Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Page 10
10 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Royal Copenhagen leigiR af Íslendingum n Lárus Blöndal, fulltrúi í Icesave-nefndinni, á í dönsku fasteignafélagi Á rið 2006 keypti hópur ís­ lenskra fjárfesta fasteigna­ pakka í Kaupmannahöfn sem að hluta var fjármagn­ aður af Kaupþingi á Íslandi. Á meðal fasteigna var húsnæði þar sem danska postulinsfyrirtækið Royal Copenhagen er með fram­ leiðslu. Með í kaupunum var líka húsnæði sem danskur drykkja­ vöruframleiðandi leigir. Utan um umrætt verkefni stofnuðu fjárfest­ arnir félagið Royal Premium Invest ApS. Samkvæmt síðasta ársreikn­ ingi Royal Premium skuldar félag­ ið Kaupþingi (nú Arion banka) 70 milljónir danskra króna eða um 1.550 milljónir íslenskra króna. Fjárfestarnir sem tóku þátt í verk efninu voru Eggert Magn­ ússon, fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands og síðar stjórnarformaður West Ham United, Guðmundur A. Birgisson á Núpum, Gunnar Andrés Jóhanns­ son, fyrrverandi forstjóri Fóður­ blöndunar, Aðalsteinn Karlsson, fjárfestir og fyrrverandi heildsali og Lárus Blöndal, hæstaréttarlög­ maður og fulltrúi stjórnarandstöð­ unnar í samninganefnd um Ice­ save. Samkvæmt heimildum DV drógu þeir Eggert og Gunnar sig hins vegar fljótlega út úr verkefn­ inu. Í dag á Eignarhaldsfélagið LAG ehf. 75 prósent í Royal Prem ium Invest. Eignarhaldsfélagið LAG er síðan í eigu Eignarhaldsfélagsins GAL ehf. sem fer með 50 prósenta hlut, Aðalsteins Karlssonar sem fer með 25 prósenta hlut og Eddu Sonju, 18 ára dóttur Guðmundar á Núpum sem fer með 25 prósenta hlut. Hlutur Eddu Sonju var áður í eigu föður hennar sem færði hann yfir á dóttur sína árið 2008 sem arf. Guðmundur hefur verið dug­ legur að færa eignir yfir á fjöl­ skyldu sína eftir hrun. Í lok árs 2009 sagði DV frá því að Guð­ mundur hefði fært tíu fasteignir yfir á Unni Jóhannssdóttur, sam­ býliskonu sína. Þar á meða voru hús að Núpum í Ölfusi sem átti upphaflega að renna inn í minn­ ingarsjóð Sonju Zorillu sem og sögufrægt hús að Hofsvallagötu 1 þar sem Guðmundur og Unnur búa enn í dag. Guðmundur færði einnig 33 prósenta hlut sinn í Eignarhaldsfélaginu GAL yfir á Eddu Sonju. Lárus Blöndal fer síð­ an með 33 prósenta hlut í GAL og Aðalsteinn Karlsson 33 prósenta hlut. Guðmundur hefur einnig fært eignarhlut sinn í Hótel Borg yfir á dóttur sína. Staða félagsins óljós Þegar Royal Premium Invest er flétt upp í dönsku fyrirtækjaskránni kem­ ur fram að félagið hafi hagnast um nærri 100 milljónir íslenskra króna á síðasta reikningsári, sé með eigið fé upp á 675 milljónir króna og skuldi um 3,6 milljarða króna. Heildareign­ ir félagsins nema hins vegar um 4,5 milljörðum króna. Samkvæmt heim­ ildum DV kom það illa fyrir fyrirtæk­ ið þegar postulínsframleiðandinn Royal Copenhagen flutti stóran hluta af framleiðslu sinni til Taílands árið 2008. Í samtali við DV segir Lár­ us Blöndal, lögmaður og stjórn­ armaður í Royal Premium Invest að óvissa sé nú um stöðu félags­ ins þar sem tíu ára leigusamningur við postulínsframleiðandann Royal Copenhagen sé að renna út. Útlit sé fyrir að hann verði ekki framlengdur þar sem Royal Copenhagen hafi flutt stóran hluta af framleiðslu sinni til Taílands. Danski fasteignamark­ aðurinn sé mjög erfiður um þessar mundir. Auk þess sé mikið af dönsk­ um fyrirtækjum að færa starfsemi sína til Asíu og Austur­Evrópu vegna erfiðs rekstrarumhverfis í Dan­ mörku. Lárus vill að það komi fram að starfsemi Royal Premium Invest hafi gengið vel á undanförnum árum ólíkt mörgum öðrum útrásarverk­ efnum Íslendinga í Danmörku. Þá hafi íslensku fjárfestarnir komu með töluvert af eigið fé þegar Royal Prem­ ium Invest hafi verið keypt – ólíkt mörgum öðrum. Heimsfrægur postulínsframleiðandi Royal Copenhagen er sögufrægt félag sem stofnað var árið 1785 undir heitinu „Det Kongelige Porcelainsfa­ brik“ en árið 2001 keypti Axcel­sjóð­ urinn fyrirtækið. Royal Copenhagen átti á þeim tíma líka önnur fræg fé­ lög eins og Georg Jensen og Bing & Grondahl. Axcel­sjóðrurinn seldi hins vegar Georg Jensen til fjárfesta í furstadæminu Barein í síðustu viku fyrir 18 milljarða íslenskra króna. Axcel­sjóðurinn hefur tengingu við Ísland vegna neyðarláns sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi árið 2008 með veði í danska FIH­bank­ anum. Þegar Seðlabankinn seldi FIH voru ákvæði um að ef vel gengi gæti Seðlabankinn fengið allt að 20 milljarða króna aukalega sem alfarið kæmi frá Axcel­sjóðnum. Á meðal stærstu eigenda Axcel er FIH­bank­ inn, sænski bankinn Nordea auk þess fer LEGO fjölskyldan með stór­ an hlut. Áralöng tengsl milli Lárusar og Guðmundar Lárus hefur lengi stundað viðskipti með Guðmundi á Núpum. Auk þess að eiga sjálfur hlut í Royal Prem­ ium í Danmörku í gegnum íslenskt eignarhaldsfélag á Lárus einnig hlut í Hótel Borg í gegnum einka­ hlutafélagið Borgin okkar. Edda Sonja, dóttir Guðmundur á Núpum er einnig hluthafi í Borginni okkar en hlutinn færði faðir hennar yfir á hana líkt og hlut sinn í eignarhalds­ félögunum LAG og GAL sem eiga í Royal Premium í Danmörku. Þá situr Lárus einnig í stjórn fleiri félaga sem tengjast Guðmundi á Núpum. Skráð á lögmannsstofu Lárusar Samkvæmt dönsku fyrirtækja­ skránni sitja danski lögmaður­ inn Frank Zaubitz og Lárus Blön­ dal í stjórn Royal Premium Invest. Eignarhaldsfélagið LAG ehf. sem fer með 75 prósenta hlut í Royal Premium er síðan skráð til heimil­ is hjá Juris lögmannsstofu í Borgar­ túni en á meðal eigenda hennar er Lárus sjálfur, Andri Árnason, verj­ andi Geirs H. Haarde og Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs. Líkt og kunnugt er var Lárus fulltrúi stjórnarandstöðunnar í saminganefndinni um Icesave. DV sendi fyrirspurn á danska lögmanninn Frank Zaubnitz sem situr í stjórn Royal Premium In­ vest ásamt Lárusi. Í svari frá danska lögmanninum segist hann bund­ inn trúnaði um viðskiptavini og þá starfsemi þeir tengjast. Því geti hann ekki veitt upplýsingar um Royal Premium Invest – þrátt fyrir að hann sitji sjálfur í stjórn félags­ ins. n Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Amagertorv 6 Hér má sjá verslun Royal Copenhagen við Amagertorv 6 sem liggur við Strikið í Kaupmannahöfn. Húsið er eitt það elsta í borginni en það var byggt árið 1616. Tekið skal fram að þarna er ekki verk- smiðjahúsnæði fyrirtækisins sem íslensku fjárfestarnir eiga. Situr í stjórn Royal Premium Invest Lárus Blöndal, lögmaður og nefndarmaður í samninganefnd um Icesave situr í stjórn danska fasteignafélagsins Royal Premium Invest á sjálfur hlut í því í gegnum íslenskt eignarhaldsfélag. Færir eignir yfir á dótturina Guðmund- ur A. Birgisson á Núpum hefur verið duglegur að færa eignir yfir á eiginkonu sína og dóttur eftir hrun. Í dag á Edda Sonja, 18 ára dóttir hans, bæði hlut í Hótel Borg og danska fast- eignafélaginu Royal Premium Invest. Viðgerðir á götuljósum Þessa dagana er unnið að við­ gerðum vegna götulýsingar í mið­ borginni, en eftir óveðrið fyrir tveimur vikum fjölgaði bilunum til muna. Í frétt á vef Reykjavíkur­ borgar kemur fram að um síðustu helgi hafi um 170 stólpar verið ljóslausir, sem og pollar á Austur­ velli og við Arnarhól. Einnig datt öll lýsing á Ingólfstorgi út. Lamp­ ar fuku af nokkrum stólpanna eða löskuðust svo illa að skipta þarf um þá. Starfsmenn Orkuveitunnar vinna að viðgerðum í samráði við umsjónarmenn götulýsingar hjá Reykjavíkurborg og lýkur verkinu í þessari viku. Síðast var farið yfir götulýsingu í ágúst og september og þá var gert við allt sem laga þurfti. Mikið traust til slökkvi- og sjúkraliðs Íslendingar bera nær undantekn­ ingarlaust mikið traust til slökkvi­ liðs­ og sjúkraflutningamanna. Um 97 prósent svarenda í nýrri rannsókn Capacent Gallup segj­ ast bera mikið traust til stéttar­ innar. Rannsóknin sýnir einnig að 96,5 prósent telja að eldvarna­ átak slökkviliðsmanna fyrir jólin sé mikilvægt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi slökkviliðs­ og sjúkraflutninga­ manna (LSS) en Capacent gerði könnunina í október síðastliðnum fyrir sambandið og Eldvarna­ bandalagið. Úrtakið var 1.450 manns af öllu landinu og var svarhlutfallið 58,8 prósent. Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri LSS, segir í til­ kynningunni afar mikilvægt fyrir slökkviliðs­ og sjúkraflutninga­ menn að njóta trausts almenn­ ings. „Okkar menn koma fólki til aðstoðar á erfiðum stundum í lífinu, vegna eldsvoða, slysa og alvarlegra veikinda. Það er ákaf­ lega mikilvægt að gagnkvæmt traust sé fyrir hendi við slíkar að­ stæður. Því eru þessar niðurstöður mikið gleðiefni fyrir okkur,“ segir Valdimar. Hann segir það einnig mikla hvatningu fyrir LSS að fólk skuli almennt telja að hið árlega eldvarnaátak LSS sé mikilvægt. Langflestir segja það mjög mik­ ilvægt. Eldvarnaátakið hófst í gær, fimmtudag, og stendur til mánaðamóta. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börn í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. „Við teljum það afar mikil­ vægan þátt í okkar starfsemi að fræða almenning um eldvarn­ ir og reyna þannig að fyrirbyggja eldsvoða og mann­ og eignatjón vegna þeirra. Þessi niðurstaða styrkir okkur í þessu starfi,“ segir Valdimar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.