Fréttablaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 12
3. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR
„Umræðan um að stöðva jarðvegs-
eyðinguna og að græða upp örfoka
land hvarf í virkjanadeilurnar, sem
yfirskyggðu þetta dapra ástand
landsins. Það er reyndar staðan
enn í dag,“ segir Sveinn Runólfs-
son landgræðslustjóri, spurður
hverju það sæti að eitt stærsta
umhverfismál þjóðarinnar hefur
nær alveg fallið út úr þjóðfélags-
umræðunni. Hann staðfestir að á
síðasta áratug hafi tekist að halda
í horfinu – en það sé frekar hag-
stæðum veðurskilyrðum að þakka
en mannanna verkum. „Landsmenn
skulda íslenskri náttúru að stöðva
jarðvegseyðinguna og endurheimta
horfna landkosti. Við höfum líka
undirritað ótal alþjóðlega samninga
á þessu sviði og verðum að standa
við þá.”
Milljón hektarar
Sigurður Ingi Jóhannsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
hefur ákveðið að hefja vinnu við
frumvarp að nýjum lögum um land-
græðslu. Núgildandi lög voru stað-
fest í apríl 1965, og því löngu tíma-
bært að endur skoða þau. Miðað er
við að frumvarp til nýrra laga verði
lagt fyrir næsta haustþing. Eins og
landgræðslustjóri bendir á er það
löngu tímabært.
Sveinn segir, þrátt fyrir að gróð-
urfar á láglendi hafi styrkst með
betri tíð, að ekki verði litið framhjá
því að heildarúttekt Landgræðsl-
unnar á gróðurfari landsins, svo-
kallaðar héraðsáætlanir, sýni að
græða þyrfti upp rúma milljón
hektara lands [10.000 ferkílómetra]
neðan 500 metra hæðarlínunnar, en
almennt er ekki hugsað um land-
græðslu ofan þeirrar línu.
„Af þessari milljón er mjög brýnt
að ráðast í að græða 500.000 hekt-
ara, en árlega höfum við Íslending-
ar verið að vinna í landgræðslu á
um 12.500 hekturum lands, og er
þá allt talið. Þetta er grófa staðan í
dag, og hvort það er jöfnuður í því
sem grætt er upp og eyðist árlega
vitum við hreinlega ekki. En við
höfum sagt að í þessu góða tíðar-
fari þá séum við með vinninginn
á móti eyðingaröflunum. Það þarf
hins vegar ekki að kólna mikið
aftur til þess að sú staða snúist við,
og því verðum við að vinna hrað-
ar og vinna okkur í haginn,“ segir
Sveinn og bætir við að ef aðstæð-
ur eins og voru á sjötta og sjöunda
áratug síðustu aldar endurtaki sig
þá „færum við verulega hallloka í
þeirri baráttu. Við verðum því að
leggjast mun þyngra á árarnar ef
við eigum að vinna upp það sem
glatast hefur á síðustu öldum.“
Niðurskurður og markmið
Sveinn bindur miklar vonir við yfir-
lýst áform ráðherra, sem í frum-
varpi til fjárlaga fékk fjármagn til
að hefja aðgerðir í loftslagsmálum;
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda og binda kolefni með land-
græðslu og skógrækt. Þetta er í
samræmi við stjórnarsáttmála rík-
isstjórnarinnar þar sem segir að
Ísland hafi sérstöðu í umhverfis-
málum í krafti ósnortinnar náttúru
og sjálfbærrar nýtingar endurnýj-
anlegra auðlinda. Sú ímynd sé auð-
lind í sjálfri sér og „unnið verður að
því að styrkja þá ímynd og grund-
völl hennar, að vernda íslenska nátt-
úru og efla landgræðslu og skóg-
rækt þar sem það á við“. Sveinn
segir að sterkt sé til orða tekið í
stjórnarsáttmálanum og hann verði
var við að ráðherra vilji standa við
þau orð, og hafi hljómgrunn til þess.
Engu að síður, og þvert á þetta
yfirlýsta markmið, er það stað-
reynd að framlög til Landgræðsl-
unnar eru skert í samræmi við
markmið ríkisstjórnarinnar um
aðhald í ríkisfjármálum.
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
Græða þyrfti upp meira en
milljón hektara landsvæði
Hagstætt veðurfar undanfarinna ára ræður því að jarðvegseyðingu er haldið í skefjum. Vinna við endurheimt
gróðurlendis er hins vegar í mýflugumynd. Yfir milljón hektara lands utan hálendisins þarf að klæða að nýju.
Af þessari
milljón er
mjög brýnt að
ráðast í að
græða 500.000
hektara, en
árlega höfum
við Íslendingar verið að
vinna í landgræðslu á um
12.500 hekturum lands, og er
þá allt talið.
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri.
Frumvarpsvinnan sem framundan er byggist m.a. á vinnu nefndar
sem starfaði á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og skilaði
greinargerð í júní 2012; Tillögur að inntaki nýrra laga um landgræðslu.
● Í greinargerðinni er m.a. lagt til að tilgangur laganna skuli vera „að
vernda, endurheimta og auka þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru
í jarðvegi og gróðri landsins og stuðla að sjálfbærri vernd og nýtingu
þeirra. Jafnframt að vistkerfi landsins geti veitt samfélaginu fjölbreytta
þjónustu.“
● Við lestur greinargerðarinnar kemur í ljós hversu risavaxið verkefnið er.
Þar er vitnað til heildarúttektar á jarðvegsrofi á Íslandi sem lauk árið
1997. Niðurstöður hennar sýndu umtalsvert eða alvarlegt jarðvegsrof á
40% landsins, eða 52% landsins þegar hæstu fjöll, jöklar, ár og vötn eru
undanskilin.
● Sveinn segir að þessi staða sé óbreytt frá þeim tíma, en í greinargerðinni
segir einnig að líklegt sé að um helmingur þeirrar gróðurhulu sem hér
var um landnám hafi glatast. „Samsetning þess gróðurs sem eftir stendur
einkennist mjög af landhnignun, með mikilli útbreiðslu tegunda sem
verjast vel búfjárbeit eða einkenna röskuð svæði,“ segir þar.
● Samkvæmt gögnum Nytjalands, gagnagrunns Landbúnaðarháskóla Ís-
lands, má áætla að umfang þessarar landhnignunar gæti verið meira en
30.000 ferkílómetrar, sem þýðir að um 30% landsins eru fokin á haf út.
● Allt frá landnámi hefur búfjárbeit, í samspili við veðurfarssveiflur og tíð
eldgos, verið megináhrifavaldur um ástand vistkerfa hér á landi. Beitin
hefur m.a. haft mikil áhrif á tegundasamsetningu gróðurs, viðnám gegn
áföllum og getu vistkerfa til að endurnýja sig eftir náttúruleg áföll. Bú-
fjárbeit telst sjálfbær ef hvorki er gengið á gróður né jarðveg, heldur sé
vistkerfið í jafnvægi eða framför.
➜ Þriðjungur landsins er fokinn á haf út
JARÐVEGSROF ER STAÐREYND Á 40% LANDS
37% 23% 11% 6% 23%
Ekkert/lítið rof Mikið rof
Mjög mikið rof
Jöklar, vötn og
fjöllTalsvert rof
M
YN
D
/LAN
D
G
RÆ
Ð
SLAN
ROFABARÐ Myndin er
tekin í austurafrétti í
Mývatnssveit, en það er
Andrés Arnalds, fagmála-
stjóri Landgræðslunnar,
sem hér rennir sér fót-
skriðu niður barðið sem
er skólabókardæmi um
stöðuna víða um land.
Sól
sumar
& skíði
Alicante
Frá kr. 14.990
Barcelona
Frá kr. 14.900
Bodrum
Frá kr. 29.990
Bologna
Frá kr. 19.990
Krít
Frá kr. 29.990
Las Palmas
Frá kr. 24.900
Malaga
Frá kr. 19.900
Mallorca
Frá kr. 24.990
Salzburg
Frá kr. 14.990
Tenerife
Frá kr. 19.990
Flugsæti
Aðra leið m/sköttum
á primeraair.com
| FRÉTTASKÝRING | 12
JARÐEYÐING: HIÐ GLEYMDA UMHVERFISVERNDARMÁL