Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 7
91 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags tók við rúmlega tveggja mánaða ferð um Vesturland og Vestfirði. Þeir könnuðu afstöðu jarðlaga og rann- sökuðu surtarbrandslög, m.a. við Hreðavatn, Brjánslæk (2. mynd) og í Steingrímsfirði. Þeir komust nyrst í Aðalvík og Rekavík á Hornströnd- um. Steenstrup og Jónas héldu ekki nákvæma dagbók í þessari ferð, en þó má færa rök að því að hún hafi skipt sköpum fyrir þá báða um skilning á jarðfræðilegri upp- byggingu landsins. Steenstrup fór ásamt Schythe til Kaupmannahafn- ar í lok september 1840 og tóku þeir með sér mikið safn af steina- og surtarbrandssýnum. Jónas fór síðan einn um haustið um Árnessýslu, einkum til að athuga þar útbreiðslu jarðlaga, og kom að lokum aftur til Reykjavíkur 6. október. Veturinn 1840–1841 sat Jónas sem áður um kyrrt í Reykjavík. Vegna ýmissa anna komst hann ekki aftur í náttúrufræðilegar rannsóknarferðir fyrr en í byrjun júlí 1841, fór þá m.a. aftur til Krísuvíkur til að safna steinasýnum. Þann 11. júlí hélt Jón- as síðan til Þingvalla og rannsak- aði m.a. Skjaldbreið. Hann fór um Kaldadal að Húsafelli og Gilsbakka og athugaði aftur surtarbrandslögin við Hreðavatn. Einnig rakst hann á og rannsakaði nýjan fundarstað surtarbrands í Grákollugili sunnan í Holtavörðuheiði. Síðan fór Jónas um byggðir á Snæfellsnesi, um Dali og Húnavatnssýslur í Skagafjörð og í Öxnadal þar sem hann dvaldi nokkra daga. Hann komst norður í Svarfaðardal, fór síðan um Helj- ardalsheiði að Hólum í Hjaltadal og úr Skagafirði fjallveg um Mælifells- dal og Arnarvatnsheiði til Þingvalla. Til Reykjavíkur kom hann 27. sept- ember. Þetta sumar hefur einnig verið árangursríkt fyrir Jónas, og jarðfræðileg sýn hans er nú tekin að skýrast að mun.1 Enn hafði Jónas vetursetu í Reykjavík. Jónas fór síðustu rannsóknarför sína sumarið og haustið 1842. Hann leggur af stað í byrjun júlí og fer nokkuð hratt austur um Suðurland, sveitir og sanda sunnan jökla og austur á firði. Hann fer í könn- unarferðir frá Búlandsnesi og Djúpavogi til að skoða þekkta fund- arstaði steinda, eins og Teigarhorn. Jónas var í rúma viku um kyrrt við silfurbergsnámuna við Helgu- staði, kynnti sér allar aðstæður þar og safnaði mörgum sýnum fyrir jarðfræðisafnið í Kaupmannahöfn. Hann fór síðan nokkuð víða um Hérað og Fljótsdal og komst norður að Vindfelli í Vopnafirði. Jónas ger- ir ýmsar athyglisverðar athuganir þetta sumar er varða m.a. útbreiðslu og afstöðu jarðmyndana, landris og kenningar Krug von Nidda14 og Roberts15 um uppbyggingu lands- ins. Hann dregur saman í dagbók- inni niðurstöður úr öllum fimm ferðunum í fyrrnefndum kafla, Fem Sommerrejser i Island. Jónas hélt frá Eskifirði til Kaupmannahafnar 27. október og átti ekki afturkvæmt til Íslands. Dagbókin um rannsóknarförina 1842 er meðal athyglisverðustu sam- antekta Jónasar um jarðfræði. Margt skýrðist fyrir honum í þessari ferð, en það er ofmælt að kalla hana ‘vísindalega afreksferð’16 – til þess eru gögnin of óljós og samhengi vantar í heildarmyndina. Lýsingin á jarðmyndunum í Hornafirði og Lóni er til að mynda fátækleg og ekki er minnst á stóru berginnskotin í Vesturhorni og Austurhorni. Ferðaleiðir Jónasar Þegar meta skal störf náttúrufræð- inga á borð við Jónas Hallgrímsson skiptir máli að gera sér góða grein fyrir yfirferð þeirra um landið, því að þekkingu sína sækja þeir að verulegu leyti út í náttúruna. Ferða- leiðir Jónasar 1837 og 1839–1842 eru sýndar á 3. mynd. Á það skal minnt að hér er einungis verið að sýna leiðir hans í grófum dráttum og að tiltækar upplýsingar eru misná- kvæmar. Það er ljóst að Jónas hefur farið margar styttri ferðir eða króka sem er ekki unnt að sýna á kortinu, líklega helst í Eyjafirði, Skagafirði og nágrenni Reykjavíkur. Þessar leiðir Jónasar eru aðgreindar eftir árum í 2. mynd. Við Brjánslæk. Eftir teikningu Jónasar Hallgrímssonar í dagbók 1840. Vinstra megin er skrifað með blýanti: a. Nedskred; b. Surturbrand; c. basaltisk lava; d. Basalter; e. tæt lava = Trap; f. Grónsvær; og g. elven. Undir myndinni stendur: ved Brjánslæk. Letur og bókstafamerkingar jarð- laga hafa verið hertar upp rafrænt fyrir prentun. Prentstærð um 70:100. Þjóðminja- safn Íslands (Þjms. 12171). 78 3-4 LOKA.indd 91 11/3/09 8:32:42 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.