Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 14
Náttúrufræðingurinn 98 birtust í Fjölni sem kom út á árunum 1835–1847. Jarðfræðiheitin á merki- miðum steinasafnsins í Reykjavík voru borin saman við ritmálssafn Orðabókar Háskóla Íslands, og reyndust eftirfarandi þrjú heiti vera elstu dæmi um notkun orðanna: - eldsandlag (d. Tuf), - leðjuhraun (d. Grødlava), - gjágrjót (d. Kløftlava). Með heitinu gjágrjót á Jónas við hraun sem hefur orðið til við gos úr sprungum. Gjáfylling (sjá 3. töflu) er bergið í sjálfri sprungunni (aðfærsluæðinni). Ekki er ljóst hvað Jónas á við með heitinu leðjuhraun, það sést ekki á sjálfu bergsýninu. Heitið blendingur kemur hér fyrir hjá Jónasi í fyrsta sinn. Í umfjöllun um nýyrði Magnúsar Grímssonar var vitnað til þessa heitis á merki- miðum steinasafnsins í Reykjavík og talið að hugsanlega væri þar um elstu notkun heitisins að ræða.32 Frekari athugun í ritmálssafninu sýnir að það fær tæplega staðist. Ekkert ofangreindra heita hefur fest rætur í málinu. Jónas Hallgrímsson var frábær orðasmiður á íslensku, og mörg orða hans eru enn í notkun. Þar má nefna að heitin jarðfræði, landafræði og dýrafræði eru frá honum runn- in,41 koma fyrst fyrir á prenti í Fjölni á árunum 1835–1837. Jarðfræðirannsóknir Rannsóknir Jónasar á náttúru Íslands voru margþættar og afköst mikil,1,10,11,12 þegar hliðsjón er höfð af því hve stuttur rannsóknarferill hans var. Í ljósi nýkannaðra gagna um Jónas í Kaupmannahöfn og Reykjavík þykir ástæða til að ræða hér að nýju nokkra þætti jarðfræði- rannsókna hans. Það er afar líklegt að steinasýnin og greining þeirra hafi skipt máli í túlkun hans og Steenstrups á jarðfræðilegri upp- byggingu landsins. Og eins og áður var drepið á (bls. 93) gerði Jónas ráð fyrir að steinasýnin myndu nýt- ast við gerð jarðfræðikortsins af Íslandi sem þeir Steenstrup höfðu í bígerð. Ekki hafa hins vegar fundist neinar vísbendingar um að Jónas hafi sjálfur ætlað að rannsaka þessi steinasýni frekar. Þau hafa flestöll endanlega verið ætluð Forchham- mer til rannsókna, en hann var prófessor í steindafræði og jarð- fræði við Hafnarháskóla 1831–1851 og forstöðumaður jarðfræðideildar Universitetsmuseet 1831–1865. Forchhammer fjallaði í tveimur ritgerðum um íslenskar steindir og berg.34,35 Þessar ritgerðir komu einnig í þýskum og frönskum þýð- ingum og útdráttum. Forchham- mer getur þess að J. Steenstrup, J. C. Schythe og Jónas Hallgrímsson hafi safnað þeim steinasýnum sem hann rannsakaði. Þau voru frá hverasvæðinu við Krísuvík, Hafnar- firði, Hjalla í Ölfusi, Selfjalli við Húsafell, Baulu, Hrafntinnuhrygg og Víti við Kröflu. Forchhammer lýsti 19 tegundum steinda frá Íslandi í þessum ritgerð- um; þar af taldi hann fimm tegundir vera nýjar í fræðunum, havnefjordít (kalkoligoklas), ‘kobberindigo’, krisuvigít, baulít og krablít. Þetta var á árdögum steindafræðinnar, og seinna kom í ljós að þremur fyrst- nefndu tegundunum hafði áður ver- ið lýst undir öðrum steindaheitum en tvær hinar síðastnefndu reyndust vera bergtegundir. Forchhammer lýsir einnig hversalti (hverasalti) og segir það vera alúntegund. Seinni athuganir hafa leitt í ljós að hvera- saltið, sem er algengt á hverasvæð- um landsins, er einkum byggt upp af þremur vatnsuppleysanlegum steindum, alúnógeni, halótrichíti og pickeringíti.42 Í sýni frá Selfjalli við Húsafell, sem Jónas Hallgrímsson tók í júlí 1841, taldi Forchhammer34 sig hafa greint feldspattegund sem væri ann- aðhvort christianít eða anorthít. Það er mishermt hjá Konráði Gíslasyni43 að christianít hafi verið ný steinda- tegund sem Jónas hafi fyrstur fund- ið. Christianíti höfðu þeir Monticelli og Covelli áður lýst,44 en þetta heiti hvarf fljótlega úr notkun þar sem þar reyndist vera um sömu steind að ræða og anorthít. Þess ber að geta að heitið christianít var einnig notað um óskylda steind sem fundist hafði í Dýrafirði45 og var seinna greind sem phillipsít. Það er athyglisvert að steinasýni frá Steenstrup og Jón- asi munu hafa dreifst víðar, til að mynda havnefjordít, því að Forch- hammer sendi steindafræðingum í Evrópu ýmis sýni til greiningar. Japetus Steenstrup hafði mikinn áhuga á surtarbrandi og plöntu- steingervingum og í rannsókn- arferðinni um Vesturland 1840 rann- sökuðu þeir Jónas ýmsa fundarstaði surtarbrands og söfnuðu mörgum sýnum. Þorvaldur Thoroddsen12 segir að Steenstrup hafi í ferðinni 1840 rekist á þrjá merka fundarstaði plöntusteingervinga, við Hreðavatn, í Langavatnsdal og við Húsavík í Steingrímsfirði. Það virðist hæpið að eigna þetta Steenstrup einum. Þegar á allt er litið er eins líklegt að Jónas hafi átt þátt í fundi steingerv- inganna. Áður er getið um plöntu- steingervinga þá sem Oswald Heer fékk frá Steenstrup. Jónas hafði í fyrri ferðum sínum skráð upplýs- ingar um fundarstaði surtarbrands og hélt síðan áfram söfnun sýna og upplýsinga fyrir Steenstrup. Jónas fann til að mynda nýjan fundarstað surtarbrands í Grákollugili sunnan í Holtavörðuheiði 22. júlí 1841. Eins og vel er kunnugt rannsakaði Jónas brennisteinsnámur og brenni- steinsvinnslu við Mývatn, Kröflu, Fremri-Náma, Krísuvík og Reyki í Ölfusi, einkum 1839 en einnig 1840 og þá í félagi við Steenstrup.1,10,12 Þessar rannsóknir voru gerðar að ósk rentukammers í Kaupmanna- höfn og kostaðar af því. Auk þess kannaði Jónas brennisteinsvinnslu í Húsavík. Áður hefur verið minnst á athuganir hans á hverum og hveravirkni. Jónas tók, í félagi við Steenstrup, saman góða greinar- gerð um brennisteinsnámurnar sem nefnist De islandske Svovllejer, en því miður birtist hún ekki á prenti fyrr en tæpum hundrað árum seinna.1h Hvorki Jónas né Steenstrup virðist hafa ætlað sér að gefa þessar nið- urstöður út sérstaklega, heldur ætl- að að fella þær að hluta inn í stærri verk sín sem þeir höfðu í hyggju að setja saman. 78 3-4 LOKA.indd 98 11/3/09 8:32:48 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.