Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 64

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 64
Náttúrufræðingurinn 148 víða á stangarhöfuðin [á mel- gresinu] svörtum flekkjum. Drepi maður þar á tungunni, smakkar það sem sætasta hun- ang; það sezt og á annað gras, svo sem fimmfingrajurt [þ.e. engjarós], item á hey, af hverju aldrei gott mjólkar. Þetta hunang er mikið óheilnæmt, gjörir væmu, og jafnvel innvortis meinlæti. Það sjúga flugur mikið.4 Þá melurinn er nokkurn veg- inn vel orðinn, skýtur hann út melskítum [þ.e. korndrjólum], og þegar áminnzt hunang geng- ur inn í tinann [þ.e. kornið], þá fær hann slíkan ofsavöxt, að tin- inn, sem er venjulega mest hálf- ur þriðji partur úr þumlungi á lengd, verður meir en fullkom- inn þumlungur og þar með mjög digur. Þetta heita melskítir og eru þeir sumir minni, svo þeir sjást langt frá út úr höfð- unum, svartir og jarpleitir að lit, þegar þeir eru fullvaxnir. Þeir skyldu aldri etast, því að þeir eru mjög óhollir átu, og ættu að takast í burt þá drift er, annars er það ómögulegt. Þeir koma og meir í þann mel, hvar blaðkan var áður slegin. Þessir melskítir lykta og smakka væmið og klýjulegt, allt eins og brauð, af hvaða tegund sem er, saman- blandað með miklu geri eða ölskolum.4,(5) Magnús Stephensen (1783) segir hunangsfall vera vökva „af trjám og jurtum, og alloft hið náttúrlega Manna sjálft“.6 Getið er um hun- angsfall í handritinu Lbs. 294, 4to (IX. hluta, bls. 156–162), sem ég hef ekki getað nálgast. Ferðabók Sveins Pálssonar hefur eftirfarandi klausu um hunangsfall, ritaða 1796. Eins konar hunangsfall olli sláttumönnum á Djúphúsengi undir Eyjafjöllum, sem er ágætt starengi, miklum óþægindum síðastliðið sumar [þ.e. 1796]. Þetta settist svo á störina, að ljár- inn, sem það klesstist við gekk naumlega gegnum grasið. Hend- ur og fætur heyvinnufólksins urðu svört, og menn sögðu að stráin væru krökk af eins konar blaðlús (ef til vill Aphis nymphaea. Fn. Sv. 983). Á þessum engjum er þetta alvanalegt í þurrka- sumrum, og er sagt að heyið sé þá óhollt til fóðurs, nema það nái að orna. (Sbr. Kalm.: Resa til Norra Am. 325. bls. I. bd.)7 Í skýringum þýðenda aftan við bókina er bætt við: „hunangsfall: Þetta fyrirbrigði mun stafa af brand- sveppum, sem margir leggjast á ýmis fóðurgrös.“ (Fn. Sv. er skamm- stöfun fyrir Fauna Svecica eftir Otto Fabricius (sænsk dýrabók). Brand- sveppir (d. brandsvampe) kallast nú sótsveppir á íslensku. Á gerstigi geta þeir myndað sætuefni. Í þessum elstu heimildum um hunangsfall hérlendis koma semsagt fram tvær skýringar á fyrirbærinu, annars vegar að það sé af völdum sveppa (korndrjóla) og hins vegar blaðlúsa. Einnig vottar fyrir þriðju skýringu, að það sé komið beint úr blöðum plantna. Hunangsdögg úr sveppum Í ritgerð Sæmundar Hólms sem vitn- að var til hér að framan er furðu greinargóð lýsing á hunangsdögg sem framleidd er af sníkjusveppum á melkorni. Claviceps (korndrjóli) er sveppur af asksveppaflokki, sem myndar svarta, eitraða ströngla á korni (einkum rúgi) og ýmsum grasteg- undum. Á vissu þroskastigi þek- ur hann blómin (öxin) með hvítri myglumottu, sem kallast Sphacelia- stig, og gefur frá sér sæta kvoðu sem skordýr laðast að og dreifa þar með gróum sveppsins. Þetta stig var fyrrum talið sérstök svepptegund og nefnt Sphacelia segetum. „Samtidig med konidierene utvikles en klæbrig, oljeaktig og søtlig, blekgul væske, ‚honnigdug‘, med skarp lugt“, segir í Aschehougs Konversations Leksikon (1923) undir orðinu ‚honnigdug‘. ‚Kornsveppur‘ í skýringu Íslenskr- ar orðabókar (2002) á líklega við umræddan svepp. Samsvarandi skýring er gefin á þýska orðinu ‚Honigtau‘ í bók E. Gäumann: Die Pilze, 1949,8 en þar er sagt að sæta kvoðan eigi það til að drjúpa niður. Eitrun af völdum korndrjóla var algeng í Evrópu á miðöldum og olli dauða og vanheilsu þúsunda manna. Hennar hefur líka orðið vart hér á landi í sambandi við neyslu melkorns.5 Korndrjóli virðist geta sprottið í talsverðum mæli í vissu árferði, einkum á melgresi í Vestur-Skafta- fellssýslu, og myndað hunangsfall. Lýsing Sæmundar virðist staðfesta það. Hins vegar er korndrjóli þó svo fágætur hérlendis að hann er ekki líklegur til að mynda hunangsfall, svona almennt séð. Líklegra er að blaðlýs eigi hlut að því máli, eins og aðrar heimildir greina. Hunangsdögg úr blaðlúsum Í fyrrgreindri tilvitnun í Ferðabók Sveins Pálssonar kemur glöggt fram að hann telur blaðlýs vera valdar að hunangsfalli undir Eyjafjöllum. Björn J. Blöndal, hinn vel þekkti náttúruskoðari í Borgarfirði vestra (f. 1902), er á sama máli og ritar í bók sinni Vinafundir: Blaðlýs gefa frá sér sykurríkt efni, og er það kallað hunangs- fall. Svo mikið var af blaðlúsum 1952 að þá mátti finna slægju- lönd þar sem svo virtist sem blaðlúsin hefði heimsótt hvert einasta strá, og skilið þar eftir 2. mynd. Korndrjóli Claviceps purpurea á rúgi. Ljósm.: Doug Waylett. 78 3-4 LOKA.indd 148 11/3/09 8:33:45 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.