Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 27

Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 27
NÝTT Á ÍSLANDI! Að hætti Eyþórs matgæðingur Hagkaups og yfirkokkur á Gló MALTSMÁGRÍSAFRAMPARTUR Í REYKTRI PAPRIKU, MEÐ SÆTUM KARTÖFLUM, RÓSAKÁLI OG PERUM 1 stk smágrísaframpartur 2 msk reykt paprika 3 msk salt 1 msk grófmalaður pipar 1 msk oregano 2 msk laukduft 1 tsk chiliduft 4 msk olífuolía Blandið öllum kryddunum saman í skál. Setjið frampartinn í ofnskúffu og hellið ólífuolíunni yfir hann og nuddið hennai í. Hjúpið hann með kryddblöndunni allan hringinn. Setjið inn í ísskáp og látið standa þar í 24 tíma. Setjið inn í 160°C heitan ofninn í 3 tíma takið hann út úr ofninum og látið hann standa í 10 mín með álpappír yfir. Bakaðar sætar kartöflur, rósakál og perur. 1 stk stór sæt kartafla 1 tsk kanill 250 gr rósakál ½ poki spínat 1 stk pera 2 msk sýrður rjómi Safi úr 1 sítrónu Sjávarsalt Svartur pipar úr kvörn Skrælið og skerið sætu kartöfluna í kubba, kryddið með saltinu, piparnum og kanilnum og bakið við 160°C hita í 60 mín. Skerið rósakálið í fernt og setjið inn í 160°C heitan ofninn í 45 mín. Skerið peruna í kubba og setjið í skál með spínatinu og sýrða rjómanum bætið sætu kartöflunum og rósakálinu út í og blandið öllu vel saman. Smakkið til með saltinu, piparnum og sítrónusafanum. HAGKAUP MALTGRÍS HAGKAUP MÆ LIR MEÐ HAGKAUP MALTGRÍS HAGKAUP MÆ LIR MEÐ HAGKAUP MALTGRÍS HAGKAUP MÆ LIR MEÐ Hagkaups maltgrís er unggrís sem er sérvalinn og séralinn fyrir Hagkaup af svínabóndanum á Vallá Kjalarnesi. Grísinn er fóðraður á soðnu maltbyggi, humlum og öðru úrvals góðgæti frá bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Grísinn er í góðu yfirlæti við kjöraðstæður sem gerir kjötið einstaklega meyrt og bragðgott. Verði þér að góðu! Maltsmágrísalæri/smágrísalæri 1 stk maltgrísalæri 5 msk ólífuolía 3 msk sjávarsalt 2 msk grófmalaður svartur pipar 3 msk gróft sinnep Skerið í puruna á lærinu og veltið því svo upp úr ólífuolíunni og kryddið það allan hringinn með saltinu og piparnum. Setjið inn í 160°C heitan ofninn í 2,5 tíma. Takið lærið út og smyrjið sinnepinu yfir það og eldið í 20 mín í viðbót. Steikt blómkál, sykurbaunir og appelsínur 1 haus blómkál 1 box sykurbaunir ólífuolía 2 stk appelsína 1 tsk hvítauksduft 1 tsk chili flögur 1 msk grænmetisþurrkraftur 40 gr smjör 1 tsk sjávarsalt 1 tsk svartur pipar úr kvörn ólífuolía til steikingar Skerið blómkálið niður í litla bita og baunirnar fínt niður. Hitið pönnu með ólífuolíu á og setjið blómkálið út á og steikið það í 5 mín. Bætið baununum, kryddunum, grænmetiskraftinum og smjörinu út á pönnuna og eldið saman í 8 mín. Skerið börkinn utan af appelsínunni og skerið hana svo í litla bita og setjið hana út á pönnuna. Smakkið allt saman til með saltinu og piparnum og hellið af pönnunni. HÆGELDAÐ MALTSMÁGRÍSALÆRI MEÐ GRÓFKORNA SINNEPSHJÚP, STEIKTU BLÓMKÁLI, SYKURBAUNUM OG APPELSÍNUM, AÐ HÆTTI EYÞÓRS MALTSMÁRGRÍSAHRYGGUR MALTSMÁRGRÍSALÆRI MALTSMÁRGRÍSAFRAMPARTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.