Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Síða 47
Steðji er beSti jólabjórinn Jólabjór 47Helgarblað 23.–25. nóvember 2012 1 Steðji Meðaleinkunn: 8,1 Lýsing: Ljósrafgullinn, ósætur, létt meðalfylling, miðlungsbeiskja, malt, humlar, lakkrís. Styrkleiki: 5,3% Verð: 357 krónur Steinn: „Léttur, auðveldur. Allir geta drukkið hann. En mér finnst vanta mikið upp á þetta.“ Henry: „Jólalitur, jólalykt. Fín fyllinga, ekki of þung. Gott jafnvægi. Vel heppn­ að. Aðeins of sætur kannski. “ Elín Arnar: „Þessi er jóla, jóla. Góður bjór, gott eftirbragð og extra jólakara­ mellukeimur. “ Andri Freyr: „Þessi er ótrúlega góður. Algjör eðal, gæti nærst á honum yfir jólin. “ Rakel: „Þessi er góður. Sæt lykt og frábært karamellubragð. Þumlar humlar upp á þennan sem er það besta sem jólabjór getur fengið í einkunn. Þessi fær að koma í öll mín jólaboð. “ Umsagnir um umbúðir: Flottar umbúðir – Ekki beint jólalegar en frumlegar – Steðji með jólaborða! Toppeinkunn, ég hef húmor fyrir þessu – Vondur miði – Nei, nú er ég hætt við að kaupa hann – Frumlegt en ekki mjög jóló, skemmtilegt þó 3 Jóla Bock Víking Meðaleinkunn: 6,7 Lýsing: Rafbrúnn, mjúk meðalfyll­ ing, ósætur, miðlungsbeiskja, malt, humlar, ávöxtur, krydd. Styrkleiki: 6,2% Verð: 409 krónur Steinn: „Einhver beiskja sem ég er ekki að fíla. Samt fín fylling. Sætur.“ Henry: „Fallega jólarauður. Passleg lykt. Mjög bragðgóður. Gott jafnvægi. Svínvirkar. Fín fylling.“ Elín Arnar: „Áhugavert bragð. Reynir á alla bragðlaukana, beiskur en góður.“ Andri Freyr: „Drullugóður. Þessi gefur manni eitthvað kikk. Myndi kaupa þennan nokkrum sinnum.“ Rakel: „Liturinn hvorki né, ekki ljós og ekki dökkur. Alltof stamur. Verð bara þyrst á því að drekka hann. Fengi ekki inngöngu í jólaboðið mitt.“ Umsagnir um umbúðir: Ekki nógu jólalegur þó þetta sé svolítið flott hönnun – Ágætar umbúðir 6 Einstök Meðaleinkunn: 5,6 Lýsing: Rafbrúnn, mjúk fylling, sætuvottur, miðlungsbeiskja, höfugur, ristaður, krydd, ávöxtur, karamella. Styrkleiki: 6,7% Verð: 429 kr. Steinn: „Létt, örlítið möltuð útgáfa af lager. Vantar fyllingu.“ Henry: „Aftur fínn litur, mikil froða. Sterkt en ekki yfirþyrmandi bragð. Kanileftirbragð. Hátíðlegt en sterkt.“ Elín Arnar: „Þessi er góður. Pínu sérríbragð, frískandi eftirbragð. Ekki jólabjór.“ Andri Freyr: „Of líkur venjulegu malti sem er þrusugott fyrir maltóða. Ágætur en ekki minn.“ Rakel: „Byrjar vel. Freyðir vel og góður litur. Ferskara bragð en af mörgum öðrum bjórum. Alveg hreint ágætur. Fínt eftirbragð. Kæmi nokkrum niður.“ Umsagnir um umbúðir: Fellur í fjöldann, mundi ekki velja þessar umbúðir – Svolítið ósýnilegar umbúðir, kalla ekki á mann – Flott hönnun en kannski ekki beint jólaleg 9 Jólagull Meðaleinkunn: 3,2 Lýsing: Ljósrafgullinn, ósætur, meðalfylltur, miðlungsbeiskja, malt, humlar. Styrk- leiki: 5,2% Verð: 339 krónur Steinn: „Ekki neitt að gerast. Gæti verið að drekka vatn með smá malti. Nei takk.“ Henry: „Ljós, lítil lykt. Ekki nógu jóla. Önnur vörusvik. La la bjór en enginn jólabjór.“ Elín Arnar: „Lítið um að vera í þess­ um, ekkert jóla í gangi hér.“ Andri Freyr: „Ekki spennandi.“ Rakel: „Þessi er svona svikari. Eins og gamall bjór sem er búið að skipta um merkimiða á. Ágætis­ bjór en sem jólabjór fær hann falleinkunn. Bannað að plata og hvað þá um jólin!“ Umsagnir um umbúðir: Frímerkjapæling, allt í góðu en skarar ekkert fram úr – Ekkert spennandi 11 Víking jólabjór Meðaleinkunn: 2,6 Lýsing: Ljósrafgullinn, meðalfyll­ ing, ósætur, meðalbeiskja, maltaður keimur. Styrkleiki: 5,0% Verð: 309 krónur Steinn: „Nákvæmlega ekkert að gerast. Ekkert bragð. Hvorki gott né vont.“ Henry: „Svaka froða. Lyktarlaus, lítill litur. Allt of léttur. Venjulegur bjór. Svik. Júdas jólabjóranna.“ Elín Arnar: „Flott og girnileg froða. Lítill jólabjór. Meira eins og hefðbund­ inn bjór.“ Andri Freyr: „Allt of hefðbundinn, gæti verið nánast hvaða lagerbjór sem er.“ Rakel: „Glæsileg froða. Besta froðan. Kryddbragð sem er svo­ lítið í byrjun en ekkert eftirbragð. Ekki jólabragð, þessi er blöff, svikarinn í hópnum.“ Umsagnir um umbúðir: Sama og alltaf, flottar – Jólalegar en samt ekkert sérstakt í gangi – Fallegt og jólalegt 8 Gæðingur Meðaleinkunn: 4,6 Lýsing: Rafbrúnn, ósætur, mjúk meðalfylling, beiskur, dökkristað malt, lakkrís, hnetur, humlar. Styrkleiki: 5% Verð: 398 krónur Steinn: „Goslegur. Aðeins of léttur, vantar fyllingu. Vel maltaður. Öðru­ vísi. Mætti vera örlítið þykkari.“ Henry: „Fallegur litur og froða. Malt, en veikt og flatt. Veldur vonbrigðum. Engir flugeldar.“ Elín Arnar: „Ágætur, ekkert meira en það, pínu flatur.“ Andri Freyr: „Mikið bragð, jóla­ legt en ég hugsa að maður yrði fljótt leiður á honum.“ Rakel: „Flottur rauður litur. Minnir á jólin. Minnir á gamla hvítölið. Flatur og hálf „boring“. Eina góða við þennan er liturinn. Það er víst ekki nóg, þarf að smakkast vel.“ Umsagnir um umbúðir: Minnir mig á Hugleiksmyndir – Er þetta Djákninn á Myrká? Flott flaska – Ekki beint jólalegar en hrikalega skemmtilegar flöskur – Svolítið strákalegar – Tim Burton jólanna. Flott 2 Jólakaldi Meðaleinkunn: 7,1 Lýsing: Rafgullinn, ósætur, meðalfylling, miðlungsbeiskja, humlar, malt, kandís. Styrkleiki: 5,4% Verð: 388 krónur Steinn: „Léttur, vantar fyllingu og meira malt. Flestum finnst þetta örugglega rosa fínt en mér finnst vanta örlítið.“ Henry: „Góð froða. Malt, lakkrís. Hentar vel með mat. Fallegur litur. Vel heppnaður.“ Elín Arnar: „Mmmm, léttur og góður með lúmskum jólakeim. Minnir mig á jólaölið góða. Góður en leiðinlegt eftirbragð.“ Andri Freyr: „Bragðmikill, góður og örugglega ægilega fínn með villibráðinni.“ Rakel: „Fallegur á litinn, sem er mikilvægt, þar sem drykkur er fyrir öll skilningarvitin. Mjúkt bragð. Mjög góður. Mæli með þessum. “ Umsagnir um umbúðir: Falleg, jólaleg og klassísk flaska – Jólalegar umbúðir. Til í að fylla ísskápinn af þessum – Fínar umbúðir sem eru að ná fótfestu 5 Jólabjór Ölvisholt Meðaleinkunn: 6,1 Lýsing: Rafgullinn, sætu­ vottur, mjúk meðalfylling, miðlungsbeiskja, krydd, negull, engifer, malt, humlar. Styrkleiki: 5,0% Verð: 439 krónur Steinn: „Léttur, maltið mætti vera örlítið meira og fylling. Vantar örlítið upp á hann.“ Henry: „Mjög dökkur. Fín froða. Fal­ legur litur. Smá sítrus, kannski aðeins einum of. Eftirbragð la la.“ Elín Arnar: „Piparkökulegur. Þessi kemur með smá piparkökukeim.“ Andri Freyr: „Hann bragðast eins og maður sé nýkominn í smákökurnar eftir hangikjötið.“ Rakel: „Þessi er of dökkur á lit. Vantar rauða keiminn sem mér finnst skemmtilegur. Yfirgnæfandi ilmvatnsbragð sem er óspennandi. Minnir mig á einhvern annan bjór.“ Umsagnir um umbúðir: Öðruvísi umbúðir – Aðeins of viðvaningsleg hönnun – „Basic“ flaska, ekki nógu jólaleg – Svolítið eins og verið sé að reyna að gera þær gamaldags en tekst ekki alveg – Mér finnst vera ópalfílingur í hönnuninni 7 Giljagaur Meðaleinkunn: 5,0 Lýsing: Rafgullinn, skýjaður, mjúk fylling, sætur, beiskur, höfugur, krydd, ávöxtur, ristað malt, humlar. Styrkleiki: 10% Verð: 636 krónur Steinn: „Sælgæti. Örlítið sætur. Annars flott jafnvægi. Virkilega góður. Al­ menningi finnst þetta örugglega ekki gott en mér finnst þetta nammi.“ Henry: „Gruggugt. Mikil sítruslykt. Bragðast eins og Ajax. Viðbjóður. Ekki minn tebolli. Ekki fyrir Bolinn en bjórsnobbarar elska svona.“ Elín Arnar: „Nei, þetta er eins og bjór með ilmvatni út í. Hann vinnur samt á.“ Andri Freyr: „Það er eitthvað sem ég kann að meta í þessum en veit ekki hvað. Veit ekki hversu marga ég gæti drukkið af honum en þó nokkra. Fíla hann.“ Rakel: „Ljótur litur. Gruggugt. Rosalegt ilmvatnsbragð. Veit ekki hvað þetta er, en bjór er hvergi þar nærri. Afskaplega vondur drykkur.“ Umsagnir um umbúðir: Eins og eitthvað sem maður mundi finna á hollustubar – Villandi umbúðir – Ekkert jólalegt við þennan – Of „organic“ útlit 10 Tuborg jólabjór Meðaleinkunn: 3,0 Lýsing: Ljósrafgullinn, ósætur, mjúk meðalfylling, miðlungsbeiskja, humlar, malt, létt krydd. Styrkleiki: 5,6% Verð: 299 krónur Steinn: „Í alvöru? Flatur, vantar allt. Ef þú vilt venjulegan lager í jólaföt­ um, gjörðu svo vel.“ Henry: „Svikari. Út með hann. Venjulegur meðalbjór með smá sítrus. Júdas enn á ný.“ Elín Arnar: „Þetta bragðast eins og dreggjarnar þegar komið er í botninn á einum hálfslítra.“ Andri Freyr: „Ég held að þetta sé ekki jólabjór. Þetta er „The Grinch“ bjóranna í ár.“ Rakel: „Það bætist í svikarahóp­ inn. Venjulegur bjór með enga jólasérstöðu. Fínn í vor en ekki jólabjór.“ Umsagnir um umbúðir: Flöskurnar eru alltaf flottar – Æðislegar umbúðir – Sætur jólasveinn – Klassískt jóla Tuborg – Fallegt 4 Egils Malt jólabjór Meðaleinkunn: 6,6 Lýsing: Rafbrúnn, sætuvottur, mjúk fylling, lítil beiskja, malt, lakkrís. Styrkleiki: 5,6% Verð: 349 kr. Steinn: „Malt og appelsín. Ekkert að þessu. Dálítið sætur. En skást hingað til. Ef þér finnst malt og appelsín gott þá er þetta þitt.“ Henry: „Flottur litur og froða. Lítil lykt. Alveg eins og venjulegt malt. Óáhugavert. Vantar bara appelsín með.“ Elín Arnar: „Minnir á jólaöl. Mildur og góður en ekkert sérstakt jólakrydd.“ Andri Freyr: „Þessi yrði fínn með piparkökunum. Fínn með app­ elsíni til að róa krakkana af því þetta bragðast eins og malt.“ Rakel: „Fallegur á lit og fín froða. Mildur og góður. Kæmi þessum niður allt kvöldið. Frábær jóla­ bjór. Áfengt maltöl, hvað viljum við meir?“ Umsagnir um umbúðir: Er þessi tappi tilviljun? Þetta er malttapp­ inn! – Alveg eins og venjulega maltflaska, vantar jólakúlurnar á umbúðirnar – Skemmtilegt Þessir voru bestir í fyrra Það sést vel í þessari smökkun að mikill munur er á milli árganga bjóranna. Í fyrra var Tuborg Jule­ bryg í fyrsta sæti, ásamt Einstakri, en Tuborg lendir í 10. sæti í ár. Einstök fellur niður í 6. sæti. Jóla Kaldi var þá í 6. sæti en hoppar nú upp í 2. sæti og Jóla Bock fer úr 9. sæti í 3. sæti. 1.–2. sæti Tuborg Julebryg 1.–2. sæti Einstök 3. sæti Egils Malt Jólabjór 4. sæti Egils Jólagull 5. sæti Stekkjastaur 6. sæti Jóla Kaldi 7. sæti Víking Jólabjór 8. sæti Ölvisholt Brugghús Jólabjór 9. sæti Víking Jóla Bock 10. sæti Leppalúði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.