Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 129
129
ofsaveðri, minnkar álag á mastrið því að krafturinn frá seglinu er mestur
neðan til, og gerir skipið stöðugra. Verður að ætla að slík segl hafi ekki
síður hentað til úthafssiglinga en innan fjarða. Uppmjó segl tíðkuðust
einnig við Ísland og getur málshátturinn því haft íslenska tengingu. Í
Íslenskum sjávarháttum segir: „Skautasegl ‒ þversegl ‒ var einfarið notað
á bátum frá upphafi byggðar og þangað til undir lok 18. aldar. Segl þetta
var ætíð ferhyrnt og af teikningum frá 18. öld má ráða [sjá mynd], að það
hefur verið mikið mjórra að ofan en neðan, . . .“ (Lúðvík Kristjánsson 1982,
207).
Á suðlægari slóðum þar sem veður voru mildari (t. d. í Svíþjóð, Dan-
mörku og á Englandi), notuðu menn lengri rár og að sama skapi breiðari
segl. Á fornum myndum má sjá dæmi um slíkt, t. d. á Bayeux-reflinum.
Má búast við að hinn vestnorræni seglabúnaður hafi komið mönnum þar
spánskt (eða norrænt) fyrir sjónir. Væntanlega hefur það verið hluti af
námi ungra sjómanna í hinu forna Noregsveldi, að útskýra af hverju seglin
voru með þessum hætti. Búnað skipsins skal miða við verstu veður og
aðstæður. Hugsanlegt er að alkunn saga hafi legið að baki málshættinum,
sem útskýrði þetta. Málshátturinn er því ábending, og merkir að öllum
líkindum: Vertu viðbúinn því versta, hafðu varann á. Þetta er greinilega úr
fornu sjómannamáli og má ímynda sér að gamlir sjómenn hafi oft áminnt
þá yngri með þessum orðum, þegar verið var að búa skip til úthafssigl-
inga. Þar þurfti að hugsa fyrir öllu ef ekki átti illa að fara. Með því að nota
þennan málshátt var farið fínt í áminninguna, sem gat verið nauðsynlegt á
tímum mikils stolts og hetjuhugsjónar. Óveður gæti verið í aðsigi, þú skalt
búa þig undir það. Þessi skilningur kemur vel heim við Málsháttakvæðið,
þar sem segir samkvæmt þessu: „Hafðu varann á; mennirnir geta verið
grályndir“.10
Ef við snúum okkur aftur að upphafi vísunnar í Hávamálum, þá segir
þar: „Nótt verður feginn / sá er nesti trúir.“ Nesti er að sjálfsögðu mat-
arbyrði ferðamanns. Ég hygg þó að orðið geti þarna verið í víðari merk-
10 Í Hávamálum 74 er málshátturinn líklega í sinni upprunalegu mynd: »skammar eru skips
rár«. Þetta er ástandslýsing, og sama er að segja um orðalagið í Málsháttakvæðinu: »skips
láta menn skammar rár«, þó að um blæbrigðamun sé að ræða. Í þessu tilviki væri út í hött að
segja: »skammar skulu skips rár«, því að ekki var átt við að menn ættu að breyta seglabúnaði
skipsins. Aðeins var verið að benda á þá alkunnu varúðarráðstöfun að skips rár eru skammar
á hinu veðrasama vesturnorræna svæði. Þar með verður málshátturinn viðvörun um válynd
veður.
SKAMMAR ERU SKIPS RÁR