Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Page 52
52 Sport 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Þ að má búast við mikilli spennu þegar lokakeppn- in í Formúlu 1 kappakstrin- um fer fram á sunnudag. Keppnin verður að þessu sinni haldin í Sao Paulo í Brasilíu og þá mun ráðast hver stendur uppi sem heimsmeistari. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull, er með pálmann í höndun- um fyrir lokaumferðina og getur, ef vel tekst til, varið heimsmeistaratit- il sinn. Hann er í efsta sæti í stiga- keppni ökuþóra með 273 stig en Spánverjinn Fernando Alonso, sem ekur fyrir Ferrari, er sá eini sem get- ur ógnað Vettel. Alonso er í öðru sæti með 260 stig en í þriðja sætinu situr Kimi Räikkönen á Lotus með 206 stig. Nánast komið Stigakerfið í Formúlunni er þannig að fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið gefur 18 stig, þriðja sætið 15 stig, það fjórða 12, fimmta sætið gefur 10 stig og svo koll af kolli en 10. sætið gefur 1 stig. Til að verða heimsmeistari þyrfti Alonso helst af öllu að vinna Brasilíukappaksturinn og treysta á að Vettel endaði neðar en í fjórða sæti. Þar sem Vettel hefur unnið fjögur af síðustu sex mótum og Alonso ekki unnið síðan í Þýska- landskappakstrinum í júlí síðast- liðnum er ljóst að Alonso þarf á öllu sínu að halda. Í keppni bílasmiða er Red Bull langefst með 440 stig en líkt og Vettel varð Red Bull einnig stigahæst í fyrra. Baráttan um fyrsta sætið er því engin en hún er öllu harðari um annað og þriðja sætið. Ferrari er fyr- ir lokakeppnina í öðru sæti með 367 stig en McLaren í því þriðja með 353 stig. Lotus er í fjórða sæti með 302 stig en töluvert þar á eftir kem- ur Mercedes í fimmta sæti með 136 stig. Þrír sigrar í röð Lewis Hamilton vann sigur í síðustu keppni sem fram fór í Bandaríkjun- um um liðna helgi. Hamilton þótti aka óaðfinnanlega en því miður fyrir hann á hann aðeins möguleika á að hífa sig upp í þriðja sætið í keppn- inni í Brasilíu. Brautin í Sao Paulo, sem keppt verður á um helgina, heitir Autó- dromo José Carlos Pace, en fyrst var keppt á henni árið 1972. Hún er 4,3 kílómetrar að lengd, ekinn er 71 hringur og heildarvegalengdin er tæplega 306 kílómetrar. Franski ökuþórinn Alain Prost hefur oftast staðið uppi sem sigurvegari á braut- inni, eða sex sinnum, en í keppni bílasmiða hefur McClaren oft- ast hrósað sigri, eða ellefu sinn- um. Það ætti að létta lund Red Bull- manna, þar á meðal Vettels, að vita til þess að þeir hafa unnið þrjú ár í röð á þessari braut. Mark Webber vann þar í fyrra, Vettel árið 2010 og Webber stóð einnig uppi sem sigur- vegari árið 2009. n n Lokakeppni Formúlunnar í Brasilíu n Red Bull hefur unnið þar 3 ár í röð Brasilíukappaksturinn Lokakeppni formúlunnar í ár fer fram í Sao Paulo í Brasilíu næstkomandi sunnudag. T1 18.3T2 36.6 T3 17.4 1’12.3” 1 2 3 4 5 6 78 9 10 11 12 13 14 15 0’00.0”T 00.0 Beygja Gír Km/klst Þyngdaraflskraftur 3 106 2.661 3 166 3.872 5 257 3.293 3 154 4.454 5 251 2.835 5 218 5.006 5 231 5.007 2 76 4.078 2 104 3.899 2 72 3.6310 5 235 4.5811 3 130 3.5912 6 5 276 220 2.46 N.a. 14 13 7 309 1.3815 Tölfræði Sao Paolo Brasilía Tímasvæði Tími á hring Tímatöku- svæði Rás- mark Hraða- gildra Lengd Methringur Sigurvegari árið 2011 VegalengdHringir 4,309 km 1:11.473 Juan Pablo Montoya (2004) Mark Webber (Red Bull) 305,909 km71 DRS-svæði (Má opna stillanlegan afturvæng) Afrein að þjónustusvæði Hei ild: Formúla 1 Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Vettel með níu fingur á titlinum Hart barist Vettel er með pálmann í höndunum og líklegur til að verja heimsmeistaratitil sinn í Formúlunni. MyNd ReuteRs Staðan í Formúlu 1 Staðan eftir keppnina um helgina og heildarstaða ökumanna og bílafram- leiðenda. RB FR ML LT MC SB FI WL TR MR CT HR 440 367 353 302 136 124 99 76 22 0 0 0 Framleiðendur Stig Topp 3 um síðustu helgi Heildarstaðan Ökumaður Lið Tími 1:35:55.269 +00:00.675 +00:39.229 ML RB FR Ökumenn (Topp 10) Stig 273 260 206 190 167 163 107 96 93 66 ÞÝS SPÁ FIN BRE ÁST BRE BRA FRA ÞÝS MEX RB FR LT ML RB ML FR LT MC SB Red Bull Ferrari McLaren Lotus Mercedes Sauber Force India Williams Toro Rosso Marussia Caterham HRT 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 1 2 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Lewis Hamilton Sebastian Vettel Fernando Alonso Sebastian Vettel Fernando Alonso Kimi Raikkonen Lewis Hamilton Mark Webber Jenson Button Felipe Massa Romain Grosjean Nico Rosberg Sergio Perez Huntelaar til Arsenal? Klaas-Jan Huntelaar, hollenski markahrókurinn hjá Schalke, er orðaður við Arsenal þessa dag- ana. Erik Meijer, sparkspekingur Sky Sports, sagði fyrir leik Schalke og Olympiakos á miðvikudags- kvöld að hann hefði heimildir fyrir því að Huntelaar yfirgefi herbúðir þýska liðsins í janúar. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef mun hann fara í vetur. Arsenal er líklegast til að landa honum,“ sagði Meijer. Huntelaar var hins vegar þögull sem gröfin eftir leik- inn og sagði að Meijer byggi aug- ljóslega yfir meiri upplýsingum en hann sjálfur. Samningur Hun- telaar rennur út í sumar og ætli Schalke sér að fá einhvern aur fyrir hann verður það að gerast í janúar. Allardyce vill fá Beckham Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, segir að hann væri al- veg til í að fá David Beckham til félagsins. Beckham, sem er 37 ára, staðfesti í vikunni að hann muni yfirgefa Los Angeles Galaxy þann 1. desember næstkomandi og getur hann því samið við nýtt lið strax í janúar. Mörg félög vilja fá Beckham, meðal annars lið í Kína, Brasilíu og Ástralíu. Hvort Allar- dyce verði að ósk sinni skal ósagt látið en það verður þó að teljast ólíklegt. Eitt er þó víst að hann yrði ekki lengi að vinna stuðnings- menn félagsins á sitt band. Hugsar ekki um sölu Radamel Falcao, kólumbíski fram- herjinn hjá Atletico Madrid, segir að hann ætli ekki að láta vanga- veltur um framtíð sína hafa áhrif á sig. Falcao hefur farið gjörsam- lega á kostum að undanförnu og er einn allra heitasti framherji heims um þessar mundir. Hann hefur að undanförnu verið orðaður við félög á borð við Chelsea og Manchest- er City. „Það síðasta sem ég hugsa um þessa dagana er sala. Ég er með samning við Atletico og ég einbeiti mér að fullu að mínu félagi,“ segir Falcao. Hann hefur skorað 10 mörk í 10 leikjum í spænsku deildinni og auk þess skorað fimm mörk í fimm leikjum með Kólumbíu í undankeppni HM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.