Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Page 60
Skrifaði bók úti á Sjó Hvað er að gerast? 23.–25. nóvember Föstudagur23 nóv Laugardagur24 nóv Sunnudagur25 nóv Samstöðufundur Félagið Ísland-Palestína boðar til sam- stöðufundar á meðan Össuri Skarphéð- inssyni utanríkisráðherra verða færðar undirskriftir um 5.000 Íslendinga sem krefjast þess að íslensk stjórnvöld setji viðskiptabann á Ísrael meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og viðhalda áratugalöngu hernámi sínu í Palestínu. Stjórnarráð Íslands 17.00 Eilíf Maísól Ragnheiður Maísól opnaði einkasýn- inguna Eternal á Kaffistofunni, Hverfis- götu 42, fimmtudaginn 22. nóvember. Sýningin verður einnig opin föstudaginn á milli kl. 16 og 18 en síðan ekki meir (Geir). Kaffistofan 16.00 Fjallabræður í Háskólabíó Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmanna- eyja blása til tónlistarveislu til að fara yfir samstarfið í tali og tónum og ekki síst til að flytja og reka smiðshöggið á hið frábæra verkefni sem Þjóðlagið er. Háskólabíó 18.00– 21.30 Nashyrningarnir Stúdentaleikhúsið í samstarfi við Norður- pólinn sýnir eitt helsta verk Absúrdleik- hússins, Nashyrningana, eftir franska skáldið Eugéne Ionesco. Norðurpóllinn 20.00 Söngskemmtun í Salnum Það eru þeir Björn Thoroddsen gítarleikari og Kristinn Sigmundsson stórsöngvari sem standa að söngskemmtuninni en með þeim á sviðinu verða Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari. Það er því einvalalið tónlistarmanna sem mun flytja íslensk dægurlög eftir Jón Múla, Sigfús Halldórsson, Oddgeir Kristjánsson og fleiri ástsæl tónskáld. Salurinn í Kópavogi 20.00 S jónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal leikur í þætti af Spaugstofunni sem lík- lega verður sýndur nú um helgina. Þar fer Auðunn í gervi vinar síns Pétur Jóhanns og túlkar hinn umdeilda Tong Monitor. Pálmi Gestsson deildi mynd af Audda á fésbókarsíðu sinni. „Hefði einhver sagt við mig sem gutti að ég yrði sköllóttur 30 ára en myndi hinsvegar leika í fimm sketsum í sama þættinum af Spaugstofunni 32 ára hefði ég ekki verið að stressa mig mikið af hárleysinu,“ skrifar Auðunn undir myndina. Auddi í Spaugstofunni E lma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyng- dal leikstjóri eiga von á barni samkvæmt Séð og heyrt. Þetta er þeirra fyrsta barn en Elma Lísa er 39 ára og Reynir 36 ára. Reynir á fyrir 10 ára dóttur og býr fjölskyldan í Vestur bænum. Mikil hamingja ríkir á heimili fjölskyldunnar. Á gúst Þór Ámundason skrifaði fyrstu bók sína úti á rúmsjó. Bókin sem fjallar um mannshvarf á Suðurnesjum og kall- ast Afturgangan kom út á vegum Tinds bókaútgáfu nú fyrir jól. „Ég var á Kristínu ÞH 157 og skrifaði þessa bók mestmegnis úti á sjó og í landlegum á Djúpavogi,“ segir Ágúst í spjalli við DV. „Mað- ur er að vinna 12 tímana, sex tíma í senn. Maður fer í rosalegar pælingar þegar maður er að djöflast. Það virðist vera að ég nái góðri ein- beitingu í mestu vinnutörnun- um og þá fór ég aftur og aftur yfir þræði sögunnar.“ Ellilífeyrisþegi Á milli vinnutarnanna skrifaði hann, þó stundum hafi aðstæður ekki verið þær allra bestu. „Það gat gengið helvíti brösug- lega í brælum að halda tölvunni kyrri á borðinu þegar veltingurinn var mikill.“ Þegar Ágúst Þór var í landleg- um í Djúpavogi naut hann að- stoðar Hrannar Jónsdóttur ellilíf- eyrisþega við yfirlesturinn. „Hún Hrönn hafði unnið lengi á kaffi- stofu Vísis á Djúpavogi og var ný- komin á ellilaun þegar ég var að skrifa bókina. Hún fór nokkrum sinnum yfir textann með mér og drakk með mér kaffi á kaffistof- unni,“ segir hann. „Ég er ánægð- ur með að hafa kynnst henni, hún er hagyrðingur mikill og var mér mikil stoð.“ Með ritstíflu Fyrir utan skrifin hefur Ágúst Þór unnið sem aukaleikari í kvikmynd- um og tónlistarmyndböndum. Þá kom þriðja barnið í heiminn og hann hefur að eigin sögn í nógu að snúast. „Ég er reyndar haldinn slæmri ritstíflu þessa dagana, von- andi kemst ég hjá henni sem fyrst,“ segir hann og segir hana hvimleitt fyrirbæri. „Ég fæ bara engar hug- myndir!“ segir hann og andvarpar. „Okkar þriðja barn kom í heiminn í októbermánuði og ég hef verið að taka að mér alls kyns aukahlutverk í kvikmyndum og tónlistarmynd- böndum. Síðast lék ég í mynd- bandi fyrir franskan leikstjóra í Fríkirkjunni og hafði gaman af.“ kristjana@dv.is n Erfitt að skrifa í brælu n Nær góðri einbeitingu í vinnulotum n Kynntist ellilífeyrisþega sem aðstoðaði við yfirlestur 60 Fólk 23.–25. nóvember 2012 Helgarblað Skrifað á sjó Ágúst Þór átti stundum erfitt með að halda tölvunni kyrri í mestu brælunni. Eiga von á barni n Mikil hamingja á heimilinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.