Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 21
105
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
vesturhluta landsins og Mið-Norður-
land, en mestallt Norðausturland og
miðhálendið varð útundan. Senni-
lega hafa um 40–80 dagar á hverju
ári nýst honum til náttúrufræðilegra
athugana. Flestir hafa dagarnir verið
árið 1840 þegar Jónas ferðaðist með
Japetusi Steenstrup. Fullyrða má að
enginn náttúrufræðingur hafi áður
varið jafnlöngum tíma til útirann-
sókna á náttúru Íslands og Jónas.
Tilgangurinn með söfnun Jónasar
og Steenstrups hefur einkum verið
að kanna hvaða tegundir steina
fyndust á landinu og athuga út-
breiðslu þeirra. Steinasafn Jónasar
í Geologisk Museum er samofið
sýnum frá Japetusi Steenstrup og
Magnúsi Grímssyni. Steinasafnið
varð hluti af vísindasafni stofnunar-
innar og var talið einn merkasti
safnauki hennar langt fram á 19. öld.
Safnið var grisjað verulega 1910
vegna þrengsla.
Steinasýnishorn Jónasar, þau sem
varðveist hafa, eru misvel tilhöggvin
og merkingar misítarlegar. Hann
hefur ekki alltaf gefið sér tíma til að
ganga endanlega frá sýnunum. Texti
merkimiðanna í Geologisk Museum
er misjafnlega ítarlegur. Sýnishorn
fimm merkimiða, sem eru með hendi
Jónasar, er að finna í 2. töflu.
Steinasafnið sem var í Mennta-
skólanum í Reykjavík á sér merki-
lega sögu. Það hefur verið kjarni
kennslusafns skólans og hefur verið
notað fram á 20. öld. Þorvaldur
Thoroddsen vann við að koma
kennslusafni skólans í horf á ár-
unum 1888–1891. Þetta kennslusafn
var í raun fyrsti vísir að íslensku
náttúrugripasafni sem hægt var að
sýna þótt safn Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags hafi fljótlega tekið
við þessu hlutverki. Texta merki-
miða allra sýnanna 16 sem rekja má
til Jónasar er að finna í 3. töflu.
Steinasöfnin veita nýja og betri
innsýn í rannsóknarstörf Jónasar.
Hann hefur allajafna verið ötull safn-
ari og samviskusamur þótt rann-
sóknir og sýnatökur hafi oft farið
fram við erfiðar aðstæður. Þó er
Jónas ekki alltaf mjög nákvæmur
skrásetjari og hefur ekki hirt mjög
um frágang á sýnunum. Það er
hins vegar ljóst að steinasýnin og
greining þeirra hefur skipt miklu í
túlkun hans og Steenstrups á jarð-
fræðilegri uppbyggingu landsins
og þau hefðu einnig nýst við gerð
jarðfræðikortsins af Íslandi sem þeir
höfðu í bígerð.
Gagnasöfnun Jónasar á sviði
jarðfræðinnar beindist aðallega að
þremur stórum ritverkum sem hann
vann að sjálfur eða í samstarfi við
aðra, Lýsingu Íslands, Eldfjallasög-
unni og Náttúru Íslands (Islands
Naturforhold). Í skjalasafni Zoolog-
isk Museum í Kaupmannahöfn er
að finna drög að síðastnefnda ritinu
með hendi Japetusar Steenstrup,
og er þess getið að það sé unnið af
Steenstrup og Jónasi Hallgrímssyni
í sameiningu.
Kenningar þær um meginupp-
byggingu jarðmyndana landsins
sem fram koma í ritum Jónasar eru
fyrst og fremst ættaðar frá Steen-
strup. En Jónas bætti við þessa mynd
og fágaði hana, og auk þessa var
framlag hans verulegt í fjölmörgum
öðrum greinum jarðfræðinnar.
Þótt lítið hafi birst eftir Jónas
meðan hann lifði hefur hann haft
töluverð óbein áhrif, líklega helst
á Þorvald Thoroddsen sem var vel
kunnugur öllu því efni sem Jónas
lét eftir sig. Svo mikil samsvörun er
á milli helstu ritadraga Jónasar og
nokkurra helstu ritverka Þorvalds
Thoroddsen að segja má að Jónas
hafi þar varðað veginn, en Þorvaldur
að lokum komið flestu því í verk
sem Jónas hafði lagt drög að.
Þakkir
Aðalgeir Kristjánsson og Grímur M. Helgason (árið 1984) báru rithandartexta
á merkimiðum steinasafnanna saman við handrit Jónasar Hallgrímssonar í
Háskólabókasafni. Inga Lára Baldvinsdóttir hjá Þjóðminjasafni útvegaði
mynd af skissu Jónasar í dagbók hans sem þar er geymd.
Asger Ken Pedersen hjá Geologisk Museum í Kaupmannahöfn veitti ýmsar
upplýsingar um íslensku steinasöfnin sem þar eru varðveitt og lánaði
Náttúrufræðistofnun Íslands sýni úr steinasafni Jónasar til athugunar. Kurt H.
Kjær við sömu stofnun veitti aðgang að skjalasafninu sem geymir skjöl er
varða Ísland. Hanne Espersen, skjalavörður við Zoologisk Museum í
Kaupmannahöfn, veitti aðgang að skjölum Japetusar Steenstrup. Kristján
Jónasson aðstoðaði við myndatöku á merkimiðum. Lovísa Ásbjörnsdóttir sá
um myndvinnslu, en Finnur Malmquist gekk frá myndunum til prentunar.
Þeir Ólafur Pálmason, Aðalgeir Kristjánsson, Sigurður Steinþórsson og Kristinn
H. Skarphéðinsson lásu yfir lokadrög að greininni og komu með fjölmargar
góðar ábendingar. Öllu þessu fólki kann ég hinar bestu þakkir fyrir hjálpina.
Heim ild ir
R1. it eftir Jónas Hallgrímsson I–V 1929–1937. Útg. Matthías Þórðarson.
Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík. 423+428+309+345+192+clxxxix bls.
1a. Rit JH III, 1933. Bls. 274; 1b. Rit JH III, 1933. Bls. 63–66; 1c. Rit JH
II, 1932. Bls. 137; 1d. Rit JH II, 1932. Bls. 105; 1e. Rit JH III, 1933. Bls.
246; 1f. Rit JH III, 1933. Bls. 232, 260; 1g. Rit JH II, 1932. Bls. 130; 1h.
Rit JH IV, 1934. Bls. 8–66; 1i. Rit JH V, 1936. Bls. lxxxv og cxcvii–
cxcviii; 1k. Rit JH IV, 1934. Bls. 67–68; 1l. Rit JH IV, 1934. Bls. 68–190;
1m. Rit JH IV, 1934. Bls. 190–200; ln. Rit JH II, 1932. Bls. 86, 130; 1o.
Rit JH II, 1932. Bls. 64–65, 97.
Haukur Hannesson, Páll Valsson & Sveinn Y. Egilsson (ritstj.) 1989. Rit-2.
verk Jónasar Hallgrímssonar I–IV 1989. Svart á hvítu, Reykjavík.
412+537+482+641 bls.
Hannes Hafstein 1883. Um Jónas Hallgrímsson. Ljóðmæli og önnur rit 3.
eptir Jónas Hallgrímsson. Hið íslenzka bókmenntafjelag, Kaupmanna-
höfn. Bls. vii–xlvi.
Matthías Þórðarson 1936. Ævi og störf Jónasar Hallgrímssonar. Yfirlit. Rit 4.
eftir Jónas Hallgrímsson V. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík. Bls. i–clxxxix.
Bjarni Einarsson 1945. Háskólapróf Jónasar Hallgrímssonar. Þjóðviljinn 31. 5.
maí 1945. – Endurpr. Mælt mál og forn fræði, Reykjavík 1987. Bls. 191–93.
Steenstrup, J. 1914. Japetus Steenstrup i Ungdomsaarene 1813–1845. 6.
Mindeskrift i Anledning af Hundredaaret for Japetus Steenstrups Fød-
sel I. G.E.C. Gad, Köbenhavn. Bls. (II), 1–68.
Jónas Hallgrímsson 1835. Um eðli og uppruna jarðarinnar. Fjölnir 1. 7.
Bls. 99–129.
Jónas Hallgrímsson 1838. Gjeisir og Strokkur. Brudstykke af en Dagbog 8.
fra 1837. Naturhistorisk Tidskrift II. Bls. 209–222.
Jónas Hallgrímsson 1838. Uddrag af en Dagbog, ført paa en naturviden-9.
skabelig Reise i Island 1837. Naturhistorisk Tidskrift II. Bls. 262–268.
Þorvaldur Thoroddsen 1904. Landfræðissaga Íslands, IV. bindi. Hið 10.
íslenzka bókmenntafjelag, Kaupmannahöfn. 410 bls.
Sigurður Steinþórsson 1989. Jarðfræðingurinn Jónas Hallgrímsson. Í: 11.
Ritverk Jónasar Hallgrímssonar IV (ritstj. Haukur Hannesson, Páll
Valsson & Sveinn Yngvi Egilsson). Svart á hvítu, Reykjavík. Bls. 62–88.
Þorvaldur Thoroddsen 1914. Japetus Steenstrups Rejser og Undersøgelser 12.
paa Island i Aarene 1839–1840. Mindeskrift i Anledning af Hundredaaret
for Japetus Steenstrups Fødsel I. G.E.C. Gad, Köbenhavn. Bls. (IV). 1–20.
Þorvaldur Thoroddsen 1908. Náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson. 13.
Eimreiðin 14. Bls. 100–105.
78 3-4 LOKA.indd 105 11/3/09 8:32:52 AM