Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 76

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 76
Náttúrufræðingurinn 160 Fyrir aðalfundinn var lögð fram breytingartillaga um 7. grein sam- þykkta Hins íslenska náttúrufræði- félags og var tillagan samþykkt einróma. Tillagan var send félags- mönnum með fundarboðinu. Grein- in sem var til umfjöllunar fjallar um aðalfund félagsins og var tilgangur breytingartillögunnar sá að unnt verði í framtíðinni að boða til fund- arins rafrænt. Fyrir breytinguna hljóðaði 7. greinin: „Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert, og skal dagskrá hans vera sem hér segir: a. Skýrt frá helstu framkvæmdum á liðna árinu. b. Lagðir fram endurskoðaðir reikn- ingar félagsins. c. Kosin stjórn og tveir skoðunar- menn reikninga og einn skoðunar- maður til vara. d. Önnur mál. Aðalfund skal boða bréflega með hæfilegum fyrirvara þeim félags- mönnum, sem búa í Reykjavík og nágrenni. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað. Á fund- inum ræður einfaldur meirihluti úrslitum í öllum málum öðrum en þeim, er varða lagabreytingar. Til þess að lagabreytingar öðlist gildi, þurfa þær að vera samþykktar með minnst 2/3 hluta atkvæða. Tillögu til lagabreytinga má því aðeins taka til afgreiðslu á aðalfundi, að hún hafi borist félagsstjórn fyrir áramót og verið kynnt félagsmönnum í fundarboði. Þó má hvorki breyta ákvæðum 2. gr. né 10. gr.“ Eftir breytinguna hljóðar 7. greinin (setningin sem breyttist sýnd hér skáletruð): „Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert, og skal dagskrá hans vera sem hér segir: a. Skýrt frá helstu framkvæmdum á liðna árinu. b. Lagðir fram endurskoðaðir reikn- ingar félagsins. c. Kosin stjórn og tveir skoðunar- menn reikninga og einn skoðunar- maður til vara. d. Önnur mál. Aðalfund skal boða félagsmönnum með bréfi eða tölvupósti með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað. Á fundinum ræður einfaldur meirihluti úrslitum í öllum málum öðrum en þeim, er varða lagabreyt- ingar. Til þess að lagabreytingar öðlist gildi, þurfa þær að vera samþykktar með minnst 2/3 hluta atkvæða. Tillögu til lagabreytinga má því aðeins taka til afgreiðslu á aðalfundi, að hún hafi borist félagsstjórn fyrir áramót og verið kynnt félagsmönnum í fundarboði. Þó má hvorki breyta ákvæðum 2. gr. né 10. gr.“ Stjórnin lagði fyrir aðalfundinn þrjár ályktanir og gerði Hreggviður Norðdahl grein fyrir ályktun um Náttúruminjasafn Íslands, Hilmar J. Malmquist fyrir ályktun um Grön- dalshús og Kristín Svavarsdóttir fyrir ályktun um birkiskóga. Eftir nokkrar umræður voru ályktanirnar um Náttúruminjasafn og birkiskóga samþykktar samhljóða og stjórn- inni falið að gera smávægilegar orðalagsbreytingar á ályktuninni um Gröndalshús auk þess að ljúka greinargerð með ályktuninni um birkiskóga. Ályktun um Náttúruminjasafn 1. Íslands: „Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, haldinn 23. febrúar 2008 í Kópavogi, fagnar setningu laga um Náttúruminjasafn Íslands vorið 2007 og vonast til þess að málefni þess séu loksins komin í góðan farveg. Jafnframt er minnt á ályktanir fyrri aðalfunda félags- ins til margra ára um málefni Náttúruminjasafns Íslands, höfuð- safns íslensku þjóðarinnar í nátt- úrufræðum, sem félagið hefur sett á oddinn í meira en heila öld. Hið íslenska náttúrufræðifélag hvetur menntamálaráðherra og aðra hlut- aðeigandi aðila til að beita sér næstu árin af fullum þunga fyrir því að ráðast í byggingu veglegs náttúruminjasafns, sem hafi aðset- 1. mynd. Bæjarstaðaskógur. Ljósm.: Kristín Svavarsdóttir. 78 3-4 LOKA.indd 160 11/3/09 8:33:52 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.