Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 9
93
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
plöntusteingervinga Steenstrups.22
Eftir heimkomuna til Danmerkur
haustið 1840 vann Steenstrup við
greiningu á þessum sýnum með
birtingu í huga, en gaf sér ekki
tíma til að ljúka því starfi. Athugun
í steingervingasafni Mineralogisk
Museum 1975 leiddi í ljós að þar
eru átta íslensk sýni með blaðför-
um sem merkt eru Steenstrup, og
höfðu myndir af þeim birst í ritum
Oswalds Heer.23,24 Um afdrif ann-
arra íslenskra steingervingasýna frá
ferðum þeirra Jónasar er ekki vitað.
Fyrir J. C. H. Reinhardt, forstjóra
dýrafræðideildar Universitetsmu-
seet, og seinna einnig Japetus Steen-
strup, sem þá var orðinn lektor við
Latínuskólann í Sorø, safnaði Jónas
dýrafræðilegum gripum, einkum
fiskum og fuglum, þótt helsta fram-
lag hans til íslenskrar dýrafræði
hafi verið fólgið í handritsdrögum
að Íslandslýsingu Hins íslenska
bókmenntafélags.25 Þá safnaði Jónas
einnig steinasýnum fyrir náttúru-
gripasafn sem hann vildi að komið
yrði á fót í Reykjavík, sjá bls. 97.
Það er ljóst að þeir jarðfræði-
legir náttúrugripir sem Jónas og
Steenstrup söfnuðu á Íslandi hafa
verið aðgreindir í Kaupmannahöfn
þannig að nær öll steingervinga-
og surtarbrandssýni voru í umsjá
Steenstrups, en steinasýnum hefur
allflestum verið haldið sér. Töluverð-
ur hluti af steindasýnunum hefur
farið beint til Forchhammers, og er
ekki vel ljóst um örlög þeirra. Það
er til að mynda greinilegt að Jónas
hefur safnað mun fleiri steindum
(holufyllingum) á Austurlandi 1842
1f en fram koma í steinaskránni eða
steinasafninu í Kaupmannahöfn.17
Steinasýnishorn Jónasar sem
varðveist hafa eru misvel tilhöggvin
og merkingar eru misítarlegar. Hann
hefur ekki alltaf gefið sér tíma til eða
haft eirð í sér til að ganga endanlega
frá sýnunum. Samanburður við
steinasöfn Magnúsar Grímssonar
er nærtækur (sjá bls. 95). Magnús
leggur meira í frágang og merkingu
á sýnum þótt kunnátta og reynsla
hans í jarðvísindum hafi ekki verið
mikil.26 Ekki er annað að sjá en að
safnamenn í Kaupmannahöfn hafi
oftast verið ánægðir með steina-
söfnun Jónasar. Þó kemur fram í
bréfi Jónasar til Steenstrups, dags.
1. maí 1842,1g að Forchhammer hafi
fundið að því að Jónas hafi sent
of mikið af lítilsverðum sýnum
(‘meget almindelige Ting’) til Kaup-
mannahafnar. Jónas undirstrikar
hins vegar í bréfinu að það hafi
verið skilningur sinn að gera ætti
jarðfræðilegar athuganir á sem
flestum stöðum og safna síðan til
staðfestingar sýnum af berginu eins
og það kæmi fyrir, þannig að þessar
upplýsingar nýttust við gerð jarð-
fræðikorts af Íslandi.
Jónas hefur látið prenta sérstaka
merkimiða fyrir íslensku sýnishorn-
in (4. mynd, nr. 1), en fáir þeirra hafa
varðveist.
Steinasafnið í Geologisk
Museum
Náttúrugripasafn Hafnar-
háskóla, Universitetsmuseet
Náttúrugripasafn var formlega sett
á stofn við Hafnarháskóla 1770. Það
nefndist Universitetets Natural-
theater, en uppruna þess má rekja
aftur til annarra safna; elst þeirra
var Museum Wormianum frá 1623–
1655.21 Frá 1810 nefndist háskóla-
safnið Universitetets Naturhistori-
ske Museum (oft einfaldlega kallað
Universitetsmuseet) og var til húsa í
hinni löngu háskólabyggingu (Kom-
munitetsbygningen) við Nørregade
í Kaupmannahöfn. Þar var greint
á milli tveggja faggreina, jarðfræði
og dýrafræði, og var safnstjóri fyrir
hvorri þeirra. Árið 1870 var jarð-
fræðihlutinn gerður að sjálfstæðri
stofnun innan háskólans og nefndist
nú Mineralogisk Museum. Stofn-
unin fluttist 1893 í nýja byggingu
við Øster Voldgade 5–7 þar sem hún
hefur verið til húsa síðan. Árið 1976
var nafni hennar breytt í Geologisk
Museum.27
Fyrirrennarar Universitetets Natur-
altheater höfðu snemma þegið nátt-
úrugripi frá Íslandi eða látið safna
þeim. Þess er og getið að Hafnar-
háskóla hafi fyrir 1770 borist þau
sýni sem Eggert Ólafsson og Bjarni
Pálsson söfnuðu á Íslandi á ferðum
sínum 1752–1757. Þessi sýni voru
færð í Universitetsmuseet þegar
því var komið á fót.22 Sveinn Pálsson
læknir sendi Náttúrufræðafélaginu í
Kaupmannahöfn fjölda sýna,19 m.a.
hverahrúður frá Geysi,28 en ekki er
kunnugt hvað varð um þessi sýni.
Á fyrstu áratugum nítjándu aldar
bættust síðan við ýmis íslensk sýni,
m.a. frá séra Gísla Brynjólfssyni að
Hólmum og Frakkanum Eugène
Robert15 úr leiðöngrunum sem Paul
Gaimard stýrði 1835 og 1836.
Steinasafn Jónasar
Hallgrímssonar
Í riti sínu um uppruna steinasafn-
anna í Mineralogisk Museum nefnir
Noe-Nygaard22 að steinasafn Jape-
tusar Steenstrup og Jónasar Hall-
grímssonar frá Íslandi sé meðal
helstu safnauka í forstjóratíð Forch-
hammers (1831–1865). Í ársskýrslu
Mineralogisk Museum fyrir 1840
segir að einn helsti safnaukinn það
ár sé „en meget rig og lærerig Sam-
ling af Mineralprodukter fra Island,
som Resultat af Kandidaterne
Steenstrups og Schiødtes [þ.e. J. C.
Schythes] paa kongelig Bekostning
foretagne Rejse til dette Land. Efter
denne Tilvækst vil det nu for første
Gang være muligt at fremstille et
fuldstændigt Billede af denne Ø’s
geognostiske [þ.e. geologiske] For-
holde“.29 Hér hefur hins vegar láðst
að geta um hlut Jónasar Hallgríms-
sonar, því að steinasýni hans frá
ferðunum 1837, 1839 og 1840 hljóta
þá öll að hafa borist Universitetsmu-
seet og verið orðin verulegur hluti
af Íslandssafninu.
Þorvaldur Thoroddsen getur þess
í Minningabók sinni30 að hann hafi á
háskólaárum sínum í Kaupmanna-
höfn (1875–1880) um tíma verið
einn hinna lægri aðstoðarmanna við
Mineralogisk Museum, og fékkst
hann helst við að raða steinasöfn-
um frá Íslandi og skrásetja þau.
Samkvæmt ársskýrslu Mineralogisk
Museum fyrir 1878 vann Þorvaldur
að röðun og skráningu steinasýna
frá Íslandi það ár.31 Þessi skrá yfir
gömlu íslensku steinasöfnin er enn
til í Geologisk Museum, og eru í
78 3-4 LOKA.indd 93 11/3/09 8:32:45 AM