Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 47
131
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
fór yfir 5 cm. Þekja hraungambra og
fjallagrasa (Cetraria islandica) sýndi
sterk og neikvæð tengsl við sand-
þykkt, bæði á óábornu og ábornu
landi (8. mynd). Hraungambri hafði
mesta útbreiðslu af lágplöntum og
fannst í reitum með allt að 10 cm
þykkum foksandi. Þekja krækilyngs
og bláberjalyngs sýndi sterkt nei-
kvætt samband við sandþykkt á
óábornu landi. Bláberjalyng þoldi
meiri sandþykkt en báðar tegundir
voru horfnar að mestu þar sem
þykkt var meiri en 10 cm (8. mynd).
Tvíkímblaða blómjurtir létu undan
síga við aukna sandþykkt en þekja
þeirra var yfirleitt lítil; t.d. sýndi
geldingahnappur (Armeria maritima)
sterk neikvæð tengsl við sandþykkt.
Þekja hálfgrasa minnkaði við aukna
sandþykkt og höfðu tegundirnar
þursaskegg (Kobresia myosuroides),
stinnastör (Carex bigelowii) og móa-
stör (Carex rupestris) neikvætt og
marktækt samband við sandþykkt á
óábornu landi (8. mynd).
Tegundir sem héldu þekjuhlut-
deild sinni með aukinni sandþykkt
sýndu ekki marktækt samband við
sandþykkt á óábornu landi. Það voru
einkum runnategundir, blómjurtir
og grös. Grasvíðir (Salix herbacea),
loðvíðir og fjalldrapi sýndu ekki
marktækt samband við sandþykkt.
Þekja fjalldrapa var mikil í reitum en
loðvíðir fannst aðeins í fáum reitum
og hafði litla þekju. Blómjurtirnar
kornsúra (Bistorta vivipara) og brjós-
tagras (Thalictrum alpinum) þrifust
vel óháð sandþykkt. Samband þekju
blásveifgrass, blávinguls (Festuca
vivipara) og týtulíngresis (Agrostis
vinealis) og sandþykktar var ekki
marktækt á óábornu landi.
Aðeins ein tegund, túnvingull,
sýndi jákvætt og marktækt samband
við sandþykkt á óábornu landi (8.
mynd). Þekja hans jókst þegar sand-
þykkt fór yfir 10 cm.
Á ábornu landi var þekja lágpl-
antna minni en í óábornum reitum.
Sterkt neikvætt samband var á milli
þekju hraungambra og fjallagrasa og
sandþykktar. Smárunnar og stinna-
stör sýndu sterkt neikvætt samband
við sandþykkt í ábornum reitum og
svöruðu ekki áburðargjöf. Samband
þekju geldingahnapps, þursaskeggs
og móastarar og sandþykktar var
ekki marktækt á ábornu landi. Brjósta-
gras sýndi neikvætt samband við
sandþykkt í ábornum reitum. Runn-
arnir grasvíðir, loðvíðir og fjalldrapi,
grösin blásveifgras, blávingull og
týtulíngresi, auk kornsúru, sýndu
ekki marktækt samband milli þekju
og sandþykktar (8. mynd). Grös
sýndu jákvæða svörun við áburði og
var þekja þeirra mun meiri á ábornu
landi en óábornu, en samband við
sandþykkt var ekki marktækt.
Áhrif sandþykktar á gróðurfars-
breytileika
Niðurstöður DCA-hnitunar sýndu
að megingróðurbreytileika í áfoks-
geiranum í Sandvík mátti fyrst og
fremst rekja til sandþykktar. Sterk
fylgni var á milli sandþykktar og
staðsetningar reita á 1. hnitunarási
(R2 = 0,51; P<0,001; n=80). Fylgni
sandþykktar og stöðu á 2. og 3. ási
var í báðum tilfellum mun minni
8. mynd. Meðalþekja tegunda árið 2007 (þekjugildi umbreytt með log (1+x)) flokkuð eftir meðalsandþykkt. Í efri röð eru óábornir reitir
og ábornir reitir í neðri röð. Marktækt samband þekju og sandþykktar (aðhvarfsgreining) er gefið við hverja súlu, *P<0,05; **P<0,01;
***P<0,001; EM ekki marktækt, einnig kemur fram fjöldi reita sem tegund fannst í. Breidd súlunnar er í hlutfalli við meðalþekju teg-
undar fyrir hvern sandþykktarflokk. Tegundum er skipt í hópa eftir viðbrögðum við aukinni sandþykkt á óábornum reitum: I) þekja
minnkar, II) þekja breytist lítið og III) þekja eykst. − The average total cover of species in 2007 (the cover values were logarithmically
transformed, log (1+x)) classified by average sand thickness. The upper row shows unfertilized sampling plots and fertilized plots are
in the lower row. Levels of significance between species cover and sand thickness (linear regression) is given below each column:
*P<0,05; **P<0,01; ***P<0,001; EM not significant, number of sampling plots with species is also shown. The width of each column
corresponds to the proportion of the average cover of species for each level of sand thickness. Species are grouped according to the
response to increased sand thickness: I) decreased cover, II) neglegent changes in cover and III) increased cover.
78 3-4 LOKA.indd 131 11/3/09 8:33:25 AM