Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 17

Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 17
17 dauðann því að Jesú hefur dreift blóði sínu á hjartaþel þeirra. Það er sú huggun sem ástvinirnir eiga að ylja sér við. Hinn látni hefur nú verið leiddur „úr holdsins aumri hryggðarvist“ og yfir í „Guðs útvaldra gleði“ hjá brúð gum anum Jesú og „englanna flokki“. Síðasta erindið er hápunktur huggunarinnar, þar syngja Guðs barna sálir hjá lambsins trón – hásæti Krists – og þar bíður okkar Vigfús Gíslason. Ástvinirnir eiga að sjá hann fyrir sér í þessum aðstæðum og gera sér ljóst að þar muni þeir hitta hann síðar. Þessi mynd og orðafar vísunnar minna óneitanlega á áðurnefnt kvæði Hall gríms eftir dóttur sína Steinunni en þar segir í fyrsta erindi: „Sælar þær sálir eru / sem hér nú skiljast við, / frá holdsins hryggðar veru / og heimsins göldum sið / hvílast í himnafrið, / þar sem með sætum hljóðum / syngur lof drottni góðum / lofsamlegt englalið.“ Og í næsta erindi kvæð- isins um Steinunni standa „sálir Guðs barna“ „lambsins stóli hjá“. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Steinunn lést en fræðimenn hafa reynt að reikna það út miðað við heimkomu Hallgríms og Guðríðar til Íslands sum- arið 1637 og út frá aldri Guðríðar en hún hefur líklega verið 39 ára að aldri þegar þau komu til landsins. Steinunn var á fjórða ári þegar hún dó. Enn fremur hefur það verið á Hvalsnesárum þeirra hjóna (1644–1651) sem þau misstu barnið því að legsteinn Steinunnar er þar með hluta af áletruninni: „STEINU HALLGRIM DOTTI 164“, aftasta staf ártalsins vantar.14 Magnús Jónsson telur að það hafi verið árið 1649 (Magnús Jónsson 1947 I, 49) og mætti þá líta á ljóð Vigfúsar sem tilhlaup Hallgríms að hinu áhrifamikla kvæði um dótturina ungu. Margrét Eggertsdóttir reiknar aftur á móti með því að Steinunn hafi látist einhvern tíma á árunum 1644–1646 (2005, 173) eða litlu fyrr en Vigfús Gíslason. Kemur þá ekki á óvart að endurómur úr því heyrist í kvæðinu um Vigfús. Það er að minnsta kosti óhætt að segja að kvæðin hafi verið ort um líkt leyti, og að þau minni um margt hvort á annað. Nafn Vigfúsar kemur ekki einungis fyrir í griplunum heldur er kvæð- inu einnig lokað með nafni hans. Dýrð himnaríkis hefur verið útmáluð fögrum orðum, þar sem sálir útvaldra una sér vel hjá englum og syngja sælar hjá hásæti Krists; sviðið hefur verið undirbúið og vænt ingar lesenda/ áheyrenda vaktar þegar ljóðmælandi snýr sér beint að efninu: „því bíður vor og væntir þar / Vigfús minn Gíslason“. Þessi orð eru kjarnyrt niðurstaða (conclusio) þeirrar rökræðu sem fram hefur farið á undan. Þau eru hvort 14 Ljósmynd af legsteininum er birt í Margrét Eggertsdóttir 2005, 264. UPP SKÝST LÖNGU GLEYMT LISTAVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261

x

Gripla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.