Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 67

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 67
151 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Kári Gautason Darwin og áhrif þróunarkenningar hans á vísindi og samfélög Inngangur Charles Darwin er eitt af stærstu og þekktustu nöfnunum í vísind- um. Hann hefur haft mikil áhrif á vísindin sem heild. Verk hans Uppruni tegundanna (On the origin of species1) er ennþá skyldulesning fyrir líffræðinga, 150 árum eftir að hún kom fyrst út, enda markaði það að vissu leyti kaflaskil í sögu vísindanna. Þrátt fyrir að kenning- ar hans um náttúruval væru ekki teknar að fullu í sátt fyrr en með uppgötvun erfðafræði á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, var það að mestu leyti viðurkennt að lífið hefði orðið til með þróun, ekki með sköpun. Grundvöllur erfðafræði í dag byggir á kenningunni um náttúruval og rennir því sterkum stoðum undir kenningu Darwins. En áhrif Darwins lágu kannski ekki síst í grundvallarhugarfarsbreytingu sem varð meðal fólks til vísinda. Þ.e. að koma því á framfæri að vís- indin væru vettvangur til að svara grundvallarspurningum um tilveru mannsins. Í Englandi á 19. öld voru vísinda- menn látnir óáreittir ef þeir beindu kröftum sínum í hinn náttúrulega heim, lýstu hlutum og köfuðu grunnt. En um leið og þeir fóru að hreyfa við dýpri spurningum sem vörðuðu grundvallarsýn manna á heiminn kölluðu þeir yfir sig reiði samfélags- ins. Þetta voru spurningar á borð við: Hver erum við, hvaðan komum við, hvenær og hvernig? Kirkjan og aðrar íhaldssamar stofnanir helltu úr skálum reiði sinnar yfir framsýna vísindamenn. Vegna svona viðhorfa þorðu vísindamenn ekki að koma fram undir nafni þegar þeir settu fram djarfar kenningar.a Darwin varð fyrir því að kenning hans var kölluð apakenningin, skrípamynd- ir af honum birtust í blöðum og haldnar voru bókabrennur með bók hans. Andrúmsloftið var því ekkert sérlega hvetjandi fyrir skapandi hugsun. Eftir að Darwin hafði staðið upp (eða vinir Darwins – Darwin sjálfur tók lítinn þátt í deilunum) og tekist á við niðurrifsöflin þá varð fordæmi hans til þess að hvetja aðra vísindamenn til að vera óhræddir við að viðra kenningar sínar. 1. mynd. Charles Darwin. Náttúrufræðingurinn 78 (3–4), bls. 151–158, 2009 a Robert Chambers, sem gaf út Vestiges of Natural History, varð fyrir því að Edinborough Review eyddi heilu tölublaði, 85 blaðsíðum, í að tæta rit hans í sundur.2 78 3-4 LOKA.indd 151 11/3/09 8:33:46 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.