Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 39
123
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Glæsilegri lýsing á maurildi í
sjó verður varla fundin, en hér
kemur Sveinn með sömu skýringu
og Eggert og Bjarni í Ferðabók sinni,
sem fyrr var getið í sambandi við
blóðsjóinn og ljósfyrirbærið á Vest-
fjörðum, semsagt að um ‚fosfórljós‘
sé að ræða. (Hreinn, gulur fosfór (F)
lýsir í myrkri vegna hægfara bruna
og var fyrrum notaður í kveikiefni.
Hann kemur að sjálfsögðu ekki til
álita þarna.) Þorvaldur Thoroddsen
(1931) lýsir maurildi (í sjó) á þessa
leið:
Maurildi í sjó þekkja allir, sem á
sjó hafa farið í dimmu, bæði í
kjölfari skipa og af árum báta
sem róið er í góðu veðri. Nú vita
menn að bjarminn og glampinn í
sjónum stafar af óteljandi, lýs-
andi smádýrum, sem urmull er
af í vatninu; ljós þeirra er vana-
lega hvítt eða bláleitt, sjaldnar
grænt, gult eða rautt. Fjöldi af
sjódýrategundum lýsir í myrkri
og er ljósið hjá ýmsum kynjum
bundið við ýmis líffæri, sum
senda frá sér stöðugt ljós, önnur
snögga ljósglampa. Glampinn í
sjónum getur verið mjög mis-
munandi og stundum orðið svo
mikill að bylgjurnar sýnast
nærri í báli.6
Bjarni Sæmundsson (1943) ritar:
Maurildi eru nefnd ljósfyrirbæri,
er sjást víða um höf, og stafa frá
ýmsum lýsandi verum af jurta-
eða dýratagi. Ber mest á því í
heitum höfum, en í kaldari höf-
um eins og hér við land, sést það
aðallega síðari hluta sumars, þeg-
ar nóttina fer að dimma, og með-
an hinar sjálflýsandi verur hafa
ekki dregið sig niður í djúpið.7
Almennt hefur verið talið að
maurildi í sjó orsakist af mori frum-
dýrsins Noctiluca miliaris. Nafnið
Noctiluca þýðir náttljós og vísar til
þess eiginleika dýrsins að gefa frá
sér ljóstíru við áreiti. Það tilheyrir
flokki skoruþörunga (Pyrrophyta),
þótt ekki hafi það blaðgrænu eins og
þeir. Einar Jónsson (1981) ritar:
Í myrkri og öldugjálfri týrir á
ljósi einfrumunga þessara og
sjórinn eins og logar af gulgræn-
um glæðum. Þetta nefnist maur-
ildi og er vel þekkt fyrirbrigði,
t.d. í Norðursjónum. Mér til
undrunar komst ég að því að
fræðibækur geta ekki um að
þessi umrædda tegund hafi
fundist hér við land. Þegar ég fór
að hugleiða málið minntist ég
þess ekki að hafa séð maurildi í
sjó hér við land. Slíkt fyrirbrigði
er þó ekki útilokað þótt náttljós-
ið væri ekki hér að finna, þar
sem nokkrar tegundir skoru-
þörunga gefa frá sér birtu, hvort
sem þar er nú um að ræða eigið
ljósfæri eða bakteríur, en slíkar
skoruþörungategundir finnast
hér við land.8
Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri á
Brettingi, sagði Einari Jónssyni frá
slíku fyrirbæri við Flateyjardal:
Tryggvi er uppalinn á Flateyjar-
dal. Haust nokkurt, sennilega um
1940, var hann að koma á bát þar að
landi. Þétt við landið fóru árarnar
að glóa er þær komu upp úr sjó.
Var þetta dauf, bláleit birta, sem
sást vel í myrkrinu, en þetta var að
kvöldlagi. Veður var mjög stillt og
höfðu stillur verið um hríð áður en
þetta var. Ekki sagðist Tryggvi hafa
séð þetta fyrirbrigði í annan tíma,
né kannaðist hann við að hafa heyrt
aðra tala um slíkt.9
Í hinu mikla riti Lúðvíks Krist-
jánssonar, Íslenzkir Sjávarhættir I–V
(1983–1986), er aðeins getið um
maurildi á einum stað í II. bindi, bls.
150, og vitnað í fyrrskráða klausu í
Ferðabók Sveins Pálssonar. Hefði þó
mátt búast við ýtarlegri umfjöllun.
Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku
ritar: „Maurildi hef ég séð þegar
freyðir fyrir stafni, í kjölfari og auð-
vitað víðar,“ en segist þó ekki geta
lýst því frekar.10 Jón Karl Úlfarsson
á Eyri í Fáskrúðsfirði kannast vel
við maurildi í sjó frá sínum yngri
árum heima á Vattarnesi við Reyðar-
fjörð, helst á haustin þegar róið var
snemma morguns í myrkri. Hann
segir að eitt sinn kringum 1935 hafi
Jakob Kristinsson siglt í myrkri á
trillu frá Búðum í Fáskrúðsfirði og
séð lýsandi síldartorfur um allan
fjörð (Jón Karl Úlfarsson, munnl.
heimild). Magnús Stefánsson kenn-
ari á Fáskrúðsfirði, sem er uppalinn
á Berunesi við Reyðarfjörð, sagði
höfundi að hann hefði oftar en einu
sinni orðið vitni að því fyrirbæri
heima hjá sér að árar hefðu tekið
að glóa þegar þeim var lyft úr sjó
(Magnús Stefánsson, munnl. heim-
ild). Karl Gunnarsson þörungafræð-
ingur (Hafrannsóknastofnun) hefur
mikið gengið um fjörur og ferðast
með ströndum fram. Hann segist
bara einu sinni hafa upplifað maur-
ildi í sjó; það var við Vestmannaeyjar
í ágúst 1971, en „því miður var ekki
tekið sýni til að greina tegundina
sem olli fyrirbærinu“.11
Maurildi á fiski og
ljósfæri fiska
Orðið maurildi er líka notað um sjálf-
lýsandi flekki á fiski, sem geta bæði
verið utan á roðinu og í fiskinum.
Þetta fyrirbæri er nokkuð algengt
og er talið stafa af sjálflýsandi bakt-
eríum (gerlum) sem setjast á fiskinn
eða lifa í sambýli við hann.
Þórir Haraldsson kennari á Akur-
eyri segist einu sinni, fyrir mörg-
um áratugum, hafa séð maurildi á
smokkfiski við höfnina á Dalvík. Um
var að ræða göngu af beitusmokki
og sást hann mjög greinilega niðri í
sjónum þegar skuggsýnt var orðið.
Ekki minnist Þórir þess að sjórinn
hafi sjálfur lýst við þetta tækifæri
(Þórir Haraldsson, munnl. heimild).
Einar Jónsson segir að Sveinn
Sveinbjörnsson vinnufélagi sinn hafi
verið á síldarbát á Austfjarðamiðum
haustið 1966. „Þilfar bátsins var
eðlilega allt útbíað í síldarhreistri.
Þegar það hafði legið lengi og þorn-
að logaði það iðulega allt í maurildi
þegar náttmyrkur skall á og siglt var
í einhverri brælu og skvettur gengu
upp á dekkið.“12
Höfundur hefur sjálfur séð maur-
ildi á holdi nokkurra daga gamals
þorsks sem átti að matreiða. Það
virðist jafnvel geta komið fram á fiski
sem hefur verið lengi í geymslu, svo
sem á skreið sem hangir í hjöllum
eða saltfiski. „Ljósglæta sú (maur-
ildið), sem dauðir fiskar gefa frá
sér, þegar fer að slá í þá, orsakast af
lýsandi bakteríum á fiskinum,“ ritar
Bjarni Sæmundsson (1932).13 Þetta
notuðu krakkar sér stundum til að
hrekkja eða hræða fólk; mökuðu föt
78 3-4 LOKA.indd 123 11/3/09 8:33:17 AM