Fréttablaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 22
 | 4 3. desember 2014 | miðvikudagur Toyota á Íslandi innkallar 613 bíla af gerðunum Auris, Corolla, Urban Cruiser og Yaris. Þeir bílar sem eru innkallaðir eru af árgerðinni 2008-2014. Innköllun- in hefur verið tilkynnt til Neyt- endastofu. Ástæða innköllunarinnar er að olíusori úr túrbínu sem á að fara inn á vélina gegnum sogkerf- ið og brenna þar með eldsneyt- inu getur safnast saman í eftir- kæli. Ef þessi uppsafnaði olíusori losnar skyndilega getur það leitt til þess að brunahólf fyllist. Ef brunahólf fyllist stoppar vélin og brotnar sem getur leitt til hættu í akstri. Til að koma í veg fyrir þetta þarf að breyta eftir- kæli í sumum af þessum bílum og uppfæra tölvuforrit í öðrum. Eigendur Toyota-bíla sem framleiddir eru á þessum árum munu á næstunni fá sent bréf vegna þessarar innköllunar. - jhh Galli í Toyota-bílum hér á landi: Hundruð bíla innkölluð Útbúnaður og mælitæki Stjörnu- Odda eru notuð til að hafa eftir- lit með drykkjarvatni í Teheran í Íran. Framleiðsla þessa nýsköpun- arfyrirtækis er mikilvægur liður í að tryggja íbúum Teheran, sem eru um 15 milljónir talsins, hreint drykkjarvatn. Forsvarsmenn fyrir- tækisins eru mjög stoltir af þessari samvinnu og hún gefur fyrirtæk- inu mikla möguleika hvað varðar áframhaldandi vöruþróun. „Þetta er mjög skemmtilegt verk- efni sem felst í því að okkar mæli- tæki eru fengin til að vakta vatns- forða fyrir svona margt fólk. Það búa um 15 milljónir manna á svæð- inu sem er um fi mmtugfaldur fjöldi Íslendinga. Þarna erum við liður í því að sinna ákveðinni grunn- þörf fólks, sem er að hafa aðgang að hreinu vatni, allt frá börnum og unglingum til vinnandi fólks og gam- almenna, af þessu erum við mjög stoltir,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Fyrirtækið hefur verið að þróa mælitæki í rannsóknum á lífríki í sjó, vötnum og á landi og er þetta því kærkomin nýjung í fl óru fyrirtækis- ins. Snorri Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Stjörnu-Odda, segir að megináhersla fyrirtækisins sé í þróun búnaðar fyrir rannsóknar- störf ýmiskonar. „Í raun og veru erum við að hanna og þróa mælitæki fyrir rannsóknariðnað, sem aðallega eru notuð af alþjóðlegum rannsókn- arstofnunum, háskólum og vísinda- mönnum vítt og breitt um heiminn. Tækin okkar eru notuð til að safna gögnum í ferskvatni og sjó og einn- ig höfum við verið að þróa búnað í rannsóknum á lyfjum og hvaða áhrif ný lyf hafa á dýr,“ segir Snorri. „Til að mynda kemur útbúnaður okkar mikið við sögu þegar nýtt bóluefni kemur á markað og var mikið not- aður í tengslum við þróun lyfja við fuglafl ensu þegar hún geisaði.“ Snorri segir það hafa tekið nokk- urn tíma að koma á þessum samn- ingi við Íran. Meðganga samnings- ins hafi tekið um níu mánuði. Ferlið hafi tekið langan tíma vegna mikill- ar pappírsvinnu. „Eins og menn vita þá eru takmarkanir á sölu á afurð- um til Írans. Við förum allar rétt- ar boðleiðir í sölunni, sendum upp- lýsingar í gegnum hið opinbera. Þau höft sem eru á innfl utningi til Írans eru að einhverju leyti með mann- eskjulegt andlit. Þarna erum við að hjálpa til þess að hinn almenni borg- ari fái hreint vatn og við erum afar stoltir af þessu. Vegna þessa þá hafa höftin ekki áhrif á okkur en búa til nokkra pappírsvinnu.“ Að mati Snorra er þessi samn- ingur ákveðin viðurkenning á starfi fyrirtækisins og eykur tiltrú á önnur verkefni. „Þessi samningur snýst um annað en miklar upphæð- ir, upphæð samningsins er hófl eg að því leyti til. Hins vegar mun hann vera til hagsbóta fyrir okkur á þá vegu að hann eykur tiltrú á okkur og viðurkenningu, að hægt sé að nýta okkar búnað með mismunandi hætti. Við vonum að með þessu og kynningu á mælitækjum okkar geti fl eiri bitið á agnið og viljað samstarf við okkur.“ Snorri telur að það umhverfi sem fyrirtæki búi við á Íslandi sé alls ekki til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Fyrirtæki séu seld erlendis og fl utt eða þá að eignar- haldið færist til útlanda með til- heyrandi tekjutapi ef arður verð- ur greiddur af fyrirtækjum. Sú umgjörð sem sé nú við lýði sé mikið áhyggjuefni. „Við erum nýsköpunarfyrirtæki og stór hluti af okkar veltu fer í rannsóknir og þróunarstarf. Það er ekkert launungarmál að við hefð- um það örugglega mun betra ef við værum annars staðar en á Íslandi. Hins vegar erum við allir Íslend- ingar og viljum vera hér. En vissu- lega eru ákveðin áhyggjuefni í loft- inu almennt í íslensku atvinnulífi . Við erum að þróa búnað til að rann- saka lífríki sjávar og því miður eru rannsóknir þar skornar niður í ekki neitt hér á landi. Það gerir okkur erfi tt fyrir í þróun þar sem enginn er í návígi við okkur að nota búnað okkar til að þróa með okkur tækin.“ Vatnsforði íbúa í Teheran vaktaður með hugviti frá íslensku fyrirtæki Fyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur gert samning við Írana um að mælitæki fyrirtækisins sé notað til að vakta vatns- forða íbúa Teheran. Um 15 milljónir búa á svæðinu. Mikil viðurkenning að mati forsvarsmanna fyrirtækisins. VIÐ RANNSÓKNIR Megináherslan í störfum Stjörnu- Odda er í fram- leiðslu búnaðar fyrir rannsóknir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við erum nýsköpunar- fyrirtæki og stór hluti af okkar veltu fer í rannsóknir og þróunarstarf. Það er ekkert launungarmál að við hefðum það örugglega mun betra ef við værum annars staðar. NÝSKÖPUN Sveinn Arnarsson | sveinn@frettabladid.is FRÓÐLEIKSFUNDUR Ferðaþjónustan ER að fara í vaskinn 4. des. | kl. 8:30 | Borgartúni 27 KPMG í samstarfi við SAF stendur fyrir morgunverðar fundi um nýfram- komnar breytinga tillögur á lögum um virðisaukaskatt sem fela í sér grundvallar breyt ingar á virðis auka- skatts umhverfi ferðaþjónustunnar. Skráning á kpmg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.