Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 48
Náttúrufræðingurinn 132 og ekki marktæk. Á 1. ás raðast reitir frá óröskuðu mólendi (vinstra megin á grafinu) til reita með þykk- um foksandi og grasleitari gróðri (hægra megin á grafi) (9. mynd). Ábornu reitirnir raðast fyrir miðju grafsins og til hægri út eftir 1. ás. Breytileikinn sem fram kemur á 2. ási reyndist vera tengdur rakastigi og örlandslagi. Neðarlega á ásnum skipuðust tegundir sem þrífast efst á þúfnakollum og í rofdílum, svo sem holtasóley (Dryas octopetala), hraun- gambri og móastör, en ofar á honum eru tegundir sem þrífast í lægðum þar sem raki er meiri, t.d. týtulín- gresi, stinnastör og mosinn móasigð (Sanionia uncinata). Ekki verður fjallað frekar um þennan breytileika. Fylgni gróðurþekju við 1. ás var marktækt neikvæð (R2 = 0,13; P<0,01; n=80). Einnig var sterkt neikvætt samband á milli tegunda- fjölda og 1. áss þannig að tegundum fækkaði til hægri eftir ásnum (R2 = 0,41; P<0,001; n=80). Fylgni tegundafjölda og heildar- þekju við sandþykkt gaf svipaða útkomu og fylgnin við 1. ás DCA- hnitunar. Tegundafjöldi minnkaði marktækt með aukinni sandþykkt á óábornu (R2 = 0,55; P<0,001; n=40) og ábornu landi (R2 = 0,49; P<0,001; n=40). Gróðurþekja sýndi sterka og neikvæða fylgni við sandþykkt á óábornu (R2 = 0,45; P<0,001; n=40) og ábornu landi (R2 = 0,40; P<0,001; n=40). Hnitunin gaf vel til kynna breyt- ingu í gróðri reita milli 2003 og 2007 og áhrif sandþykktar og áburðar á hana. Í óábornum reitum var meðal- tilfærsla reita með 0−2,5 cm þykk- um sandi mjög lítil en það gefur til kynna litlar breytingar milli ára í mólendinu (10. mynd t.v., 11. mynd a). Meðaltilfærsla eykst með aukinni sandþykkt og er mest í reitum þar sem sandþykkt fór yfir 10 cm (11. mynd b). Í reitum með 10 cm þykk- um foksandi hafa því orðið miklar breytingar í tegundasamsetningu reitanna. (10. mynd t.v.). Að jafnaði var færsla mikil á öllum ábornum reitum og sýnir það að áburðargjöf breytir gróðursamsetningu mikið óháð sandþykkt (10. mynd t.h., 11. mynd c). Sérstaklega urðu miklar breytingar á gróðri í reitum með þunnum eða engum foksandi. Umræður Virkt vindrof við strendur Blöndulóns Við mælingar árið 2003 voru þrjú ár liðin frá myndun áfoksgeirans í Sandvík. Þær endurspegla því ástandið nokkru eftir setmyndun en líklegt er að sandþykkt og gróð- urþekja hafi breyst á þessum árum líkt og niðurstöður DCA-hnitunar benda til. Aukin sandþykkt á tilrauna- sniðum við endurteknar mælingar árið 2007 sýnir að vindrof er mjög virkt við Blöndulón, þar sem sandur berst með vindi inn á gróið land upp úr lónstæði þegar vatnsborð er lágt. Líklega hefur foksandur aukist mest í miklu hvassviðri í byrjun júní 2005, þegar 0,49 ha áfoksgeiri myndaðist.2 Auk þess er mögulegt að bæst hafi í foksandinn næst lónstæðinu síðar enda er svæðið vindasamt og þurrt. Þykktaraukning var mest á sniði C og D og ber því ágætlega saman við útbreiðslu foksands árið 2005. Dreifing fokefnis var staðbundin og greinilega háð vindátt upp frá upptakasvæði foksandsins. Sandur var þykkastur 10−15 m inni á snið- unum en ekki næst upptakasvæðinu. Ástæðan er sú að sandurinn stöðvast í gróðri, einkum í hávöxnum gróðri á borð við fjalldrapa. Afar lítill gróð- ur vex nú næst fjöruborðinu og því er lítið sem bindur foksandinn þar. Líkt og fjölmargar rannsóknir sýna þá getur hrjúft yfirborð og gróður stöðvað framrás fokefnis11,15,47 og hefur þýft mólendið, ásamt þéttum fjalldrapabrúskum sem einkenna gróðurfar við Blöndulón, einmitt þau áhrif. Næst lóninu hefur fok- efnið nú fyllt upp lægðir milli þúfna og á því greiðari aðgang lengra inn í gróðurlendið. Með þessu móti geta áfoksgeirar stækkað smám saman og eytt gróðri verði uppspretta 9. mynd. Niðurstaða DCA-hnitunar fyrir reiti (punktar) frá 2003 og 2007 byggð á þekju allra tegunda í 80 reitum. Örvar tákna færslu reita milli mæliára en mikil færsla gefur til kynna miklar breytingar á tegundasamsetningu í reit. − The results of the DCA-ordination for sampling plots (points) from 2003 and 2007 based on total cover of all species recorded within the 80 sampling plots. The arrows represent the changes in species composition between the measuring year;, the longer the arrow the larger the change in species composition. 78 3-4 LOKA.indd 132 11/3/09 8:33:25 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.