Fréttablaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 3. desember 2014 | MENNING | 25 Gunnar Gunnarsson, píanóleik- ari og organisti, er með tónleika í Fríkirkjunni annað kvöld, 4. desember, klukkan 20 í tilefni af útkomu geislaplötunnar 525. Þarna kemur Gunnar fram með djasstríóið sitt sem auk hans er skipað þeim Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar og Þorgrími Jónssyni á kontrabassa. Þeir félagar leika útsetningar Gunnars á íslenskri sálmatónlist og ekki er ólíklegt að eldra efni fái að hljóma líka, því tvær fyrstu plötur Gunnars, Skálm og Stef, komu nýlega út í nýrri og breyttri útgáfu. Djasstríó fl ytur íslenska sálma ORGANISTINN Gunnar flytur eigin útsetningar með félögum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég virkja tilfinningarnar efnis- lega með einföldum hætti í Kjarna. Hendur draga mislita taubúta úr höfði manneskju og á andliti henn- ar birtast litir og mismunandi sam- setningar.“ Þannig lýsir Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarkona því sem fyrir augu ber á sýningu sem hún opnar á morgun í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Sigrún er ein af stofnendum Gjörningaklúbbsins sem hefur unnið listaverk í marga miðla en eiga öll rætur í gjörningalist. „Verk- ið Kjarni er barnsleg og einlæg til- beiðsla og upphafning á ríki tilfinn- inganna. Ég fékk innblástur meðal annars frá hundrað ára gömlum málverkum Gabriele Munther og annarra þýskra expressjónista og líka myndefni úr heilaskanna,“ lýsir hún. - gun Tilbeiðsla og upphafning á ríki tilfi nninganna Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarkona opnar sýningu á verkinu Kjarna í Listasafni Íslands á morgun. Í anddyri Hönnunarsafns Íslands á Garðatorgi er glugga í anddyrinu breytt í jóladaga- tal. Þar er sýndur einn hlutur úr safninu á hverjum degi fram að jólum. Leyndin ein ríkir jafnan fram að klukkan 12 á hádegi, þá kemur í ljós hvað verður fyrir valinu, fatnaður, grafísk hönnun, keramik eða húsgagn. Áhersla er lögð á að draga fram fjölbreytni safneignarinnar. Þeir sem missa af því að skoða hlutinn í glugganum geta séð hann og upplýsingar um hann á heimasíðu safnsins eða á Face book. Þar birtast þeir líka einn og einn fram að jólum. - gun Eitthvað fyrir Gluggagægi HALLGRÍMSKIRKJA Hugmynd Einars Þorsteins arkitekts frá 1974 um að byggja íbúðir fyrir prestskandídata utan á kirkjunni. KJARNI Sigrún Hrólfs- dóttir sýnir í Listasafni Íslands. Síðustu tónleikar ársins með lögum af plötunni Mannabörn verða haldnir í Björtuloftum í Hörpu í kvöld klukkan 21. Það er Jazzklúbburinn Múlinn sem stendur að tónleikunum. Þar kemur fram kvartett skipaður bassaleikaranum og tónskáldinu Tómasi R. Einarssyni, söngkon- unni Sigríði Thorlacius, píanist- anum Gunnari Gunnarssyni og kongaleikaranum Sigtryggi Bald- urssyni. Mannabörn á Björtuloft um Ég fékk innblástur meðal annars frá hundrað ára gömlum málverkum Gabriele Munther.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.