Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 125
125
virðist ekki heldur hafa veitt því athygli að orðasambandið kemur fyrir á
öðrum stað í fornbókmenntum vorum, og þar einmitt í málsháttasafni. / Í
Málsháttakvæði, 12. erindi, eru nokkrar varúðarreglur og aðvaranir settar
fram sem málshættir. Í staðinn fyrir að segja: »Ekki skal treysta mönnum
í blindni, og ekki heldur vera sjálfum sér nægur . . . ; varist að ganga á ís
á vorin; vertu ekki seinlátur«, þá er sagt: »skatna þykir hugurinn grár,
mjög fár er sér ærinn [nægur] einn« o. s. frv. Þessar ráðleggingar hefjast
með línunni: Skips láta menn skammar rár.7 Sem dæmigerð varúðarregla
virðist þessi málsháttur eiga vel við fremst í röð þessara kjarnyrða. / Í
Málsháttakvæðinu er skips láta menn skammar rár á undan línunni skatna
þykkir hugrinn grár, eins og í Hávamálum skammar ‘ro skips rár er á undan
hverf er haustgríma; þ. e. a. s. í báðum tilvikum fylgir málsháttur sem fjallar
um óöryggi á eftir almennri reglu um varúð. Mikilvægasti munurinn
á byggingu þessara tveggja vísna felst í nánu sambandi orðskviðanna í
Hávamálum, sem saman gefa eitt hagnýtt ráð. Með því að stilla þeim upp
undir tilvísun til siglinga, fær málshátturinn sértækari merkingu: Hann
minnir áheyrendur á að hér er ekki átt við haffært stórskip með langri rá,
heldur lítið skip á fjörðum og með ströndum fram. Hvatningin að fara í
land þegar náttar, stafar af því að sjóða þarf matinn, skipið er veikbyggt
(sem leyfir því ekki að forðast hættu með því að sigla út á opið haf),
haustnóttin dimm og veðrið óútreiknanlegt.8 / Sjá má af fornsögunum að
ráðum Hávamála hefur verið fylgt: Þegar siglt var innan skerja voru menn
vanir að fara í land þegar myrkrið skall á. Slík sjómannaráð hafa örugglega
verið meðal þess sem forfeður vorir lærðu í æsku. Í því sambandi má minna
á Hugsvinnsmál, 134. erindi:“
Fávís maður
er verður á firði staddur
og getur eigi beinan byr,
liðlegra er honum
til lands að halda
en sigla foldu frá.
7 Þ.e.: »menn gera skips rár stuttar«. Ekki, eins og Finnur Jónsson þýðir málsháttinn í Den
norsk-islandske Skjaldedigtning II, 141: »menn segja að rár skipsins séu stuttar«. Hjalmar
Falk.
8 Það er oftúlkun á upphafi vísunnar, að þar sé hvatning til að fara í land þegar náttar. SPÍ.
SKAMMAR ERU SKIPS RÁR