Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Page 14
Fötluð dóttir neydd í bað í öllum Fötunum A lda Karen er 23 ára kona með fjölþætta fötlun; Downs-heilkennið, ein- hverfu og flogaveiki. Vegna fötlunar sinnar hefur hún á undanförnum árum dvalið nokkra daga í mánuði á Heiðarholti, þar sem boðið er upp á skammtímavistun fyr- ir fatlaða, en þangað hefur hún ekki farið síðan móðir hennar, Kolfinna Magnúsdóttir, fékk það staðfest í tölvupósti frá forstöðukonu Heiðar- holts að Alda Karen hefði verið dreg- in gegn vilja sínum, og í öllum fötun- um, í bað. Kolfinna ætlaði að kæra mál- ið fyrir hönd dóttur sinnar en segir að það sé ekki eins auðvelt og hún hefði haldið. „Það hefur komið í ljós að fyrir fatlaðan einstakling eða að- standanda er það ekkert sjálfgefið mál en velferðarráðuneytið tekur ekki við kæru á þessu stigi. Athygl- in sem málið hefur fengið í fjölmiðl- um hefur hins vegar haft afleiðingar,“ segir Kolfinna sem er bæjarfulltrúi í meirihlutanum í Garði en Heiðarholt heyrir undir Félagsþjónustu Sand- gerðisbæjar, Garðs og Voga. Nú er óvíst hvort meirihlutinn haldi vegna málsins. Bæjarstjórnin gæti fallið Fyrr í vor missti D-listinn í Garði meirihluta sinn þegar Kolfinna myndaði nýjan meirihluta með full- trúum N- og L-lista. Nú er svo komið að nokkrum dögum eftir að Kolfinna steig fram með málið, er varðar valdbeitingu á fatlaðri dóttur henn- ar, í fjölmiðlum að það meirihluta- samstarf er við það að springa. Full- trúi L-lista hefur hafið viðræður við D-lista um myndun nýs meirihluta. „Valdabaráttan í pólitíkinni tekur ekki tillit til þess ef aðstæður eru eins átakanlegar og þessar. Barátta mín fyrir því að lög og réttindi séu virt er notuð gegn mér. Fólk svífst einskis til þess að komast aftur til valda. Sú staða sem ég hef verið í sem bæjar- fulltrúi og móðir er vandmeðfarin og ég hefði þess vegna viljað stíga til hliðar. Meirihlutinn er hins vegar þannig gerður að minn varamaður er úr minnihlutanum,“ segir Kolfinna. „Ég hef velt því fyrir mér alla vik- una hverjar afleiðingarnar yrðu ef þetta færi í fjölmiðla. Ég veit að ég mun fá að heyra að ég hafi reynt að beita pólitískri stöðu minni eins og ég hef þegar fengið að heyra, ég hef fengið að heyra þetta allt, að ég sé frek, furðuleg og nýti mér stöðu mína sem bæjarfulltrúi. En ég fór ekki í þetta til þess að öðlast vin- sældir og verð að standa og falla með því sem mér finnst rétt. Ég er búin að leita allra leiða í þessari baráttu og sannleikurinn hlýtur að þola dagsins ljós,“ segir Kolfinna ákveðin. „Dóttir mín hlýtur að hafa sama rétt og annað fólk. Þótt ég sé í bæjarstjórn þá hlýt ég að mega gæta réttar hennar. Ég ætla ekki að sitja aðgerðalaus vegna þess sem gerð- ist, það kemur aldrei til greina. Ég hætti ekki að vera móðir hennar og málsvari. En það er ekki þægilegt að vera í þessari stöðu og vera tor- tryggð. Það var ekkert launungar- mál þegar ég bauð mig fram að ég vildi beita mér í málefnum fatlaðra og skólamálum.“ Fá ekki aðra þjónustu Kolfinna kallaði eftir viðbrögðum vegna þessa en félagsþjónustan réð hlutlausan aðila til þess að fara yfir ferlana á Heiðarholti. „Hún fer ekki á Heiðarholt fyrr en búið er að vinna þá úttekt en okkur hefur ekki ver- ið veitt tímabundin þjónusta í stað- inn. Samkvæmt lögum á Alda rétt á fullri þjónustu frá sveitarfélaginu miðað við sína fötlun en okkur hefur ekki þótt neitt af þeim úrræðum sem okkur hefur staðið til boða boðlegt. Við höfum óskað eftir því að fá sem mesta þjónustu hér heima þar sem hún býr en það hefur ekki verið hægt að koma til móts við okkur varðandi það.“ Í janúar 2011 voru málefni fatlaðra færð frá ríkinu og yfir á sveitarfélögin. Kolfinna segir að sveitarfélögin hafi hins vegar verið illa undirbúin fyr- ir yfirfærsluna og fjármagn hafi ekki verið nægilega tryggt. „Væntingar voru gerðar til þess að sveitarfélög- in veittu lögbundna þjónustu og ég held að fólk átti sig ekki á alvarleika málsins þegar það gengur ekki eftir en ég held að fólk hafi almennt ekki skilning á málefnum fatlaðra nema einhver fatlaður standi því nærri. Heiðarholt var opnað fyrir nokkrum árum og síðan höfum við notað þessa þjónustu. Álagið er af- skaplega mikið hérna heima og svo gæti farið að við yrðum nauðbeygð til þess að flytja burt af Reykjanes- svæðinu til að fá nauðsynlega þjónustu fyrir Öldu Karen.“ Gat enga björg sér veitt Hún segir að atburðinn sem um ræðir megi rekja til kunnáttu- leysis, að sérþekkingu skorti. „ Fagþekking er lykilforsenda þess að hægt sé að veita góða þjónustu sem er nú lögbundin. Góð sam- vinna þjónustuaðila og þeirra sem þiggja þjónustuna er einnig mikil- væg. Þarna var brotið á fatlaðri manneskju sem gat enga björg sér veitt. Það verður ekki aftur tekið en það er hægt að læra af mistökun- um en ég get ekki séð að það sé að gerast.“ Til þess að setja málið í sam- hengi segist hún hafa hugsað með sér hvernig hún hefði brugðist við ef um ófatlaðar dætur sínar væri að ræða, ef þær hefðu til dæmis verið settar tilneyddar í bað í öll- um fötunum. „Það er engin spurn- ing að viðbrögð fólks hefðu verið önnur ef um ófatlaðan einstakling hefði verið að ræða. En þegar fatl- aður einstaklingur á í hlut efast fólk um réttmæti gagnrýninnar. Fordómarnir eru svo miklir og þeir eru hjá okkur öllum.“ Niðrandi tal Kolfinna segist fyrst hafa heyrt af atvikinu þegar hún ræddi við Katrínu Júlíusdóttur, forstöðukonu Heiðarholts, í síma. „Þá daga sem Alda Karen dvelur á Heiðarholti hringi ég alltaf reglulega til þess að heyra hvernig gengur. Ég átti langt og gott samtal við forstöðukon- una og í lok samtalsins sagði hún mér frá þessu. Ég hélt að ég hlyti að hafa misskilið hana og var smá tíma að átta mig á þessu.“ Kolfinna sendi því tölvupóst þar sem hún óskaði eftir atvikalýs- ingu, sem hún fékk. Kolfinna telur að í svarinu frá forstöðukonunni hafi verið mjög niðurlægjandi lýs- ingar á dóttur sinni. „Dóttir mín er með fjölþætta fötlun og þarfnast mikillar þekkingar. Niðurlægjandi lýsingar bera ekki vott um faglega nálgun,“ segir Kolfinna en í svar- bréfinu var meðal annars talað „um sturlunareinkenni“. „Dóttir mín er ekki sturluð, hún er með fötlun. Þú talar ekki svona um fatlaða manneskju. Einhverf- an gerir það að verkum að þegar henni líður illa í aðstæðum og mótmælir þeim þá bregst hún við með ofsafengnari hætti en fólk gerir almennt því hún á erfitt með að tjá sig. Því hefðu átt að vera til ferlar varðandi það hvernig ætti að bregðast við í svona aðstæðum. Svona lagað gerist ekki hér heima þar sem við þekkjum hana og vit- um hvers hún þarfnast. Hún þarf bara öryggi og markviss viðbrögð og ofsalega mikla þolinmæði. Við- brögðin þurfa að vera fagleg,“ segir Kolfinna sem vonar að „þessi sára reynsla verði til þess að virðing verði borin fyrir fötluðu fólki og því sýndur skilningur.“ n 14 Fréttir 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað „Dóttir mín er ekki sturluð, hún er með fötlun. Þú talar ekki svona um fatlaða mann- eskju. „Barátta mín fyrir því að lög og réttindi séu virt er notuð gegn mér Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is n Bæjarfulltrúi kvartar undan valdníðslu á Heiðarholti n Bæjarstjórnin gæti fallið vegna málsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.