Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Síða 41
N ei pabbi, nei,“ voru síðustu orð fimmtán ára drengs, Jamars Pinkney yngri, andartaki áður en fað- ir hans sendi byssukúlu í hnakka hans, líkt og um aftöku væri að ræða. Morðið framdi Jamar eldri 16. nóvember, 2009, en skömmu áður hafði faðirinn, í reiðikasti, nán- ast rekið son sinn út af heimili hans í Highland Park í Michigan í Banda- ríkjunum, dregið hann með sér út á ónýtta landspildu skammt frá þar sem hann myrti hann. Eftir stóðu spurningar um hvað hefði rekið föð- ur með hreina sakaskrá, sem var ekki þekktur fyrir ofbeldi heldur þvert á móti takmarkalausan kær- leika í garð barna sinna, til að fremja slíkt ódæði? Í ljós kom að aðdragandann mátti rekja til atburða sem átt höfðu sér stað aðeins nokkrum klukkustund- um fyrr. Jamar yngri, sem bjó hjá móður sinni, Lazette Cherry, hafði fyrr um daginn játað fyrir móður sinni að hann hefði viðhaft óviður- kvæmilega kynferðislega hegðun gagnvart þriggja ára hálfsystur sinni. Ástæða játningar Jamars var sú að Lazette hafði farið með stúlkuna á sjúkrahús til skoðunar. Þrátt fyrir að læknar hefðu engar vísbendingar fundið sem bentu til kynferðislegr- ar misnotkunar varð sektarkenndin Jamar yngri um megn. Brást hinn versti við „Hann sagði mér af þessu af því að hann vissi að þetta var rangt,“ sagði Lazette um játningu Jamars. Lazette sagðist hafa hringt í föður Jamars því um var að ræða mál, sem „ekki á að sópa undir teppið“. Faðir drengsins brást hinn versti við, ók í hendingskasti heim til Lazette og beið ekki boðanna þegar þangað var komið. „Hann fór að berja Jamar hérna í stofunni. Hann var með byssu og barði hann með henni,“ sagði Lazette sem hafði reynt að ganga á milli og fá Jamar eldri til að hætta barsmíðunum. „Jamar grét og endurtók í sífellu „Getur þú fyrirgefið mér pabbi, getur þú fyrirgefið mér?““ En það er nokk- uð ljóst að faðirinn hafði ekki hugsað sér að fyrirgefa syni sínum nokkurn skapaðan hlut því hann greip í son sinn og dró hann út úr húsinu og þrýsti byssuhlaupinu í bak hans. „Hann sagði Jamar að steinhalda kjafti og sagðist myndu drepa hann á staðnum ef hann hætti ekki að hrópa eftir hjálp. Síðan staðnæmdist hann á uppfyllingunni og neyddi Jamar til að afklæðast og krjúpa.“ „Nei pabbi, nei,“ Lazette flýtti sér til systur sinnar sem bjó í næsta húsi. „Þegar við komum á staðinn heyrði ég Jamar hrópa „Nei pabbi, nei“. Það voru lokaorð drengs- ins því faðir hans skaut hann án nokkurs hiks í höfuðið. „Síðan gekk hann rólegur í fasi að bíl sínum og ók á brott. Ég var hjá Jamar en systir mín hringdi á Neyðarlínuna,“ sagði Lazette. Nokkrum klukkustundum síðar gaf Jamar Pinkney eldri sig fram við lögregluyfirvöld og var hann ákærð- ur fyrir morð, glæpsamlega árás og skotvopnaburð. Síðar hafði verjandi Jamars á orði að skjólstæðingur sinn væri aðframkominn vegna sorgar og að ákæruvaldið yrði að taka tillit til þess að ekkert væri eðlilegt við málið. Því bæri að fara varlega í að krefjast hörðustu refsingar. Engar vísbendingar Í framburði Lazette kom fram að Jamar yngri hefði einungis talað um að honum fyndist sem hann væri farinn að dragast að hálf- systur sinni og að honum hefði liðið illa vegna þess. Reyndar gátu læknar ekki fundið nein ummerki kynferðislegrar misnotkunar þegar stúlkan var skoðuð. Sjálfur Jamar eldri sagði, þegar hann tjáði sig við réttarhöldin, að hann hefði átt erfitt með að trúa að sonur hans hefði gert eitthvað ljótt við systur sína. Jamar yngri hefði neitað öllu slíku þennan örlaga- ríka dag þegar foreldrar hans þrá- spurðu hann vegna málsins. „En þá, þegar móðir hans fór úr stof- unni, viðurkenndi hann það fyr- ir mér,“ sagði Jamar eldri. Að hans sögn sagði sonur hans að hann hefði farið úr fötunum og lagst ofan á hálfsystur sína. „Þegar hann sagði mér þetta, þá gjörsamlega missti ég stjórn á mér.“ Hinn 1. apríl, 2010, var Jamar Pinkney eldri sakfelldur fyrir morð og ýmsar aðrar sakir og dæmdur til 38 ára til 80 ára fangelsisvistar í Michigan. Aldrei hafa komið fram vís- bendingar sem renna stoðum undir orð Jamars við réttarhöldin hvað varðar kynferðislegt ofbeldi af hálfu sonar hans. n 41Helgarblað 23.–25. nóvember 2012 mannslíf sagðist Spánverjinn Manuel Delgado Villegas hafa á samviskunni. Ville- gas er einn þekktasti fjöldamorðingi Spánar en hann var ákærður fyrir að drepa átta manns á árunum 1964 til 1971. Aldrei var þó réttað yfir Villegas þar sem hann var sendur beinustu leið á geðspítala þar sem hann dvaldi allt til æviloka. Hann lést árið 1998, 55 ára að aldri, úr lungna- sjúkdómi sem rakinn var til reykinga. xxxx 48 Stakk son sinn um það bil 100 sinnum n Húsmóðir ákærð fyrir hrottaleg morð E lzbieta Plackowska, húsmóðir í úthverfi Chicago í Bandaríkj- unum, neitaði sök þegar mál ákæruvaldsins gegn henni var tekið fyrir í vikunni. Plackowska sætir nú ákæru fyrir að myrða fimm ára son sinn og fimm ára stúlku sem hún var með í pössun heima hjá sér. Samkvæmt ákæru framdi Plackowska ódæðin vegna þess að hún var reið út í eiginmann sinn, föð- ur drengsins. Hún stakk hann um það bil hundrað sinnum víðsvegar um lík- amann og snéri sér svo að ungu stúl- kunni þar sem hún varð vitni að atvik- inu. Plackowska kom í dómhúsið á miðvikudag klædd í bláan fangabún- ing. Hún stóð þögul við hlið verjanda síns, Michaels Mara, á meðan hann lýsti afstöðu hennar til ákærunnar og sagði að hún væri saklaus. Hún væri ekki ábyrg gjörða sinna vegna geð- veiki. Saksóknarar í málinu sögðu að þeir myndu leggja fram gögn sem myndu sanna sekt hennar og að hún ætti ekki við geðræn vandamál að stríða. „Það sem gerðist í þessu máli er hreinn og klár harmleikur. Það er mikilvægt að flýta sér í hægt í málum sem þessu,“ sagði verjandi Plackowska. Atvikið átti sér stað á heimili henn- ar þann 30. október síðastliðinn. Eftir að hún var handtekin játaði hún sekt sína og sagði við yfirheyrslu hjá lög- reglu að hún hefði skipað syni sín- um, Justin, og fimm ára stúlku sem hún var með í pössun, Oliviu Dwora- kowski, að biðja. Síðan hefði hún náð í hníf og stungið þau bæði til bana meðan þau báðu fyrir lífi sínu. n FAÐIRINN SÁ RAUTT n „Nei pabbi, nei,“ voru síðustu orðin sem Jamar yngri sagði „Getur þú fyrirgefið mér pabbi, getur þú fyrirgefið mér? Jamar eldri Missti stjórn á skapi sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.