Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 71

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 71
155 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ferðamátinn. Gufuaflið hafði ekki hafið innreið sína. Lífsgæði hinna ríku, með sína fjölmörgu þjóna og þernur, voru heldur lítil miðað við miðstéttarfjöl- skyldu í dag. Lífslíkur voru helm- ingi minni en í dag, orsakir smit- sjúkdóma á borð við taugaveiki og malaríu óþekktar. Mikilvægi hreins vatns og fjölbreytts mataræðis voru einungis getgátur. Skurðaðgerðir voru í besta falli martraðir, án deyfi- lyfja og röntgengeisla. Barnadauði var viðurkenndur sem vilji guðs. ,,Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara ungum börnum en missa föður sinn“, sagði Halldór Laxness í skáldsögunni Brekkukotsannáll.7 Þetta virðist hafa verið að einhverju leyti endurspeglun á viðhorfi fyrri alda. Enda var barnadauði á Íslandi í upphafi 20. aldar geigvænlegur, fjórða hvert barn náði ekki eins árs aldri. Þrátt fyrir að prentvél Gutenbergs hefði verið til í 400 ár var menntun forréttindi, nægur matur, klæðnaður og ferðalög munaður fyrir hina ríku. Sú litla menntun sem stóð til boða var afskaplega stirð og lítil áhersla var lögð á sjálfstæðar rannsóknir nemenda. Þekking manna á starfsemi manns- líkamans var af skornum skammti og sú þekking sem var til var aðallega til komin vegna nokkurra djarfra einstaklinga á borð við Vesalius, sem rannsakaði mannslíkamann á 16. öld í óþökk margra. Prestar voru afar fyrirferðarmiklir á sviði mennta og mætti segja að þeir hafi haldið samfélaginu í heljargreipum fáfræði og þröngsýni. Svo það er óhætt að segja að heimurinn árið 1809 hafi verið frábrugðinn nútímanum. Spurningin mikla Það er merkilegt að hugsa til þess að Darwin, þessi kurteisi og heilsulausi maður, hafi breytt heiminum með því að fara að flokka, nefna og rann- saka dýr og plöntur. Það er í raun- inni ekki vitlaust að álykta að Darw- in hefði aldrei orðið annað en enskur herramaður með undarlegan áhuga á ánamöðkum ef ekki hefði verið fyrir ferð hans á HMS Beagle. Í gamla daga þótti það afar rök- rétt að ætla að enginn nema Guð hefði getað skapað þennan aragrúa dýrategunda sem til er. Að skapa þvílíka fjölbreytni var ekki á færi mannsins og því var það einfaldlega rökrétt að álykta að einhver æðri vera hefði skapað hana. Í fyrstu Mósebók segir frá sköpun veraldar sem var ekki einungis saga í þá daga heldur einfaldlega sannleikur, og við skulum ekki gleyma því að í langan tíma virtist þetta vera besta útskýr- ingin. Það virtist rökrétt að einhver æðri vera hefði skapað dýr merk- urinnar þar sem mennirnir höfðu aðeins getu til að gera smávægilegar breytingar á húsdýrum með ræktun. Það var ekki fyrr en steingervingar fóru að finnast og heimsálfur opn- uðust á 16. öld að mönnum fór að detta í hug að eitthvað annað en Guð væri á bak við þennan gríð- arlega fjölbreytileika. Darwin var alls ekki sá fyrsti sem kom með hugmyndina um náttúruval, nokkrir aðrir höfðu komið með svipaðar kenningar og út höfðu komið tvær bækur, Con- stitution of Man árið 1824 og Vestiges of the Natural History of Creation árið 1844, sem höfðu haft gríðarleg áhrif á heimssýn fólks á Bretlandi. Þess má geta að fyrri bókin seld- ist í fyrsta upplagi í 350 þúsund eintökum.8 Ekki má gleyma þeim áhrifum sem þessar bækur höfðu á sýn fólks á umheiminn. En sú staðreynd stendur eftir að Darwin kom þróunarkenningunni kirfilega á kortið. Darwin kynnti kenninguna um náttúruval svo rækilega og rök- studdi hana með svo fjölbreyttum, nákvæmum og miklum gögnum að hann sannfærði gríðarlega marga. Þó voru ekki allir vísindamenn sem stukku til fagnandi á vagn þró- unarinnar. Sumir voru á móti henni af trúarlegum ástæðum, þeir trúðu á margar skapanir og margar aðrar gerðir af þróunarkenningunni.9 Sumir vildu hins vegar ekki við- urkenna náttúruval sem ráðandi þátt í þróun. Þeir voru sammála um að þróun hefði átt sér stað en hvern- ig voru þeir ekki sammála um. Það var í rauninni ekki fyrr en með upp- götvun erfðafræði að náttúruval var viðurkennt af vísindasamfélaginu í heild. Einn frægasti andstæðingur þróunarkenningarinnar var Lois Agassiz, sem var svissneskur nátt- úrufræðingur. Hann kom með þá kenningu um ísöld, fyrstur manna, að stór hluti Evrópu hefði verið þakinn ís. Um hann gengur sú saga að hann hafi játað á dánarbeði að afneitun þróunarkenningarinnar hafi verið fagleg mistök.9 Áhrif Darwins á vísindin Áhrif Darwins á vísindin voru og eru enn þann dag í dag ógnarmikil. Það er þó erfitt að rekja nákvæmlega áhrif eins manns því heimur skoð- ana og hugsana manna er ekki tjörn þar sem auðvelt er að rekja gárurnar í til steins sem hent var útí. Heimur mannlegrar hugsunar er gríðarstórt og djúpt haf með straumum sem vinna undir yfirborðinu og erfitt er að sjá hvar þeir stoppa og hvar aðrir byrja. Því er ekki svo auðvelt að rekja gárurnar sem myndast jafnvel þegar gríðarstórt galleón mann- legrar snilli fer um þetta haf. Það er rétt að minna á að hug- myndin um náttúruval er ekki upphaflega komin frá Darwin. Afi Darwins, Eramus Darwin, hafði einnig sett fram hugmyndir um þróun sem voru Darwin innblástur. Alfred Russell Wallace hafði unnið að sinni eigin kenningu um nátt- úruval á sama tíma og Darwin vann að sinni. Hins vegar kynnti Darwin kenningu sína svo rækilega að hann sannfærði marga. Darwin nefndi einnig Malthus sem innblástur.e En hvað var mesta snilld Darwins? Kannski má segja að mesta snilld hans hafi verið rétturinn til rann- sóknar og umræðu ef hún er byggð á nákvæmri rannsókn gagna. Eftir að náttúruval var viðurkennd sem vísindakenning, eftir mikið moldrok sem hleypt var upp af andstæðing- um kenningarinnar, þá var flestum 78 3-4 LOKA.indd 155 11/3/09 8:33:47 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.