Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 8
Náttúrufræðingurinn
92
Fjölriti Náttúrufræðistofnunar 53.17
Ferðaleiðir Japetusar Steenstrup
1839–1840 hefur Þorvaldur Thor-
oddsen tekið saman.12
Athuganir á áfangaskrám Jón-
asar, dagbókum, minnisblöðum,
sendibréfum og dagsetningum í
steinasöfnum hans1,2 leiða í ljós
að hugsanlega hafi 40–50 dagar á
hverju ári, að undanskildu árinu
1840, nýst honum að einhverju leyti
til náttúrufræðilegra athugana utan
Reykjavíkur, hvort sem um var að
ræða rannsóknir á ákveðnum stöð-
um, sýnatöku, gerð uppdrátta eða
einfaldlega landslagsathuganir af
hestbaki. Flestir hafa dagarnir verið
1840, árið sem Jónas ferðaðist um
vesturhluta landsins með Steenstrup,
hugsanlega allt að 80. Hér er sam-
anlagt um verulegan tíma að ræða,
og mun óhætt að fullyrða að enginn
náttúrufræðingur hafi áður varið
jafnlöngum tíma til útirannsókna á
náttúru Íslands.
Það sést (3. mynd) að Jónas hefur
farið mjög víða miðað við það sem
þá hafði tíðkast. Best hefur hann
kannað vesturhluta landsins og
Mið-Norðurland. Norðausturland
hefur hins vegar orðið nokkuð út-
undan. Þess ber þó að geta að Jónas
sigldi með ströndum Norðaustur-
lands á leið frá Kaupmannahöfn til
Akureyrar sumarið 1839 og festi þá
ýmsar jarðfræðilegar athuganir á
blað.1b Mestallt miðhálendið verður
einnig útundan hjá Jónasi.
Það er eftirtektarvert að Jónas seg-
ir í bréfi til Páls Melsteð í október
1842 að hann sé „búinn að sjá allt
land, nema eitthvað af Langanes-
ströndunum“.1c Þarna er Jónas
greinilega með hugann við byggð-
ir landsins. Ástæða þess að hann
leggur leiðir sínar einkum um
byggðir er líklega helst sú að verk-
efnið Lýsing Íslands (sjá bls. 102) er
honum ætíð ofarlega í huga, þótt
vanefni til ferðalaga í óbyggðum
kunni að hafa ráðið einhverju.
Jónas hefur þurft að reka erindi
Hins íslenska bókmenntafélags við
presta og sýslumenn. Í dagbók-
inni 1842 nefnir hann beinlínis
að hann fari um byggðir sunnan
jökla vegna Bókmenntafélagsins og
áætlaðrar lýsingar landsins. Annað
sem ræður ferðamáta Jónasar er sú
staðreynd að hann var ekki mikill
göngugarpur. Hann var þungur á
fæti og gekk sjaldan á fjöll. Þá er
ljóst að Jónas bjó við skerta heilsu
eftir ferðina um Nýjabæjarfjall milli
Skagafjarðar og Eyjafjarðar í ágúst
1839.16 Þetta hefur háð honum all-
mikið við rannsóknirnar. Svo virðist
sem Helgafell í Vestmannaeyjum
(226 m) hafi verið hæsta fjall sem
Jónas kleif á rannsóknarferðum
sínum (5. júní 1837), annars hafi
hann jafnan verið á hestbaki.
Lausleg athugun á ferðalögum
Eggerts Ólafssonar18 1750 og 1752–
1757 og Sveins Pálssonar19 1791–
1797 bendir til að Jónas hafi náð að
fara um stærra svæði en þeir, og
hefur hann því líklega fengið meiri
yfirsýn. Öðrum náttúrufræðingum
er vart til að dreifa til samanburðar.
Enginn náttúrufræðingur tók Jónasi
Hallgrímssyni fram í þessu fyrr en
Þorvaldur Thoroddsen kom til sög-
unnar tæplega hálfri öld seinna. Í II.
bindi af seinni útgáfu Ferðabókar
Þorvalds Thoroddsen20 má til sam-
anburðar sjá kort sem Jón Eyþórsson
tók saman yfir ferðaleiðir Þorvalds á
Íslandi 1882–1898.
Söfnun náttúrugripa
Jónas Hallgrímsson hefur safnað
miklum fjölda náttúrugripa á ferðum
sínum. Umfram allt voru þetta sýnis-
horn bergtegunda og steinda, sem
hann safnaði gagngert fyrir J. G. Forch-
hammer, forstjóra jarðfræðideildar
Universitetsmuseet í Kaupmanna-
höfn, en einnig var um að ræða tölu-
vert af surtarbrandi og plöntustein-
gervingum. Kassar með steina- og
surtarbrandssýnum sem Jónas hefur
sent til Kaupmannahafnar eða tekið
með sér hafa skipt mörgum tugum.
Til dæmis má nefna að sumarið 1841
sendi hann til Universitetsmuseet
átta kassa með steinum og surtar-
brandi frá Hafnarfirði, Reykjavík,
Húsafelli, Hvammi í Norðurárdal,
Búðum á Snæfellsnesi, Ólafsvík,
Helgafelli og Akureyri.1d Og eftir
komu sína í silfurbergsnámuna við
Helgustaði í Reyðarfirði í ágúst 1842
lætur hann ganga frá sjö steina-
kössum til sendingar frá Eskifirði til
Universitetsmuseet.1e
Þegar þeir Japetus Steenstrup og
Jónas ferðuðust saman árið 1840
virðist sá fyrrnefndi að mestu hafa
séð um söfnun náttúrugripa. Axel
Garboe segir í riti sínu Geologiens
Historie i Danmark 21 að mikill fjöldi
sýna (‘store samlinger’) af tertíerum
plöntusteingervingum hafi verið
sendur til Kaupmannahafnar eftir
rannsóknarförina 1840, og A. Noe-
Nygaard ítrekar að Universitets-
museet hafi þá fengið hið stóra safn
3. mynd. Ferðaleiðir Jónasar Hallgrímssonar á árunum 1837 og 1839–1842.
78 3-4 LOKA.indd 92 11/3/09 8:32:44 AM