Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 60
Náttúrufræðingurinn
144
fyrir svona lítið dýr. Líkurnar á að
koma þeim öllum upp eru meiri ef
samkeppni um fæðu er minni og
afkvæmum vegnar betur ef feður
þeirra deyja strax eftir mökun.30
Tímgunarárangur karlanna eykst
líklega meira við það að slökkt er
á orkufreku ónæmiskerfinu fremur
en þeir reyni að lifa áfram og tímg-
ast í annað sinn að ári. Það eru því
ýmsir kostir við svona fyrirkomulag
en ókosturinn er sá að ef mökun
mistekst eitt árið þá er allur stofninn
í hættu. Þetta mökunarkerfi hefur þó
gengið upp í aldanna rás og margar
þessara einæru pokamúsategunda
lifa enn ágætu lífi þó að maðurinn
og aðgerðir hans þrengi alltaf meira
og meira að þeim. Fenjapokamýsnar
virðast vera einfarar ólíkt frændum
þeirra brúnpokamúsunum (Antech-
inus stuartii), sem eru afar félags-
lyndar. Brúnpokamýsnar koma sér
upp félagsmiðstöðvum í trjám vítt
og breitt um búsvæðið og eyða
miklum tíma í að ferðast á milli
og kynnast hver annarri, sem er
afar heppilegt þegar leita þarf uppi
maka á fengitíma.31 Ungar fenja-
pokamúsa fæðast örsmáir, blindir
og hárlausir og þurfa, eins og flestir
aðrir ungar pokadýra, að skríða frá
fæðingaropi að spenum. Þar gróa
þeir fastir þangað til þeir eru nógu
stórir til að vera skildir eftir í bæli.
Kvendýrin eru með átta spena og
því er þröngt á þingi þegar ungarnir
stækka. Mæðurnar eru ekki með
eiginlega poka heldur húðfellingar
og þær hlaupa um og draga ungana
á eftir sér yfir stokka og steina. Þrátt
fyrir þessa óblíðu meðferð virðast
þeir flestir lifa af. Ungu karldýr-
in yfirgefa heimasvæði móður 2–3
mánuðum eftir að þeir hafa verið
vandir af spena,32 mun seinna en
hefur fundist hjá öðrum Antech-
inus-tegundum sem yfirgefa móður
snemma. Úrkoma virðist hafa mikil
áhrif á stofnstærð fenjapokamúsar-
innar, sem nýtur góðs af því þegar
hryggleysingjum fjölgar í kjölfar
rigninga,32 en stofninn getur hrunið
þegar harðnar í ári og þurrkatíminn
tekur við. Þó fenjapokamúsin sé
ekki talin í hættu á Tasmaníu er hún
í yfirvofandi hættu á meginlandi
Ástralíu, aðallega vegna búsvæða-
eyðingar.33
Helstu ógnir
Ástralía er heimsálfa öfganna –
þurrkar geta varað árum saman og
skyndilega kemur langþráð rigning-
in eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Dýrastofnar hafa aðlagast þessum
öfgum og pokadýr lifa alls staðar
í álfunni, meira að segja í heitustu
eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að
nokkurt spendýr geti lifað. Útdauði
tegunda er náttúrlegt fyrirbæri og
lífheimurinn hefur gengið í gegnum
að minnsta kosti fimm fjöldaút-
dauða, síðast fyrir 65 milljón árum
þegar risaeðlurnar dóu út. Talið er
að 99% allra tegunda hafi dáið út frá
því líf byrjaði á jörðinni. Í dag virð-
ast tegundir deyja út 100–1000 sinn-
um hraðar en áður og lífríki jarðar
gengur nú í gegnum sjötta fjölda-
útdauða tegunda,34,35 en í þetta
sinn er útdauðinn af mannavöldum.
Miklar breytingar hafa orðið í Ástr-
alíu eftir komu evrópumannsins; á
síðustu 200 árum hafa 10 tegundir
og 6 undirtegundir pokadýra dáið
út þar og 55 tegundir eru nú í mikilli
hættu, aðallega vegna búsvæðaeyð-
ingar og innfluttra dýra.
Búsvæðaeyðing
Búsvæðaeyðing af mannavöldum
er ein helsta orsök þess að dýrateg-
undum hefur fækkað jafnmikið í
heiminum og raun ber vitni. Þó að
hlutfallslega mjög fáir búi í Ástr-
alíu (svipaður þéttleiki og á Íslandi,
um 3 íbúar/km2), hefur manninum
tekist að breyta landslaginu mjög
mikið vegna landbúnaðar og sumar
ár hafa verið nær þurrkaðar upp til
að vökva hveitiakra, vínekrur og
ávaxtaplantekrur. Til að mynda hef-
ur vatnið sem rennur í ána Murray
í Viktoríufylki minnkað um 73% og
það hefur í för með sér mikinn vatns-
skort.36 Þegar landslagi er breytt
vegna skógræktar eða landbúnaðar
verður fæða oft af skornum skammti
og lítið verður um hola trjáboli og
annað heppilegt skjól fyrir dýrin.
Skógar- og kjarreldar eru náttúrlegt
fyrirbæri í Ástralíu og nauðsynlegir
til að ákveðnar tegundir plantna
spíri.37 Yfirleitt verða þessir nátt-
úrlegu eldar ekki mjög stórir og geta
villt dýr þá forðað sér ofan í holur
eða fært sig um set. Í miklum eldum
af mannavöldum, eins og eldunum
í Viktoríufylki í febrúar 2009, eiga
þessi dýr sér litla eða enga von. Þau
dýr sem brenna ekki í sjálfum eld-
unum takast á við sára hungursneyð
eftir að eldarnir hafa slokknað. Enga
fæðu er að finna og dýrin eiga erfitt
með að færa sig langar vegalengdir.
Þótt þeim tækist að fara inn á ný
óbrunnin svæði gæti nýja búsvæð-
ið verið óheppilegt og mikil sam-
keppni um fæðu og skjól. Sem betur
fer náðu stóru Viktoríueldarnir ekki
yfir búsvæði fenjapokamúsarinnar
í þetta sinn, en þau svæði urðu
eldinum að bráð í miklum eldum í
febrúar 1983 (Ash Wednesday fires).
Með loftslagsbreytingum er hætta
á að tíðni skógarelda aukist og það
getur valdið gífurlegum breytingum
á landslaginu og sett viðkvæma
dýrastofna í enn meiri hættu.
Innflutt dýr
Maðurinn hefur flutt með sér margar
erlendar tegundir til Ástralíu, a.m.k
átta ágengar spendýrategundir, eina
ágenga frosktegund (Bufo marinus)
og fjöldann allan af ágengum plöntu-,
sveppa- og skordýrategundum. Evr-
ópsku landnemarnir fluttu með sér
dýr sem minntu á heimahagana, þar
á meðal kanínur og refi. Talið var að
þessi dýr myndu ekki lifa af hitann
og þurrkinn ef þau slyppu út í villta
náttúru Ástralíu, en sú von rætt-
ist ekki. Nú ógna þessar innfluttu
tegundir viðkvæmu lífríki álfunnar
og miklu fé hefur verið varið í til-
raunir til að útrýma þeim. Eitrið
1080 (natríumflúorasetat) hefur ver-
ið mikið notað í baráttunni við inn-
fluttar ágengar spendýrategundir.
Eitrið er náttúrleg vörn gegn afráni
í vesturáströlskum Gastrolobium–
baunategundum.38 Innfæddu dýrin
eru að mestu ónæm fyrir eitrinu
en það verkar vel á aðflutt dýr, sér-
staklega refinn. Þetta eitur er afar
umdeilt því það veldur dýrunum
78 3-4 LOKA.indd 144 11/3/09 8:33:43 AM