru afar ósátt-
ar við að tapa þessum leikjum og því
má reikna með að það verði mikl-
ar breytingar á liðinu,“ segir Þórey
Rósa en íslenska liðið hefur búið
sig undir leikinn með myndefni frá
leikjum Ítalíu og Makedóníu.
„Við reiknum þó allt eins með því
að þær geri eitthvað allt annað og
þá eitthvað sem við höfum ekki und-
irbúið okkur undir. Við þurfum því
að gæta þess að vera sérstaklega vel
undirbúnar í leiknum sjálfum.“
Ætla að keyra grimmt á þær
Varnarleikur og markvarsla Íslands
gegn Ítalíu var afar öflug og Þórey
Rósa segir mikilvægt að halda
uppteknum hætti. „Við þurfum að
standa vörnina vel og keyra grimmt
á þær í hraðaupphlaupum. Við sáum
að þær eru afar hægar til baka,“
segir hún.
Ljóst er að ef leikurinn tapast í
kvöld verður hreinn úrslitaleikur
í Skopje á laugardaginn um hvort
liðið kemst áfram í umspilskeppn-
ina. „Ef við töpum þá verður ferðin
út mjög erfið. En við ætlum okkur
að klára þetta á heimavelli og vera
bara í góðum málum þarna úti.“
Leikurinn hefst klukkan 19.30
í kvöld og Ágúst Þór Jóhannsson
landsliðsþjálfari hefur margóskað
eftir því að handboltaáhugamenn í
landinu sýni stuðning sinn í verki
og mæti á völlinn. Þórey Rósa tekur
undir það og biður fólk einnig um að
taka vel undir í þjóðsöngnum. „Mér
fannst ég bara vera í stúlknakór
fyrir leikinn [gegn Ítalíu í Laugar-
dalshöllinni] á fimmtudag. Það væri
skemmtilegt ef allir gætu tekið
hressilega undir og sungið með
okkur.“ eirikur@frettabladid.is
Geta komið á óvart
Ísland mætir Makedóníu í forkeppni HM 2015 í kvöld. Stelpurnar okkar eru í
góðri stöðu og þurfa aðeins eitt stig til að gulltryggja sæti sitt í umspilskeppn-
inni í vor. Íslenska liðið er þó við öllu búið og reiknar með öfl ugum andstæðingi.
HANDBOLTI Sú staða gæti komið
upp í riðli Íslands í forkeppni HM
2015 að öll þrjú liðin verði jöfn að
stigum að henni lokinni. Til þess
þarf Makedónía að vinna Ísland
tvívegis, fyrst í Laugardalshöll-
inni í kvöld og svo ytra á laugar-
daginn.
Verði það tilfellið mun það ráð-
ast á markamun hvaða lið kemst
áfram í umspilskeppnina í vor en
aðeins eitt lið kemst áfram. Ítalía
er þegar úr leik þar sem liðið
er með mun verri markatölu en
Ísland og búið að spila sína leiki.
Það mun því ráðast af leikjum
Íslands og Makedóníu hvort liðið
kemst áfram.
Stelpurnar okkar standa þar
ágætlega að vígi. Makedónía þarf
að vinna upp 23 marka mun á
liðunum og þarf því tólf marka
samanlagðan sigur úr leikjun-
um tveimur til að slá Ísland úr
efsta sæti riðilsins. Það er því
ljóst að Ísland má tapa leikjunum
tveimur með samanlögðum ellefu
marka mun. - esá
Mega tapa
með ellefu
marka mun
HRESSAR Það var létt yfir stelpunum á
æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Ekki er víst að Sverre
Andreas Jakobsson geti gefið kost
á sér í íslenska landsliðið fyrir HM
í Katar sem hefst í næsta mán-
uði. Þetta sagði hann í samtali við
Fréttablaðið.
„Ég er í þeirri stöðu að ég á erfitt
með að hoppa frá mínum skuldbind-
ingum á Akureyri í heilan mánuð,“
segir Sverre sem er bæði leikmað-
ur og aðstoðarþjálfari Akureyrar
auk þess sem hann er í fullri vinnu.
„Ég veit auðvitað ekki hvort ég
verð valinn í landsliðshópinn en
auðvitað væri gaman að fara með
út og ljúka landsliðsferlinum á
þessu móti. En þetta er ekki jafn
einfalt og þetta var þegar maður
var atvinnumaður í Þýskalandi.
Það er ýmislegt sem þarf að hafa
í huga nú.“
Hann segist þó reiðubúinn að
leggja sitt af mörkum verði þess
óskað en Aron Kristjánsson lands-
liðsþjálfari valdi Sverre í síðustu
landsliðsverkefni Íslands.
„Ég tel mig enn hafa ýmislegt
fram að færa og er tilbúinn að spila
áfram með landsliðinu. En það er
ljóst að það þarf ýmislegt að ganga
upp ef það er áhugi á því af hálfu
þjálfarans.“
Hann staðfesti einnig að þýska
úrvalsdeildarfélagið Lemgo hafi
áhuga á að semja við hann en að
ólíklegt sé að hann geti tekið til-
boði félagsins, vegna skuldbindinga
sinna á Akureyri. - esá
Óvissa um þátttöku
Sverre á HM í Katar
Veit ekki hvort hann getur gefi ð kost á sér í landsliðið.
SVERRE Segir að það þurfi margt að
ganga upp svo hann komist á HM í
Katar með landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna og
fyrrverandi framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands, hefur verið skipaður nýr formaður íþróttanefndar
af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra.
Skipunartími síðustu nefndar rann út þann 30. september.
Stefán starfaði í nítján ár hjá ÍSÍ en lét af störfum þar
árið 2007.
Hlutverk íþróttanefndar er að veita ráðuneytinu
ráðgjöf í íþróttamálum og leggja fram tillögur um
fjárframlög til íþróttamála í fjárlögum og úthlutun úr
íþróttasjóði.
Nefndina skipa einnig Sigríður Jónsdóttir, Björg
Jakobsdóttir, Ingvar S. Jónsson og Hafþór B. Guð-
mundsson. Varamenn eru Hafrún Kristjánsdóttir,
Gunnar Bragason, Örn Guðnason, Jóhanna M.
Hjartardóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir. - esá
Stefán nýr formaður íþróttanefndar
ÚRSLIT
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
BURNLEY - NEWCASTLE 1-1
1-0 George Boyd (34.), 1-1 Papiss Cisse (48.).
LEICESTER - LIVERPOOL 1-3
1-0 Simon Mignolet, sjm (21.), 1-1 Adam Lallana
(26.), 1-2 Steven Gerrard (54.), 1-3 Jordan
Henderson (83.).
MANCHESTER UNITED - STOKE 2-1
1-0 Marouane Fellaini (21.), 1-1 Steven N‘Zonzo
(39.), 2-1 Juan Mata (59.).
SWANSEA - QPR 2-0
1-0 Ki Sung-Yueng (78.), 2-0 Wayne Routledge
(83.).
CRYSTAL PALACE - ASTON VILLA 0-1
0-1 Christian Benteke (32.).
WEST BROM - WEST HAM 1-2
1-0 Craig Dawson (10.), 1-1 Kevin Nolan (35.),
1-2 James Tomkins (45.+3).
STAÐAN
Chelsea 13 10 3 0 30-11 33
Man. City 13 8 3 2 27-13 27
Southampton 13 8 2 3 24-9 26
Man. United 14 7 4 3 24-16 25
West Ham 14 7 3 4 23-17 24
Arsenal 13 5 5 3 21-15 20
Liverpool 14 6 2 6 19-19 20
Tottenham 13 6 2 5 18-18 20
Newcastle 14 5 5 4 15-17 20
Swansea City 13 5 4 4 17-14 19
Everton 13 4 5 4 23-21 17
Aston Villa 14 4 4 6 8-18 16
Stoke City 14 4 3 7 14-18 15
Sunderland 13 2 8 3 12-19 14
Crystal P. 14 3 4 7 18-23 13
WBA 14 3 4 7 14-20 13
Burnley 14 2 6 6 10-22 12
Hull City 13 2 5 6 14-20 11
QPR 13 3 2 8 14-25 11
Leicester 14 2 4 8 14-24 10
LEIKIR KVÖLDSINS
19.45: Chelsea - Tottenham Sport 2 HD
19.45: Arsenal - Southampton Sport 3
19.45: Everton - Hull City Sport 4
19.45: Sunderland - Man. City Sport 5
ÞÓREY RÓSA Gerir
ráð fyrir að það verði
erfiðara að spila gegn
Makedóníu en Ítalíu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN