Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Blaðsíða 4
Kröfu Sigurðar hafnað n Fær þó viðurkennda 73 milljóna króna kröfu í Hæstarétti H æstiréttur hafnaði á fimmtu­ dag kröfu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, um að 138 milljóna króna krafa hans í þrotabú bankans yrði viðurkennd. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykja­ víkur frá 16. október. Sigurður hafði lýst kröfu við slit Kaupþings meðal annars vegna van­ goldinna launa og annarra launa­ tengdra greiðslna. Slitastjórn Kaup­ þings samþykkti kröfu Sigurðar aðeins að hluta og var ágreiningi vísað til úrlausnar héraðsdóms samkvæmt ákvæði laga um gjaldþrotaskipti. Deilan fyrir dómstólum snérist um hvort Sigurður ætti rétt á biðlaunum í 12 mánuði eftir starfslok auk lífeyris­ greiðslna samkvæmt ráðningarsamn­ ingi og hvort Kaupþing hefði ábyrgst að greiða skattaskuld Sigurðar í Bret­ landi. Hæstiréttur telur að 6 mánaða uppsagnarfrestur sér sanngjarn í ljósi þeirra uppsagnarfresta sem tíðkist al­ mennt á vinnumarkaði svo og með til­ liti til stöðu og starfskjara Sigurðar að öðru leyti. Er einnig talið að Sigurður gæti ekki átt aðild að kröfu um van­ goldin iðgjöld til lífeyrissjóða held­ ur væri það viðkomandi lífeyrissjóður sem ætti slíka kröfu gegn Kaupþingi og var kröfu Sigurðar um greiðslu líf­ eyrisiðgjalda því hafnað. Að endingu var talið að Sigurði hefði ekki tek­ ist að sanna skyldu Kaupþings til að taka þátt í skattgreiðslum stjórnar­ mannsins fyrrverandi í Bretlandi og þeirri kröfu því einnig hafnað. Stað­ festi Hæstiréttur því þá ákvörðun slitastjórnar Kaupþings að viðurkenna kröfu Sigurðar aðeins að hluta. Sú krafa varðar þó enga skiptimynt því þar er um að ræða rúmar 73 millj­ ónir króna sem slitastjórn viðurkennir sem almenna kröfu í búið. Sigurður þarf að greiða Kaupþingi 300 þúsund krónur í kærumálskostn­ að. n mikael@dv.is Borgin vill kaupa Perluna: Óvissa með kaupverðið Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að borgin gangi til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á Perlunni í Öskjuhlíð. Þá mun borgin ganga til samninga við íslenska ríkið um að það leigi húsið í allt að 15 ár og komi þar upp náttúru­ minjasýningu. Takist samningar um kaupin og leigu ríkisins þarf Reykjavíkurborg að verja 100 milljónum króna í breytingar á Perlunni svo hægt verði að setja upp sýninguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram bókun við afgreiðslu málsins þar sem þetta er gagnrýnt. „Borgar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að söluferli vegna Perlunn­ ar. Tilraun til að selja Perluna á almennum markaði á síðasta ári mistókst algjörlega vegna óskýrra forsendna og undirbún­ ings. Nú er ákveðið stefna að því að Reykjavíkurborg kaupi Perluna og aftur er undirbúning­ ur án skýrra forsenda, þar sem hvorki er búið að skýra aðkomu ríkisins að ferlinu né liggur fyrir hvaða markmið Reykjavíkurborg hyggst setja sér varðandi kaup­ verð og rekstur,“ segir í bókun­ inni. Í tilkynningu frá meirihlut­ anum í borginni segir að með­ al framkvæmda sem ráðast þarf í sé að byggja milligólf í hluta Perlunnar og að opnað verði bet­ ur inn í hitaveitutankinn þar sem Sögusýningin var til húsa áður. „Í greinargerð með tillögunni kemur fram að með kaupunum verði almenningi áfram tryggður aðgangur að Perlunni og um­ hverfi hennar, þó með þeim takmörkunum að selt verður inn á náttúruminjasýninguna. Með kaupunum gefst Reykja­ víkurborg einstakt tækifæri til þess að stjórna uppbyggingu og nýtingu svæðisins í Öskjuhlíð þar sem Perlan stendur. Nú er í gangi skipulagssamkeppni um Öskjuhlíðina á vegum skipulags­ ráðs Reykjavíkurborgar. Heimild borgarráðs er bundin við það að viðunandi leigusamningur um sýningu Náttúruminjasafns Ís­ lands náist við ríkið.“ Hafnað Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fær ekki rúm- lega 138 milljóna kröfu sína samþykkta. S verrir Þór Gunnarsson, gjarn­ an kallaður Sveddi tönn, hef­ ur samkvæmt heimildum DV verið dæmdur til 22 ára fangelsisvistar í Brasilíu fyrir skipulagningu á smygli á um 50.000 e­ töflum til landsins. Í dómnum sem féll í undirrétti í vikunni kemur fram að verði dómnum áfrýjað til Hæstarétt­ ar þá sé mælst til þess að Sverrir muni ekki fá að ganga laus á meðan beðið sé dóms. Hann á að baki níu ára óafplánað­ an fangelsisdóm á Spáni fyrir fíkni­ efnasmygl en hann lagði á flótta eftir að dómurinn féll og síðan hefur hann verið eftirlýstur af spænskum yfirvöld­ um. Þess má geta að á síðasta ári lögðu brasilísk tollyfirvöld samtals hald á tæplega 200.000 e­pillur við landa­ mæri Brasilíu og á flugvöllum þar í landi. Efnin sem voru tekin í umrætt skipti eru því um fjórðungur alls þess sem hald var lagt á í fyrra. Þetta er jafn­ framt mesta magn af e­pillum sem tollyfirvöld hafa lagt hald á í einu. Burðardýrið sagði til Sverris Sverrir var handtekinn á kaffihúsi í Rio de Janeiro þann 2. júlí síðastliðinn. Þegar hann var handtekinn höfðu fíkniefnin verið gerð upptæk en þau voru í farangri Renötu Araujo Neves, 26 ára brasilískrar konu. Renata flaug til Rio de Janeiro frá Lissabon í Portú­ gal og fundust efnin við hefðbundið eftirlit. Í farangri hennar voru um 46 þúsund e­töflur og benti hún lögreglu á tvo vitorðsmenn, Sverri og kærasta sinn, Marco Dias Bittencourt e Silva. Hún sagði við yfirheyrslu að þeir ætl­ uðu að hjálpa henni við að selja eitur­ lyfin og hugðist hún hitta mennina tvo á áðurnefndu kaffihúsi. Lögreglan framkvæmdi svo hús­ leit í íbúð Marcos og fann þar nokkuð magn af sýru ásamt marijúana. Sverr­ ir hafði komið með sama flugi og Renata en lögreglan beitti sérstakri greiningaraðferð sem sýnir hversu oft hver farþegi flýgur og hvert. Þetta er gert til þess að koma auga á grunsam­ legt ferðamynstur sem getur gefið til kynna smygl. Sverrir Þór gaf upp falskt nafn við komuna til Rio de Janeiro og þóttist vera 43 ára Breiðhyltingur. Þegar nafnið var sent íslenskum yfir­ völdum komust þau fljótlega að því að sá maður var alls ekki í haldi lögreglu þar ytra. Það var ekki fyrr en brasil­ ískir fjölmiðlar birtu myndir af hin­ um grunuðu að borin voru kennsl á Sverri. Höfuðpaur í stóra fíkniefnamálinu Sverrir er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst þegar hann var sextán ára. Næstu árin á eftir hafði lögregla ítrekað afskipti af honum vegna umferðar­ og fíkniefnabrota. Smám saman urðu afbrot Sverris skipulagðari og umsvifameiri og á árunum 1991–1995 hlaut hann fjóra dóma fyrir þjófnað, fjársvik og fíkni­ efnabrot. Í undirheimum Reykjavík­ ur var Sverrir ævinlega þekktur undir viðurnefninu Sveddi tönn vegna tann­ lýtis. Þekktastur er Sverrir líklega fyrir að vera einn höfuðpauranna í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða en dóm­ ur í því máli féll árið 2000. Þar hlaut hann næstþyngsta dóminn í málinu eða sjö og hálfs árs óskilorðsbund­ inn fangelsisdóm. Þar að auki voru 20 milljónir króna gerðar upptækar hjá honum. Í dómnum var honum gef­ ið að sök að hafa móttekið 105 kíló af kannabisefnum yfir nokkurra mánaða tímabil. Stóra fíkniefnamálið teygði anga sína til Danmerkur, Hollands og Bandaríkjanna og varðaði innflutning á gífurlegu magni kannabisefna, am­ fetamíns, kókaíns og e­taflna. Að auki voru gerðar upptækar haglabyssur, handjárn, loftrifflar og stuðbyssur. Í kjölfar málsins var einnig dæmt í fyrsta skipti fyrir peningaþvætti fyrir íslenskum dómstólum en Sverrir skipulagði það í gegnum kjötvinnslu­ fyrirtækið Rimax. Í þætti Sannra ís­ lenskra sakamála um stóra fíkniefna­ málið kemur fram að Sverrir Þór hafi lifað mjög hátt. Þar er hann sagð­ ur hafa átt miklar eignir, góða bíla og hafa gengið í mjög dýrum fatnaði. Veiddu hákarl Eftir að hann hafði afplánað dóm sinn á Litla­Hrauni þá er Sverrir sagður hafa verið umsvifamikill í glæpaheim­ inum. Hann hefur búið bæði í Brasilíu og á Spáni en auk þess hefur spurst til hans í Amsterdam. Þrátt fyrir að hafa búið erlendis þá hafa íslensk lög­ regluyfirvöld lengi grunað Sverri um að standa að baki fíkniefnasmygli til landsins. Í samtali við brasilíska fjöl­ miðla stuttu eftir handtöku Sverris sagði Richardo Bechera, yfirmaður lögreglunnar á flugvellinum í Rio De Janiero. „Við settum út net til að veiða fiska en fengum í staðinn stóran há­ karl í alþjóðlegri glæpastarfsemi.“ n n Dómur í máli Svedda „tannar“ fallinn í Brasilíu n Óvíst með áfrýjun Sveddi tönn í 22 ára fangelSi Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is 4 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað „Við settum út net til að veiða fiska en fengum í staðinn stóran hákarl í alþjóðlegri glæpastarfsemi Dómur fallinn Samkvæmt heimildum DV féll dómur í máli Sverris Þórs í vikunni. Hann fékk 22 ára fangelsisdóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.