Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Qupperneq 61

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2012, Qupperneq 61
Fólk 61Helgarblað 23.–25. nóvember 2012 É g er hér í fríi úti í Noregi og ætla að halda upp á daginn með konunni og nánustu ætt­ ingjum hér úti,“ segir Selfyss­ ingurinn og gröfumaðurinn Eyþór Björnsson sem verður fertugur á sunnudaginn. Eyþór ætlar ekki að halda stóra veislu í þetta skiptið. „En við förum eflaust eitthvert út að borða,“ segir hann og bætir við að hann sé sáttur við að vera kom­ inn á fimmtugsaldurinn. „Ég sé engan mun á því,“ segir Eyþór sem segist ekki vera mikið afmælis­ barn. „Mér finnst samt alveg gam­ an að halda stórar veislur, það er alltaf inni í myndinni þótt það verði ekki í ár.“ É g ætla að eyða afmælisdegin­ um í New York og er að fara bara núna klukkan fimm. Ég sit bara hérna á Panorama­ bar,“ segir Magni Barðason sem verður þrítugur á laugardaginn. „Ég fékk þessa ferð í gjöf frá kon­ unni, segjum það allavega. Við erum að fara tvö saman og með vinafólki okkar og verðum í fimm daga í þessari borg,“ segir Magni og bætir við að það sé planið að gera eitthvað rómantískt á afmælis daginn. „Ég hef farið einu sinni áður til New York. Þetta er náttúrulega snilldarstaður til að eyða þessum degi.“ Magni mun því ekki halda partí á sjálfan afmælisdaginn fyrir vini og vandamenn. „Það verður þá ekkert fyrr en helgina á eftir,“ seg­ ir hann en neitar því að vera mikið afmælisbarn. „Ég er sjómaður og það kemur oft fyrir að maður sé úti á sjó þegar afmælið rennur upp.“ Hann segist ekki eiga erfitt með þá tilhugsun að vera kominn á fer­ tugsaldurinn. „Það er samt pínu skrítið. Sérstaklega þar sem ég er bara tvítugur í anda.“ Heldur upp á daginn í Noregi Fékk ferðina í afmælisgjöf Eyþór Björnsson verður fertugur á sunnudaginn Magni Barðason dvelur í New York á afmælinu V ið ætlum að vera óskap­ lega virðuleg,“ segir Guð­ laug Elísabet Ólafsdóttir en hún og Þorsteinn Guð­ mundsson verða aðal­ kynnar á degi Rauða nefsins þann 7.desember næstkomandi í söfn­ unar og skemmtiþætti í opinni dagskrá Stöðvar 2. Gefa vinnu sína Það er óvíst að Guðlaug og Þor­ steinn haldi það lengi út að vera virðuleg enda alþekkt fyrir uppi­ stand og skrípalæti. Þau mættu á morgunfund í höfuðstöðv­ ar UNICEF á Laugavegi þar sem lögð voru drög að skemmtiþættin­ um. „Þó að tilefnið sé sorglegt, því sveltandi börn eru jú ekki ánægju­ legt viðfangsefni þá verður þetta skemmtileg dagskrá, segir Guðlaug. Það verður eitthvað fyrir alla,“ segir hún. „En með átakinu vill UNICEF gleðja alla landsmenn og vekja um leið athygli á þeirri neyð sem steðjar að milljónum barna um heim allan. Við ætlum öll að gefa vinnu okkar, segir Guðlaug og vís­ ar í alla þá þjóðþekktu einstaklinga sem munu koma fram á skemmti­ kvöldinu.“ Árviss viðburður Dagur rauða nefsins er árviss við­ burður hjá UNICEF á Íslandi. Hann ber í ár upp á 7.desember en nú í dag, föstudag, hefst hin árlega sala á rauðum nefjum UNICEF. Nefin í fyrra, þau Skotta, Skrepp­ ur og Skjóða, nutu gríðarlegra vin­ sæla hjá landsmönnum en nefin í ár koma í litlum glösum sem inni­ halda ráðlagðan dagskammt fyrir þá sem vilja bæta heiminn. Nefin kosta 1000 krónur og eru fáanleg í Bónus, Hagkaup, MP­ banka, Domino´s og á kaffihúsum Te og Kaffis. Kærleikurinn og jólin Guðlaug segist finna til sín að fá að vera með í átakinu sem hefur skil­ að miklu til barna í neyð síðustu ár og segir kærleikann vera hinn sanna jólaanda. „Ég er nú slök í jólaskrautinu og undirbúningn­ um. Tek bara fram þetta klassíska skraut og kveiki á mikið af kertum í skammdeginu. Það er kærleikurinn sem hringir inn jólin,“ segir þessi geðþekka gamanleikkona. kristjana@dv.is Ráðlagður dag- skammtur af gleði n Guðlaug Elísabet og Þorsteinn Guðmundsson gefa vinnu sína Sprella fyrir góðum málstað Guðlaug og Þorsteinn verða aðal- kynnar á degi Rauða nefsins og lofa miklu og skemmtilegu sprelli. V ið höldum þessa tónleika af því að Arnar hefði orðið þrí­ tugur þann 10. desember,“ segir Árni Ingi hjá Slark Clot­ hing sem ætlar, ásamt fjöl­ skyldu og vinum snjóbrettakappans Arnars Freys Valdimarssonar sem lést langt fyrir aldur fram árið 2006, að halda minningartónleika þann 7. desember. Á tónleikunum koma fram meðal annars Brain Police, Lára Rúnars og Champions of Death en um hljóm­ sveitir sem tengjast fjölskyldu Arnars og vina er að ræða auk þess sem fleiri sveitir eiga eftir að bætast við. „Þetta verður startið á nýju slarki og það verður frítt inn og allir sem þekktu Arnar eru velkomnir,“ segir Árni Ingi en hann og félagar hans vilja með þessu heiðra minningu „Snáksins“ eins og Arnar var jafnan kallaður. Brettafélag Íslands ætlar einnig að veita styrk í nafni Arnars. „Jibb‘n Skate á heiðurinn að þessum styrk sem verður veittur einhverjum jaðar­ íþróttaiðkanda. Það eina sem þarf til að sækja um er metnaður og vilji til að koma sér áfram. Þennan pening á að nota í sportið en ekki á djamminu,“ segir Árni og bætir við að þar sem snjóbrettaiðkun sé ekki viðurkennd íþrótt á Íslandi sé erfitt að sækja um styrki. „Það eru samt ekki bara snjó­ brettakrakkar sem geta sótt um held­ ur allir sem eru í einhvers konar jaðar­ íþrótt. Öllu nema boltaíþróttum.“ Athygli vekur að í umsókn styrksins sem er að finna á síðunni brettafelag. is er spurt hvort viðkomandi reyki eða drekki. Árni Ingi segir þau svör þó ekki afgerandi í ákvörðunartöku. „Það er bara mjög gott að fá að sjá hvað fólk er að pæla og hvar metnaðurinn ligg­ ur,“ segir hann en bætir við að ætlunin sé ekkert endilega að reyna að breyta ímynd jaðaríþróttamannsins sem oft og tíðum er tengd djammi og sukki. „Það eru alltaf tvær hliðar á þessari ímynd, annars vegar er það keppnis­ maðurinn sem er eins og hver ann­ ar ólympíufari og svo hinn sem hef­ ur bara gaman að. Þetta sport hefur alltaf verið svona og ég held að því verði ekki breytt. Hver og einn verður bara að velja sína leið.“ indiana@dv.is n Minningartónleikar og styrkveiting í nafni Arnars Freys Heiðra minningu „SnákSinS“ Heiðra vin sinn Vinir og fjölskylda Arnars ætla að halda tónleika fyrir alla sem þekktu hann. Arnar Hefði orðið þrítugur þann 10. desember. n Mikil hamingja á heimilinu Þ orkell Magnússon, hand­ boltakappi í FH og sál­ fræðinemi við Háskólann í Reykjavík, varð 22 ára þann 22. nóvember. Þorkell, eða Kalli eins og hann er alltaf kallaður, segist þó lítið geta notið afmælis­ dagsins vegna anna í boltanum og skóla. Hann hóf afmælisdaginn á próflestri og lýkur honum á sama hátt. Þess á milli hitti hann systur sína í hádegismat og tókst á við Valsmenn í N1 deildinni. „Við tök­ um þennan leik og vinnum hann með sex mörkum,“ segir Kalli bjartsýnn en hann var að mæta í Kaplakrika þegar DV náði tali af honum og var til í slaginn. „Ég ætla bara að læra og keppa . Ég fagna svo vonandi sigrinum með bókun­ um í kvöld í Háskólanum í Reykja­ vík. Ég held ég geymi að halda upp á daginn þangað til eftir að þessum prófum lýkur,“ segir hann. Líklegt er þó að besta afmælisgjöf­ in sé að besti vinur hans, Ólafur Guðmundsson handboltakappi og kona hans eignuðust sitt fyrsta barn á afmælisdaginn. Eyðir deginum með bókum og bolta Þorkell Magnússon handboltakappi er 22 ára
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.