Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 28
Náttúrufræðingurinn
112
Jarðvegsflokkar skilgreindir
Jarðvegi landsins er skipt í fjóra
meginflokka, en tveir þeir fyrstu
tilheyra báðir eldfjallajörð (Andosol).
Flokkarnir fjórir eru: 1) sortujörð
sem einkennist af allófani og lífræn-
um efnum á grónu landi (brúnjörð,
votjörð og svartjörð); 2) glerjörð sem
einkennir auðnir og lítið þroskaðan
jarðveg (Vitrisol); 3) mójörð sem er
lífræn mómold; og að síðustu 4)
annar jarðvegur (3. mynd).
Áfok og grunnvatnsstaða eru
notuð til að skýra skiptingu á sortu-
jörð og mójörð í jarðvegsflokka (4.
mynd). Aðgreining þeirra byggist á
magni lífræns kolefnis í jarðvegi og
grunnvatnsstöðu. Ennfremur eru
flokkar kerfisins sýndir á 5. mynd
og hvernig sýrustig, leirinnihald og
lífrænt innihald tengjast innbyrðis,
byggt á mælingum í gagnagrunni
LbhÍ.15,35,36 Sé jarðvegurinn með
>20% C að meðaltali í efstu 30 cm
telst hann til mójarðar (Histosol).
Mýrajarðvegur með fremur mikið
af lífrænum efnum (>12–20%), þar
sem bæði lífræni hlutinn og sortu-
eiginleikar (e. andic properties) eru
ráðandi, er nefndur svartjörð (Histic
Andosol). Sé hins vegar <12% C
í jarðvegi votlendis telst hann til
votjarðar, sem hefur fyrst og fremst
einkenni eldfjallajarðar auk þess
að vera votlendi. Brúnjörð er hins
vegar hin dæmigerða mold þurr-
lendis og á sér margar hliðstæður
á eldfjallasvæðum jarðar. Vert er
að ítreka að svartjörðin, votjörðin og
brúnjörðin mynda flokkinn sortujörð
sem telst til eldfjallajarðar (Andosol),
en mójörðin er lífrænn jarðvegur
og nefnist Histosol í alþjóðlegum
flokkunarkerfum. Íslensk mójörð
er þó sérstök fyrir það að oft er
umtalsvert magn gjóskuefna í
jarðveginum, en önnur mójörð á
norðurslóðum er oft mjög lífræn
og snauðari af bergefnum. Vakin
er athygli á að skil eldfjallajarðar
(þ.e. svartjarðar; Histic Andosol) og
mójarðar eru dregin við 20% C. Alla-
jafna eru skilin dregin á milli mójarð-
ar og ólífræns jarðvegs við 12–18%
C (háð leirmagni o.fl. þáttum). En
vegna sérstakra eiginleika eldfjalla-
jarðar og myndunar málm-húmus
knippa eru skilin höfð hærri fyrir
eldfjallajörð samkvæmt bandaríska
Soil Taxonomy kerfinu (25% C), en
svo er ekki samkvæmt núverandi
WRB-kerfi er varðar skil á milli
jarðvegsflokkanna. Því telst svar-
tjörðin til Andisol samkvæmt Soil
Taxonomy en Histosol samkvæmt
WRB. Þetta er bagalegur munur
á milli kerfanna sem væntanlega
verður leiðréttur með einhverjum
hætti síðar. Við höfum notað 20%
skilin (nær Soil Taxonomy), en
töluverð endurskoðun þarf að fara
fram verði mörkin á milli mójarðar
og svartjarðar færð upp í 25% C. Þá
er votjörðin (Gleyic Andosol) talin
til eldfjallajarðar en ekki „Gleysols“
(gljáajörð hjá Þorsteini Guðmunds-
syni), og er það í samræmi við „Soil
4. mynd. Flokkun íslensks jarðvegs á grónu landi. Magn áfoks eykst upp grafið (y-ás), en x-ásinn gefur til kynna jarðvegsraka, land er
blautt vinstra megin en þurrt til hægri. Ásar í miðju grafsins sýna þrjá meginása myndunar eldfjallajarðar. Þar sem áfok er minnst er
moldin rík að allófani á þurrlendi (ás niður til hægri, allófanrík brúnjörð), en lífrænn sé hann blautur fjarri áfoki (ás niður til vinstri, svart-
jörð og mójörð). Þar sem áfok er mest er jarðvegurinn glerkenndur (ör upp, vitric), en bæði brúnjörð og votjörð geta verið lítið mótaðar og
ríkar að gjóskuefnum. Lítið mótaður jarðvegur á auðnum er glerjörð. – Schematic graph showing the division of Andosols and Vitrisols,
based on the amount of eolian input (y-axis) and drainage (x-axis). Organic content separates the soils on the x-axis. Dry soils with little
eolian input are allophanic, but become organic under poor drainage. Soils that are highly influenced by eolian inputs become vitric in
nature and the soils of the deserts are Vitrisols. The three arrows indicate these three main soil forming directions.
78 3-4 LOKA.indd 112 11/3/09 8:32:53 AM